Þriðjudagur, 25. september 2012
Að tala gegn betri vitund í pólítískum tilgangi
Það er fátt sem fer meira í taugarnar á Sleggjunni þegar pólítíkusar tala gegn betri vitund. Það er nú mjög algengt þegar rætt er um ESB og Gjaldeyrsimál. Eitt dæmi af mörgum er Björn Bjarnason
Össur skrifar m.a.:
"Björn Bjarnason setti nýlega fram snilldarhugmynd um hvernig ætti að losa Íslendinga við krónuna. Björn vill að við gerum tvíhliða samning við ESB um að taka hana upp í gegnum EES-samninginn.
Þetta er flott hjá Birni. Eini gallinn á þessari fínu hugmynd er að hún er sama marki brennd og flest það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fram að færa um gjaldmiðilsmálin. Hún er óframkvæmanleg.
Það veit Björn reyndar sjálfur. Hvernig veit ég að Björn veit það? Það veit Björn líka. Hann var nefnilega formaður í frægri Evrópunefnd, sem ég sat í með honum, og hún gaf út stórmerka skýrslu.
Þar var meðal annars fjallað um gjaldmiðilsmálin. Við könnuðum sérstaklega hvort gerlegt væri að taka evruna upp einhliða eða með sérstökum samningum við ESB án aðildar. Niðurstaðan var alveg skýr. Við Björn Bjarnason, og raunar aðrir nefndarmenn, vorum sammála um að þeir möguleikar verða í reynd að teljast óraunhæfir"."
Birni er alveg sama um sannleikann. Hann vill bara slá pólítískar keilur. Ef einhver heimskur almenningur gleypir þetta upp hjá honum og fer á hans band þá er tilganginum náð.
kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.