Þriðjudagur, 25. september 2012
Vinstri stjórnin kann ekki lögmálið um áhrif verðlags á eftirspurn
http://visir.is/eldsneytisskattar-halfum-milljardi-undir-aaetlunum/article/2012709259963
Þeir áætla rúmlega 1% söluaukningu á eldsneyti þrátt fyrir hækkun á sköttum á hvern lítra. Það er alls ekki skynsamlegt og á skjön við almenna vitneskju um áhrif verðlags á eftirspurn. Kannski héldu þau að verðteygni eldsneytis væri mjög lítil (Verðbreytingar lítil áhrif á eftirspurn) en ég tel verðteygnin vera ágæt. Fólk getur alltaf lagt bílunum, farið í minni ferðalög, notað strætó, labbað stuttar vegalengdir, hópast í bíla o.sfrv.
Kannski ekki hægt að hengja þetta allt á vinstri stjórnina. Fjármálaeftirlitið og blýantsnagararnir í því ráðuneyti koma mikið að gerð fjárlagafrumvarps og fá þeir ekki hrós fyrir að reikna með aukinni eftirspurn.
Fail.
kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.