Föstudagur, 28. september 2012
Skilningsleys algjört
"Ríkið má nú alveg fara að hækka laun hjúkrunarfræðinga og veita pening í heilbrigðiskerfið í þágu starfsmanna ekki annað"
segir hann
En hvar á peningurinn að koma? Hvaða skatta vill hann hækka? Hvar á annarstaðar að skera niður?
Skilningsleysið hjá opinberum starfsmönnum er algjört.
Svo eru þeir með baktryggða lífeyrissréttindi sem þýðir að þetta lið er með hærri laun byggðan inn í lífeyrinn hjá sér..... það er skuld uppá 300milljarða sem við almenningur þurfum að borga
hvellurinn
![]() |
Mikil samstaða meðal starfsmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Bjarni Freyr / Sleggjuhvellur,
Það kostar að reka heilbrigðiskerfi, innifalið í þeim kostnaði er meðal annars að greiða laun. Svo hættu þessu nöldri og vertu þakklátur fyrir þann frábæra árangur sem íslenska heilbrigðiskerfið hefur verið að sýna þrátt fyrir að vera rekið á nánast sjálfboðavinnu pg plástrum.
Bergþóra (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 09:59
"Það kostar að reka heilbrigðiskerfi, innifalið í þeim kostnaði er meðal annars að greiða laun."
var ég að gefa það í skyn að ég skildi ekki þessa staðreynd?
að sjáflsögðu eru greitt laun í heilbrigðiskerfinu en við almenningur höfum ekki efni á að greiða hærri og hærri laun á meðan ríkiskassinn er tómur og halli er á fjárlögum
heibrigðiskerfið er ein dýrasti þáttur í rekstri ríkisins og stærsti kostnaðurinn er launakostnaður.... því fer fjarri að þetta er rekið á "nánast" sjálfboðavinnu.
svo væri ég til í að vita hvar þú vilt skera niður í staðinn fyrir þessar launahækkanir eða hvaða skatta þú vilt hækka?
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 28.9.2012 kl. 10:10
Hvellur - skilningsleysið hjá þér er algjört!
Ríkissjóður er illa staddur vegna þess að það er búið að ausa úr honum í björgunaraðgerðir vegna fjármálafyrirtækja í einkaeigu. Það væri hægt að hækka öll laun á Landspítalanum stórlega fyrir brot af því fé sem hefur kostað að bjarga einkafyrirtækjum reknum af einkaaðilum.
Starfsfólk Landspítalans er almennt á of lágum launum miðað við fólk með sambærileg menntun í einkageiranum og það er ólíðandi. Varðandi lífeyrisréttindin sem "þetta lið" hefur eru þau vissulega betri en í einkageiranum en þú skalt athuga það að í marga áratugi er búið að nota þetta gegn þeim í kjarasamningum. Opinberum starfsmönnum hefur verið sagt að sætta sig við lægri laun vegna þess að þeir hafi svo góð lífeyrisréttindi. Það er því að sjálfsögðu fráleitt að taka þessi lífeyrisréttindi í burtu nema hækka launin verulega í leiðinni.
Það má vel skera niður víða í stjórnkerfinu og hætta að veita fjármunum til NATO, svo dæmi séu tekin. Svo kostar spillingin innan stjórnkerfisins vegna tengsla aðila þar við einkageirann (t.d. Skýrr/Advania) líka stórfé og það má örugglega spara stórfé með því að taka á þeim málum.
Það sem á að skera niður í þessu samfélagi er ekki heilbrigðiskerfið heldur hið ofvaxna bankakerfi sem er viðhaldið með okurvöxtum!
Starbuck, 28.9.2012 kl. 11:14
Vil hrósa Starbuck fyrir að segja hvar peningarnir eiga að koma. Hætta í NATO (að hætt að legga pening í nato er ígildi uppsagnar) og sækja háar skaðabætur til Avania og reyna að sækja einhverjar endurgreiðslur (sem er reyndar ekki öruggt að sé hægt ) en það má reyna.
En Bergþóra veit ekkert hvað hún er að tala um.
Svo eru allt of margir hjúkrunarfræðingar sem skrá sig í 50% vinnu og taka hin fimmtiu prósentin í yfirvinnu vegna skorts og álags í þessum geira (hef 100% heimildir fyrir því frá 3 áttum, hjúkrunarfræðingar)
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 11:34
Það er reyndar ekki hægt að hækka launin um margar krónur með NATO peningnum. En ég vænti þess að Starbuck skilji það. Ef hann/hún vill meiri hækkun launa þá verður að koma fram fleiri niðurskurðarhugmyndir
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 12:01
Ekki veit ég úr hvaða "áttum" þér berast þessi tíðindi. Ég þekki engann hjúkrunarfræðing sem vinnur í 50% starfi og tekur aukavaktir á Íslandi, aftur á móti þekki ég marga sem vinna þessa aukavinnu í Noregi. Það var nokkuð um þetta ef farið er um áratug aftur í tímann, en ekki lengur. Aukavinnan er oft tekin af hjúkrunarfræðingum og sett inn í vinnuskyldubanka, svo fá þeir frí (ekki peninga) þegar stofnuninni hentar. En það er gott að enn eru þó til a.m.k þrír hjúkrunarfræðingar sem fá að starfa svona.
Þú nefnir skort á hjúkrunarfræðingum og það álag sem á þeim hvílir........... hugsaðu aðeins um það :)
Eigðu góðan og yndislegan dag
Edda
Edda (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 12:17
starbuck
" Það er því að sjálfsögðu fráleitt að taka þessi lífeyrisréttindi í burtu nema hækka launin verulega í leiðinni. "
Þú er með þessu að viðurkenna að þau eru með verulega hærri laun en stendur á launaseðlinum svart á hvítu.
edda
það eru fjölmargir hjúkrunarfræðingar í 50% starfi og vinna svo 50% starfí aukavinnu (hærri tímakaup)
hjúkrunarfræðingar svífast einskis þegar á að spila með skattfé almennings
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 28.9.2012 kl. 12:22
Jæja þá, hafðu það eins og þú vilt :)
ha det bra
Edda (með stórum staf :))
Edda (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 12:31
Enn á ný byrjar þú að tala um hluti sem þú hefur ekki vit á .Var einhver hjúkrunarfræðingur vondur við þig? Mundu svo að maður lifir ekku á lífeyri þegar maður er með lítil börn að sjá fyrir heldur eftir 67 ára aldur. Neysluviðmið gera ráð fyrir tekjum upp á 570þ krónur fyrir mína fjölskyldu án húsnæðis! Ég fékk útborgað 260þ og konan 180 þúsund. Finnst þér þetta ásættanleg laun eða í takt við það sem það kostar að reka fjölskyldu?
Ólafur (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 12:45
Það er greinilegt að þú þekkir ekkert til hjúkrunarfræðinga út frá ýmsum staðreyndum sem þú kemur með hér að ofan og það að segja að lífeyrisréttindin séu svo góð að þeir eigi ekki skilið launahækkun er fráleitt. Eftir 4-6 ára háskólanám er ekki eðlilegt að þú þurfir að vinna meira en 100% vinnu, vinna um kvöld, helgar, nætur og rauða daga til þess eins að geta framfleitt fjölskyldunni. Grunnlaunin ættu að vera nóg til þess.
Svana (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 12:59
Ólafur
Þú færð útborgað 260 og konan 180 = 440þúsund krónur. Þú vilt hækka laun hjúkrúnarfræðinga sem kallar að sjálfsögðu á skattahækkun (því einhverstaðar verður peningurinn að koma). Segjum þá að þið fáið 400þúsund krónur útborgað á mánuði. Sáttur?
Svana
Ég þekki vel til hjúkrunarfræðinga. Einn slíkur vinnur fyrir vestann og er með fjölskyldu og 3 börn og á húsnæði. Engin yfrivinna og lifir bara ágætlega á sínum grunnlaunum.... þannig að það sem þú ert að koma með Svana er ekkert nema rugl og kjaftæði
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 28.9.2012 kl. 13:51
http://www.youtube.com/watch?v=AcY46ubXuPE
. (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 14:22
Það er greinilegt að þú þekkir ekkert til hjúkrunarfræðinga út frá ýmsum staðreyndum sem þú kemur með hér að ofan og það að segja að lífeyrisréttindin séu svo góð að þeir eigi ekki skilið launahækkun er fráleitt. Eftir 4-6 ára háskólanám er ekki eðlilegt að þú þurfir að vinna meira en 100% vinnu, vinna um kvöld, helgar, nætur og rauða daga til þess eins að geta framfleitt fjölskyldunni. Grunnlaunin ættu að vera nóg til þess.
Svana (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 14:53
Sleggjan - Úrsögn úr NATO er auðvitað hið besta mál.
"Svo eru allt of margir hjúkrunarfræðingar sem skrá sig í 50% vinnu og taka hin fimmtiu prósentin í yfirvinnu vegna skorts og álags í þessum geira"
Ég veit ekki til þess að þetta viðgangist í dag (það er búið að vera yfirvinnubann síðustu árin) en áður fyrr var töluvert svigrúm fyrir fólk til að hækka launin sín með yfirvinnu - en auðvitað ekki þannig að þetta yrðu einhver ofurlaun. Duglegt fólk réð sig stundum upp á það að geta farið þessa leið.
Það sem er hins vegar alvarlegt er að starfsfólk á Landspítalanum er að flýja lágu launin og hið mikla álag sem þar er - til útlanda og í önnur betur launuð störf. Ég veit um nokkra hjúkrunarfræðinga sem eru að vinna utan heilbrigðisgeirans af því þar eru hærri laun og því er þeirra, í það minnsta fjögurra ára, háskólanám og starfsreynsla ekki að nýtast á heilbrigðisstofnunum. Það er að sjálfsögðu ekki hagkvæmt fyrir Landspítalann ef hæfasta starfsfólkið þar sækir í önnur betur launuð störf.
Hvar á að taka fjármunina til að hækka launin? Það virðast alltaf vera til nægir peningar þegar á að bjarga einkabönkum og einkatryggingafélögum og þar erum við að tala um hundruðir milljarða frá hruni. Fyrst svo er hljóta líka að vera til peningar til að borga hjúkrunarfræðingum eðlileg laun.
Starbuck, 28.9.2012 kl. 14:57
Eigum við ekki bara að hækka launin hjá hinu opinbera almennilega
Er ekki fínt að gefa leiksskólakennurum 30% launahækkun?
Hjúkrunarfræðingum 40% launahækkun?
Grunnskólakennurum 50% launahækkun?
Starfsfólki í ummönnun fá 60% launahækkun?
Allir sem vinna með fötluðum fá 70% launahækkun!!!
eru þá ekki allir sáttir?
hættið þessum barnaskapi. eru þið ekki fullorðið fólk?
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 28.9.2012 kl. 15:35
Edda og Ólafur.
Ég hef mínar heimildir. Svo var frægt Kastjósviðtal við Hjúkrunarfræðing þegar Guðlaugur Þór sem Heilbrigðisráðherra var að reyna taka á þessu vandamáli með 50% og 50% (stundum 80% fast + 20%, eftir hve þu ert heppin).
Þá neitaði Hjúkrunarfræðingur ekki þessum staðreyndum. Heldur sagði "það vill enginn lækka í launum".
Skoðið þetta viðtal á ruv.is áður en þið farið að segja að heimidlir mínar séu rangar.
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 16:07
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2008/04/30/mikilvaegt_ad_lausn_finnist/ Hérna er Guðlaugur að reyna breyta þessu.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2008/04/30/vaktakerfid_dregid_til_baka/
Hérna náðu hjúkrunarfræðingar að halda í sitt system.
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 16:19
Alltaf þegar það er kallað eftir aðgerðum handa venjulegu fólki í landinu, þá er spurt hvar á að hækka skatta á móti.
Núna er verið að setja hundruði miljóna og miljarða króna í allskonar gæluverkefni eins og "grænkun atvinnulífsins", eða "málstefnu", þá er ekkert rætt hvar á að hækka skattana á móti, stjórnmálamenn eru nýbúnir að skrifa undir sjálftöku upp á gleraugnakostnað, líkamsrækt og fleira án þess að taka neina umræðu um skattahækkanir á móti, sem minnir mann svo á að þessir sömu flokkar taka tugi eða hundruði míljóna króna á hverju ári handa sjálfum sér, millifært í beinhörðum inn á bankabækur flokkanna.
Látum svo eiga sig hvað hefði verið hægt að fá í kassan með því t.d. að selja, eða leigja makrílkvótann í stað þess að gefa hann, hætta við Hörpuna, hundruðum miljónum búið að sóa í stjórnarskrárferlið sem er á leið í vaskinn og svo má lengi telja.
Það er miljörðum hent út um gluggann á hverju ári í miklu meiri vitleysu en að borga starfsfólki í heilbrigðiskerfinu eðlileg laun, án þess að minnast á það einu orði að það sé verið að hækka skatta fyrir allar þær vitleysur.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 16:56
pointið var ss. að það þarf enga skatta að hækka, bara breyta forgangsröðun og fara að haga sér eins og fullorðið fólk og af ábyrgð með pemningana okkar.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 16:57
Það er alveg á kristaltæru að "Sleggjan" þekkir heilbrigðiskerfið lítið sem ekkert og hefur greinilega ekki þurft að leggjast inn á spítala. Ég get alveg sagt ykkur frá fyrstu hendi að það er örsjaldan kallaður út mannskapur ef vantar á vaktir. Reynt er eins og hægt er að keyra vaktina undirmannaða frekar en að kalla út auka manneskju t.d. ef um veikindi er að ræða. Annað, ef ekki er hjá því komist að kalla út auka mannskap þá er reynt að fá viðkomandi til þess að taka vaktina út úr vinnuskyldubankanum frekar en að greiða yfirvinnu.
Freysi (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 17:22
Þú ert að taka dæmi síðan fyrir hrun úr ,,góðærinu" en jafnvel þá voru laun hjúkrunarfræðinga til skammar. Þá var vöntun á hjúkrunarfræðingum og nokkrir þeirra sáu sér leik á borði að stunda þetta 50/50 dæmi sem þú ert að tala um. Það var eina leiðin til að fá sæmilega útborgað sjáðu til og efast ég ekki um að þú hefðir reynt þetta sjálfur ef þú hefðir verið með sömu laun og hjfr. HIns vegar er allt annað upp á teningnum í dag, sbr lýsingu fólks sem þekkir til hér að ofan. Komdu nú höfðinu á þér út úr fortíðinni og lifðu í nútímanum....... Þér til upplýsingar er kominn ansi langur tími síðan Gunnlaugur Þór var heilbrigðisráðherra.
Ólafur (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 17:38
Aðalatriðið í þessu öllu saman er að starfsfólk í opinbera kerfinu, t.d. á sjúkrahúsum er almennt með lægri laun en gengur og gerist í einkageiranum. Það er óásættanlegt. Launakjör og lífeyrisréttindi eiga að vera svipuð, hvort sem fólk vinnur í opinbera kerfinu eða einkageiranum.
Starbuck, 28.9.2012 kl. 17:52
Lee Bucheit bara hreinlega man ekki hvort hann fékk 86miljónir, eða 172 miljónir millifærðar á reikninginn sinn fyrir Icesave samninginn.
Hann segist ekki nenna að ómaka sig eða sitt starfsfólk til að athuga hvort hann fékk tvígreitt fyrir verkið.'
http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/09/28/lee-buchheit-sagdur-hafa-fengid-tuga-milljona-krona-reikning-tvigreiddan/
Þessa peninga hefði alveg mátt nýta í heilbrigðiskerfið, án þess að hækka skatta.
Sigurður (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 18:26
@Ólafur : Þetta er ennþá í gangi, það var bara í "góðærinu" sem Guðlaugur var að reyna stoppa þetta. En gekk ekki. Ef Guðbjartur fer núna að reyna stoppa þetta þá fer þetta aftur í umræðuna í "kreppunni". Ekki snúa út úr með einhverjar tímasetningar.
Annars er ég Sammála Sigurði. Rukkum fyrir Makrílinn og notum milljarðana í heilbrigðiskerfið, allir sáttir?
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 28.9.2012 kl. 18:37
Hámenntað starfsfólk hátækni-vísinda-lækninganna er hræðilega misnotað af lyfjamafíukerfinu.
Þetta ágæta heilbrigðismenntaða fólk er keyrt í gegnum margra ára og dýrt háskólanám, til þess eins að verða misnotaðir þrælar, sem oftar en ekki þurfa að segja sjúklingum sínum að þeir geti bara ekki gert neitt til að hjálpa!
Á sama tíma tala yfirvöldin lyfjamafíustýrðu niður allar náttúrulækningar!
Er ekki tímabært að koma svikulli lyfjamafíunni í hlífðarlausa umfjöllun?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.9.2012 kl. 19:06
Segðu okkur meira frá lyfjamafíunni á Íslandi mín kæra
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 22:00
Starbucks tad er anæjulegt ad tu vilt afnema rikisabyrgd a lifeyri opinbera starfsmanna.... Tetta er eina gafulega sem tu hefur sagt I dag
Hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 28.9.2012 kl. 22:07
Ég segi nú bara að lokum: Sem betur fer eru þeir ekki margir sem hugsa á svipuðum nótum og þið, Sleggja og Hvellur.
Starbuck, 28.9.2012 kl. 23:48
ég vona að fleiri hugsa einsog við annars væri 95% skattur hér á landi til að fjármagna launin í opinbera kerfinu
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 29.9.2012 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.