Þú ert ekki þjóðin

Bjarni er ágætis kappi en hann getur því miður ekki talað fyrir þjóðina.
Ég er mjög spenntur fyrir þessum kosningum og það er ekkert líðræðislegra heldur en ÞJÓÐARATKVÆÐISGREIÐSLA.

Ég fagna þessari vinnu.

hvellurinn


mbl.is Þjóðin tekur tillögunum ekki alvarlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Jónsson

Ert þú kannski þjóðin ????

Björn Jónsson, 29.9.2012 kl. 16:22

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Hvað heitir Vafningur aftur núna? Þeir hafa víst breytt um nafn. Ég held hinsvegar ekki að N1 eða BNT hafi breytt um nafn, en öll eiga þessi félög það sameiginlegt að hafa orðið gjaldþrota undir tryggri og vandaðri stjórn BB. Það þarf að auka völd þessa manns, hann hlítur að geta komið einhverju öðru á hausinn miðað við track recordið.

Guðmundur Pétursson, 29.9.2012 kl. 16:28

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Bjarni blessaður er því miður í vondum félagsskap og hefur þvælst inn í spillta stjórnsýsluna.

Ég sakna þess að heyra ekki frá frá Bjarna Ben og fleiri stjórnmálamönnum, hversu alvarlegt það í raun er, að ekki hefur ráðamönnum þjóðarinnar, nokkurn tíma upp í gegnum áratugina, fundist það alvarlegt og hættulegt lögbrot, að fara ekki eftir núgildandi stjórnarskrá lýðveldisins Íslands!

Þessi orð Bjarna eru því miður tóm, og duga ekki, til að bæta úr lýðræðissvikum Íslandssögunnar pólitísku.

Allir þurfa að reyna taka til í siðferðinu í eigin ranni, áður en þeir fara að kenna öðrum siðferði. Byrjum heima í okkar eigin réttlætishjarta Bjarni minn, svo getum við staðið á réttlætinu út á við! Á siðuðu máli er það kallað "siðmennt, og er ekki þrautalaus menntabraut!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.9.2012 kl. 16:49

4 Smámynd: Tryggvi Helgason

Ég vil benda á grein mína á bloggsíðu minni "thflug.blog" þar sem mín afstaða kemur skírt fram.

En í stuttu máli þá er afstaða mín sú, að ég segi "nei" við öllum tillögunum frá þessu stjórnlagaráði.

Tryggvi Helgason, 29.9.2012 kl. 17:03

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei Bjarni Ben er ekki þjóðin ekki frekar en Ingibjörg Sólrún á sínum tíma.  En mismunurinn er sá að Bjarni er hér að vitna í staðreynd sem er að það virðist ekki vera mikill áhugi á þessu stjórnarskrármáli af marka má umræðuna.  Ekki að ég sé að verja hann neitt alls ekki.  En þú ert að bera saman epli og appelsínur Sleggja og hvellur.

Ég er nú eiginlega á báðum áttum um hvað ég geri.  Ég er smeyk um að það sé verið að koma aftan að okkur með þetta mál, það sem gerir mig svo tortryggna er ekki góð vinna stjórnlagaráðs, heldur óttinn við þessa ríkisstjórn sem notar öll meðul til að koma okkur inn í ESB.  'EG ætla mér ekki að aðstoða þau við það.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2012 kl. 17:17

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Tryggvi.Vilt þú að stjórnarskrá lýðveldisins Ísland verði áfram hundsuð og þverbrotin af stjórnsýslunni?

Það er mjög mikilvægt að þú svarir þessari spurningu minni af heiðarleika og hreinskilni. Sá sem ekki getur svarað af heiðarleika, hreinskilni og auðmýkt, er ekki trúverðugur til að verja lýðræði, upplýsingafrelsi og réttæti.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.9.2012 kl. 17:23

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Áshildur. Það er hættulega pólitíska dagblaða/fjölmiðlaumræðan og þöggunin/kúgunin í samfélaginu sem er vandamálið.

Það er mjög erfitt að mynda sér raunhæfa réttláta skoðun, þegar upplýsingar og pólitískur dagblaða-eineltisáróður stjórnar skoðunum almennings.

Þess vegna er svo mikilvægt að vera opin fyrir að hlusta á öll sjónarmið, sama hvaðan þau koma, og máta þau svo við sína réttlátu skoðun.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.9.2012 kl. 17:33

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Anna Sigríður þess vegna mun fundurinn á morgun sennilega ráða úrslitum hjá mér um hvað ég geri. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2012 kl. 17:46

9 Smámynd: Valdimar Samúelsson

þetta er standard svar hjá Sleggjunni. Málið er það að þjóðin bað aldrei um nýja stjórnarskrá eða segðu mér Sleggja ''whatever'' hvar hefir þú skrif um beiðni frá okkur fólkinu um nýja stjórnarskrá. Svaraðu þessu. Já Hvellur.

Valdimar Samúelsson, 29.9.2012 kl. 17:57

10 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Þú ert ekki þjóðin SH,ég held að stór hluti þjóðarinnar vilji ekki sjá þetta bull og hvað þá að kjósa um það því þetta stjórnarskrárbull Samfylkingarinnar snýst eingöngu um að geta afsalað sjálfstæði okkar undir Brussel og að það sé til fólk hér á Íslandi sem ætlar sér að styðja þetta skil ég bara ekki...

Marteinn Unnar Heiðarsson, 29.9.2012 kl. 18:18

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tekur þjóðin Bjarna alvarlega?

Guðmundur Ásgeirsson, 29.9.2012 kl. 19:02

12 Smámynd: Óðinn Þórisson

Já Guðmudur þjóðin tekur mark á Bjarna - ekki tekur hún mark á ríkisstjórninni það sýna allar skoðanakannair

En hvet alla til að mæta.

Óðinn Þórisson, 29.9.2012 kl. 19:11

13 identicon

Hver er þessi Bjarni ?

Jú, einhver drengur sem fæddist inn í viðskiptaveldi, sem hafði verið búið til í áratugi með stuldi frá venjulegu fólki í gegnum gjörspillta íslenska pólitíl vald !

Að það skuli vera til fólk sem er svo vitlaust að ljá þessum dreng eitthvað ???

Ekki er manvalið mikið eða gáfulegt hjá þessu gjörspillta samfélagsmeini sem heitir sjálfstæðisflokkur ?  Einn með vafning um sig úr ættarveldinu og annar á hlaupum undan sjóði frá Glitni !!!

Hver vill kannast við að teljast til þessa samfélagsmeins ?

JR (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 20:37

14 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Auðvitað eiga allir atkvæðabærir einstaklingar að mæta og kjósa samkvæmt sinni eigin sannfæringu. Það dugar skammt að kjósa eftir annarra sannfæringu.

Ef almenningur á Íslandi er svo ofdekraður eða raunveruleikafirrtur, að mæta ekki á kjörstað og kjósa, þá á sá almenningur ekki rétt á nokkru einasta lýðræði! Leiðin að lýðræði er þung þrautaganga, þrep eftir þrep uppávið! Lýðræði er skapað af lýðnum (almennum borgurum).

Gleymum ekki að það eru gífurleg forréttindi að fá að kjósa. Stór hluti af heimsbúum hefur ekki nokkurn möguleika á að kjósa um nokkurn hlut.

Því miður er þetta einungis skoðanakönnun, en þetta er fyrsta skrefið, upp í fyrsta þrepið, í átt að raunverulegu lýðræði á Íslandi!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.9.2012 kl. 21:24

15 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

xd stefnan er fin

hvell

Sleggjan og Hvellurinn, 29.9.2012 kl. 21:26

16 identicon

XD stefnan er fín fyrir utan sjávarútvegsstefnuna.

En sjaldan er farið efitr henni :S

kv

sleggjan (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 00:00

17 Smámynd: Tryggvi Helgason

Þótt kannske sé fullseint þá vil ég svara spurningu frá Önnu Sigríði, sem beint var til mín hér á síðunni (nr. 6). Að vísu tel ég að þessi spurning komi því máli ekkert við, hvort fólk vilji samþykkja eða hafna þessum tillögum frá þessu stjórnlagaráði um uppkast eða drög að nýrri stjórnarskrá.

Og hvergi hefi ég skrifað að ég "vilji" að Stjórnarskrá Íslands, - það er að segja núgildandi stjórnarskrá, - "verði áfram brotin". Það mun heldur engu breita, hvað þetta varðar, hvort svo sem þessar nýju tillögur verða samþykktar eða ekki. Núverandi stjórnarskrá er að sjálfsögðu í fullu gildi eins og hún er, eða þangað til henni henni yrði breitt.

En ég geri mér líka að fullu ljóst, að Stjórnarskrá Íslands hefur verið brotin alla tíð, eða frá lýðveldisstofnun. En það er svo sannarlega ekki að mínum "vilja". Þar stendur skírt að valdið skuli vera þrískipt, - þ.e. löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Og það sjá allir, að þegar Alþingismaður, fulltrúi í löggjafarvaldinu er jafnframt settur sem framvæmdastjóri (ráðherra) hjá framkvæmdavaldinu, þá er valdið ekki þrískipt heldur tvískipt.

En frekja og valdahroki forustumanna stjórnmálaflokkanna og þingmanna, allt frá upphafi lýðveldisins, hefur valdið því að þingmenn hafa líka verið samþykktir sem ráðherrar. Allir þingmenn og forsetar frá upphafi, bera ábyrgð á þessu, - að mínu mati.

En varðandi tillögurnar sem kjósa á um þá hvet ég alla til þess að koma á kjörstað og greiða sitt atkvæði gegn þessum tillögum og segja "nei" í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

Tryggvi Helgason, 30.9.2012 kl. 15:25

18 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Tryggvi. Takk fyrir þessar útskýringar.

Ég sit enn með ósvaraða spurningu um hvers vegna við eigum að segja nei, frekar en já, þann 20. október?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.9.2012 kl. 15:53

19 Smámynd: Tryggvi Helgason

Varðandi þessa spurningu (nr.18) þá er svarið að finna á minni bloggsíðu. En í stuttu máli þá má svar mitt vera í tvennu lagi, ... í fyrsta lagi, þá vil ég ekki að þjóðin afsali sér núverandi stjórnarskrá, ... og í öðru lagi, þá tel ég að í þessum tillögum frá stjórnlagaráði felist dulin leið til þess að Alþingismenn, inngöngusinnar og núverandi vinstri stjórn, geti sniðgengið núgildandi stjórnarskrá og komið Íslandi inn í Evrópsambandið, ... bakdyramegin með lævísu svindli á núverandi, gildandi stjórnarskrá, ... en Stjórnarskrá Íslands kemur í veg fyrir það að hægt sé að koma Íslandi inn í ESB.

Því eins vil ég hvetja alla til þess að koma á kjörstað og greiða atkvæði "gegn" þessum tillögum frá stjórnlagaráði.

Tryggvi Helgason, 30.9.2012 kl. 17:37

20 identicon

Skulum ekki láta Stjórnarskrámálið snúast um ESB Tryggvi.

við höfum atkvæðagreiðslu um ESB þegar að því kemur drengur.

kv

Sleggjan (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 21:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband