Áhugavert.

Ég hafði alltaf lúmskan grun um að Brynjar mundi láta verða af þessu. Það er alltaf gaman þegar nýtt fólk bíður sig fram sem eru ekki "atvinnustjórnmálamenn" t.d þeir sem hafa farið frá að vera í formaður nemendafélags yfir í að vera formenn vöku og svo beint í heimdall og svo á þing.

Það verður gaman að fylgjast með Brynjari í kosningabaráttunni. Hann er einn sá hreinskilnasti í dag.

hvellurinn


mbl.is Brynjar Níelsson gefur kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sammála þér með að hann eigi eftir að geta reynst flokknum vel...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.9.2012 kl. 09:39

2 identicon

Sæll.

Sjallarnir þurfa nýtt fólk, þeir sem þar sitja virðast ekki nenna að láta núverandi stjórnvöld heyra það.

Ég er sjálfur farinn að meta þingmenn og ráðherra eftir þessum mælikvarða: Myndi einhver í einkageiranum ráða þá á þeim launum sem þeir eru á sem þingmenn/ráðherrar? Ef svo er ekki reyna þeir auðvitað að hanga í sínu sæti eins lengi og þeir geta og skýrir það a.m.k. að hluta til hvers vegna hugsjónir manna virðast oft hverfa eftir að hafa sest á þing.

Ef þessir aðilar geta farið í starf utan þingsins fyrir svipuð eða hærri laun en sem þingmenn bendir það til þess að menn séu að þessu af hugsjónaástæðum. Það þýðir að þeir aðilar þurfa ekki að vera hræddir um að missa lifibrauð sitt þó þeir geri eitthvað sem er óvinsælt.

Við sjáum þetta vel á núverandi ríkisstjóra Puerto Rico sem er að standa sig mjög vel þar og breyta hlutum þar til batnaðar. Romney er í framboði af hugsjónaástæðum, ég held að það sama megi ekki segja um Obama.

Bandaríkjamenn munu ekki lifa fjárhagslega af tvö kjörtímabil með Bush og tvö kjörtímabil með Obama. Bandaríska alríkisstjórnin fær í dag um 3,5 milljarða dollara lánaða á dag!! Jafnvel stórveldi eins og USA standast þetta ekki til lengdar. Hver einasti Bandaríkjamaður skuldar í dag um 50.000$ :-(

Helgi (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband