Ólga í Framsóknarflokknum, Sigmundur vill öruggt sæti á þingi sem formaður

Það er gríðarleg ólga og klofningur í Framsóknarflokknum. Grasrótin er þreytt á þjóðernisöfgum hjá forystunni og vill breytingar. Grasrótin og kjósendur Framsóknar eru mjög ósáttir við að þingflokkurinn hefur ekki farið eftir landsfundi t.d í sambandi við stjórnlagaþingið. Nú er Framsóknarflokkurinn að missa fylgið sitt og Sigmundur Davíð hefur ákveðið að fara í örugga kjördæmið því að hann þorir ekki að bjóða sig framm í Reykjavík

Sigmundur er hér með að tryggja sér öruggt sæti. Hann gleymdi reyndar að taka það fram í tilkynningunni.

Fólkið í Norðausturkjördæminu eru nægir snillingar til að kjósa þennan flokk. Sigmundur var áður í Reykjavík og það er bara alls ekki öruggt að þingmaður frá Framsókn komi inn þar. 

Auðvitað er hrikalegt fyrir formann flokks að komast ekki á þing.

Það gerðist þegar Jón Sigurðsson var formaður Framsóknar og komst svo ekki á þing í rvk árið 2007 og hætti í kjölfarið sem formaður og snéri sér að kennslu í HR.

 

Höskuldur Þór er nýbuinn að lýsa yfir að hann vilji fyrsta sætið í Norðaustur, þannig Sigmundur og Höskuldur munu berjast á banaspjótum.

kv 

S&H

 


mbl.is Birkir Jón hættir á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband