Föstudagur, 21. september 2012
NEI sinnar í áfalli.
Þetta hlítur að vera einsog blaut tuska í andlit NEI sinna og krónu "aðdáðenda"
"Hann er ekki í vafa um að upptaka evru hafi verið rétt skref sem hafi skilað miklum árangri. Efnahagslíf Evrópu hefði vaxið hraðar eftir upptöku evru en áður en evran varð til. Evran hefði dregið til sín erlenda fjárfestingu. Verðbólga hefði minnkað með tilkomu evrunnar. Vextir hefðu einnig lækkað í Evrópu og það eitt og sér hefði stuðlað að vexti í efnahagslífi Evrópu. Samkeppnishæfi fyrirtækja hefði aukist með tilkomu evru. Hann sagði að á þeim áratug sem liðinn væri frá upptöku evru hefðu orðið til 50 milljónir nýrra starfa í Evrópu, en á áratugnum þar á undan hefðu orðið til 5 milljónir nýrra starfa. Atvinnuleysi hefði minnkað úr 9% niður í 7%. Hann sagði að þetta væri árangurinn áður en kreppan skall á árið 2008."
þetta sýnir svart á hvítu þvílik kjarabót Evran sé.
Ísland mun hagnast gríðarlega á Evrunni. Atvinnuleysi mun minnka mikið og almenn hagsæld aukast.
hvellurinn
![]() |
Evran notuð sem blóraböggull |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
"þetta er allt öllum öðrum að kenna en mér, það eru allir geðveiki ég er sú eina sem er með réttu ráði"- Evran
"20.2.4 Tengsl innlendrar hagsveiflu við hagsveiflu myntsvæðisins
Við val á myntsvæði til að tengjast þarf einnig að hafa í huga tengsl
innlendrar hagsveiflu við hagsveiflu myntsvæðisins og hversu lík innlend framleiðsla og framleiðsla svæðisins eru að gerð. Ef innlend hagsveifla og framleiðslugerð eru ólík því sem er á myntsvæðinu er hætt við því að kostnaður þess að tengjast því svæði verði meiri, í formi óstöðugleika í þjóðarbúskapnum og aðlögunar innlends vinnumarkaðar, eins og nánar er fjallað um í kafla 5. Að öllu jöfnu er því æskilegt að velja gjaldmiðil lands sem hefur sem áþekkasta hagsveiflu og heimalandið."
"Myndir 20.7-20.9 bera saman fylgni framboðsskella, útflutningsverðs og viðskiptakjara á Íslandi og í hinum sjö ríkjunum. Eins og áður hefur komið fram mælist fylgni framboðsskella mest við Svíþjóð og Noreg, en bæði þessi Norðurlönd hafa eiginn gjaldmiðil og sjálfstæða peningastefnu. Minnst mælist fylgnin hins vegar við Bandaríkin og litlu meiri við Bretland og Kanada. Svipuð niðurstaða fæst þegar fylgni útflutningsverðs og viðskiptakjara er skoðuð: fylgnin mælist almennt tiltölulega lítil, en þó mest við Svíþjóð og Bretland sé miðað við útflutningsverð"
Þarna er seðlabankinn að seigja að Evran hentar ekki hvað Efnahagslega séð ekki Íslandi en við eigum að taka hana upp af því að hún er svo stór. Grikkland, Spánn, Ítalía, Portúgal og fleiri þjóðir hafa reynt þetta og mú vilt þú að við fylgjum þeim?
Brynjar Þór Guðmundsson, 22.9.2012 kl. 10:27
En hvernig er það, er síðuhöfundur ekki maður orða sinna?
Brynjar Þór Guðmundsson, 22.9.2012 kl. 10:31
Það sem Seðlabankainn er að segja er að Evran hentar mjög vel. Það var niðurstaðan í skýrslunni.
Svo notar þú gamalt trikk NEI sinna. Grefur upp einhver lönd og kennir evrunni um.
Efnahagslegt ástand á þessum þjóðum er ekki Evrunni að kenna. Enda eru mörg lönd í Evru svæðinu að gera það mun betur á Íslandi.
+
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 22.9.2012 kl. 13:46
"Það sem Seðlabankainn er að segja er að Evran hentar mjög vel. Það var niðurstaðan í skýrslunni." Hvar seigja þeir að Evran henti Íslendingum vel? Ég bendi þarna á að seðlabankinn viðurkenni að Evran hentar Ílendingum jafn vel og Grikklandi Spáni og Portúgal(kaflinn um hagsveiflurnar) en seðlabankinn kemst að þeirri niðurstöðu að við eigum að taka upp Evruna af því að hún sé svo stór og mikið notuð af okkur. Reyndar viðurkennir Seðlabankinn það að USD sé stærri og meira notaður af okkur sem og að hagsveiflurnar séu líkari milli Íslands og USA en milli Íslands og ESB (kaflinn, Hvaða gjaldmiðill)
Þess má geta að hvergi er snert á framtíð Evrunnar nema að litlu leti í kafbla 20 en þar kemur fyrir "ef evran lifir af"
Brynjar Þór Guðmundsson, 22.9.2012 kl. 17:55
Ég vill stöðugan gjaldmiðil.
Alveg sama hvaða nafni hann kallast.
Möguleiki nr 2 hjá Seðlabankanum er að fá Dönsku krónuna. Skil ekki af hverju sú umræða hefur ekki komist á meira flug.
kv
Sleggjan
sleggjan (IP-tala skráð) 23.9.2012 kl. 10:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.