Föstudagur, 21. september 2012
Frumkvæðni, nýsköpun og vit
http://www.vb.is/frettir/76453/
"Inga María Guðmundsdóttir, eigandi dúkkulísuvefsíðunnar Dress Up Games, hefur fengið samtals 163 milljónir króna greiddar út í arð af hagnaði fyrirtækisins síðastliðin þrjú ár. Þetta gera 54,3 milljónir króna að meðaltali á ári eða 4,5 milljónir króna að meðaltali á mánuði. Arðgreiðsla félagsins nam 36 milljónum króna á síðasta ári.
Dress Up Games er að fullu í eigu Ingu Maríu sem er bókasafnsfræðingur og býr á Ísafirði. Þetta er tenglasíða sem gerir börnum kleift að finna tölvuleiki, svokallaða dúkkulísuleiki, og gengur út á að klæða persónum í föt."
Frábært framtak hjá henni Ingu. Hún þurfti ekki að væla um styrki frá ríkinu, skattaafslátt eða annarskonar ívilnanir (eins og heilsustöðin upp á velli eða gagnaver).
Þetta einstaklingsframtak sem hefur skapað henni góðar tekjur og gjaldeyrir inn í landið einnig.
Þurfum meira svona, þetta kallast verðmætasköpun upp úr engu nema hugviti.
kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.