Populismi

Þetta skýrslumál hefur fengið slæma umfjöllun.

Það virðis vera samstaða á þingi að þetta er slæmt.

Samstaða almennings að þetta er slæmt.

Þá hrekkur Róbert upp og vill fara í enn eina rannsóknina.

Þetta er stormur í vatnsglasi.

Mér finnst stóra fréttin vera að það skuli vera hægt að sólunda skattfé almennings án þess að spyrja spurninga. Ríkisendurskoðun var bara að benda á það slæma. En hvernig gat þetta slæma gerst?

Hver ýtir á takkan "greiða" án þess að spyrja spurninga?

Sá sem sá um að innleiða bókhaldskerfið er alvöru sökudólgurinn. Ekki ríkisendurskoðandinn.

Samningurinn var undirritaður í júlí árið 2001. Skjáskot úr umfjöllun Kastljóss.

Það þarf að spurja einhverja af þessum köllum afhverju þetta er svona. Þeir sem skrifuðu undir þessa ósköp. 

hvellurinn


mbl.is Vill sjálfstæða rannsókn á skýrslumálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í Kastljósi í kvöld var einmitt fjársýslustjórinn tekinn og grillaður báðumegin.

Ef ég greini myndina rétt þá sýnist mér hann sitja þarna hægra megin við hliðina á þáverandi yfirmanni sínum Ger H. Haarde fjármálaráðherra sem skrifaði undir samninginn fyrir hönd ráðuneytisins og bar jafnframt ábyrgð á fjárheimildum til verkefnisins samkvæmt fjárlögum fram til ársins 2007.

Það er sjaldnast gott að sá sem úthlutar fé fari jafnframt með ráðstöfun þess eins og virðist þó hafa verið í þessu tilviki. Auðvitað er það sjálfsagt óhjákvæmilegt fyrir fjármálaráðuneytið í sumum tilvikum og ég er alls ekki að segja að þar með sé neitt rangt við það. Ég er einfaldlega að segja að þetta lítur ekkert sérstaklega vel út fyrir neinn sem kemur nálægt málinu.

En við skulum svo sannarlega vona að þetta verði ekki til þess að skipuð verði rannsóknarnefnd til að endurskoða rannsókn Ríkisendurskoðunar á málinu og skrifa svo umfangsmikla skýrslu um skýrsluna. Æ þá fæ ég hausverk.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.9.2012 kl. 21:14

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Enga helv rannsnefnd. Við vitum alveg hvað gerðist og hvað klúðraðist. Nú þarf einhver að segja af sér, og höldum svo afram.

Læra af mistökum líka

kv 

slegj

Sleggjan og Hvellurinn, 27.9.2012 kl. 09:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband