Miðvikudagur, 26. september 2012
Flugvöllurinn úr Reykjavík.
Það er hægt að færa ýmsi rök um að hafa flugvöllin í RVK. En þegar öllu er á botninn hvolft þá er mun betra að færa hann til Keflavíkur. Þá sérstaklega til þess að þétta byggðina í Reykjavík.
Svo er stórhættulegt að hafa flugvöll svona í miðju þéttbýli. Hvað gerist ef flugvél hrapar í miðri Reykjavík?? Þá fyrst fáum við að sjá hræðielga "tölfræði"
En kannski er það sem landsbyggðin vill. Meira öryggi fyrir sjálfan sig á kostnað Reykvíkinga.
hvellurinn
![]() |
Ekki bara tölfræði heldur fólk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mikil er ástríða sumra fyrir þessu flugvallastæði. Er fólk búið að gleyma verðlaunaskipulagstillögunni? Blokk við blokk í langri röð. Minnir óneytanlega á sum borgarhverfin hér sem ekki hafa verið eftirsóttustu hverfin hingað til. Til að svona virki þá þarf að banna bíla í Vatnsmýrinni og skylda fólk til þess að nota fæturna eða hjóla alla daga ársins. Það er til önnur og miklu betri lausn á þessum "vanda" og sem uppfyllti væntingar allra. Uppfyllingar í sjó út af Eiðisgranda og að Örfirisey. Við það sparast ótalmargt, t.d. kaup á landi ríkisins í Vatnsmýrinni sem kæmi á móts við þann kostnað sem uppfyllingarnar myndu kosta. Hugsið aðeins dýpra.
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 14:54
Það er alltaf hræðileg tölfræði þegar farþegaflugvél hrapar til jarðar.....skiptir ekki máli hvar það er.
Þetta snýst bara um peninga á hvorn veginn sem er. Þétting byggðar í Reykjavík er í raun eina ástæða þess að barist er fyrir að leggja Reykjavíkurflugvöll af, því flugvöllur er ekki færður. Hann er lagður af.
Erlingur Alfreð Jónsson, 26.9.2012 kl. 15:47
Flugvellir ámóta Vatnsmýrarvellinum eru inni í öllum borgum og það fleiri enn einn og fleiri enn tveir víða og engum bumbult af.
Það reina flestir að hafa vellina þar sem það kemur sér best, nema hér í Reykjavík. Hér eru nýaðfluttir íbúar í Vatnsmýrinni ( fengu hús lóðir og annað ýmist útá styrk eða slikk)búnir hamast svo í áróðri gegn vellinum (vegna þess að ekki er hægt að sólbaða sig berbrjósta vegna ágláps flugfarþega ) að saklausir einfeldningar eins og þú og Gísli Baldur eruð farnir að syngja með. Völlinn burt , en vitið ekkert af hverju eða til hvers.
K.H.S., 26.9.2012 kl. 19:53
Athugaðu, þú, Sleggju hvellur að, flugvöllur í Vatnsmýrinni er ekki einkamál Reykvíkinga, það er nefnilega þannig, ef þú ekki veist það nú þegar að, Reykjavík er nefnilega höfuðborg okkar allra, líka þeirra sem búa á landsbyggðinni.
Hörður Einarsson, 26.9.2012 kl. 20:28
Færa til Keflavíkur bara. Tekur enga stunda að keyra tvöfalda Reykjanesbraut.
Hættum að tala um þetta blessaða sjúkarflug. Það er bara einhver átylla sem folk er að rugla með og afvegaleiða umræðuna
kv
sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 27.9.2012 kl. 09:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.