Fimmtudagur, 20. september 2012
Afstaða stjórnmálaflokka til verðtryggingar, heildar yfirlit
"Þingmenn Hreyfingarinnar hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um almenna niðurfærslu á verðtryggðum fasteignaveðlánum heimila og afnám verðtryggingar "
"Verðtryggð húsnæðislán eru líklega ólögleg vegna MiFID neytendalöggjafar ESB sem er í gildi á Íslandi og vill flatan niðurskurð og setja sérstök neyðarlög til að breyta verðtryggðum skuldum heimilanna "
"Verðtrygging neytendalána á ekki að vera valkostur í nútímasamfélagi."
"4% þak verði sett á hámarkshækkun verðtryggingar á neytendalán á ársgrundvelli "
"Tekin verði frekari skref til að draga úr vægi verðtryggingar og núverandi úrræði fólks í greiðsluvanda rýnd meðal annars með tilliti til þess hóps sem fjármagnaði íbúðakaup með lánsveðum."
"Í tillögunni kemur fram að verðtrygging verði aflögð þegar stöðugleiki næst og boðið upp á óverðtryggð húsnæðislán sem valkost. "
"Stjórn Samstöðu, flokks lýðræðis og velferðar, krefst þess að strax verði hafist handa við afnám verðtryggingar. "
"Á Íslandi ríki efnahagslegt jafnvægi með stöðugum gjaldmiðli og þar með lækki húsnæðisvextir, verðtrygging verði lögð af, rekstrarskilyrði fyrirtækja batni og Íslendingar njóti frjálsra alþjóðlegra viðskipta."(Innskot Sleggjunnar: Greinilegt að þeir ætla ekki að beita sér gegn verðtryggingu beint, heldur láta ESB aðild laga sjálfkrafa).
"Burt með verðtryggingu fjármagns á þrem til sex mánuðum."
Allir flokkar frekar afgerandi.
Persónulega finnst mér afstaða BF skynsamlegust.
kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:23 | Facebook
Athugasemdir
Getur Sleggjan og Hvellurinn svarað mér því, hvaða verðmæti hafi orðið til, þegar Jóhanna og Steingrímur hækka álögur á áfengi og tóbak, því verðtryggður höfuðstóll verðtryggðrar innistæðu í banka, hækkar við þennan gjörning, sömuleiðis hækkar verðtryggður höfuðstóll verðtryggðs íbúðaláns.
Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 15:05
Verðmæti hafa ekki aukist í neinum skilningi. Almennt séð eykst verðmæti með því að framleiða eitthvað.
En skatttekjur jukust kannski (þ.e. ef áfengis og tóbakssala var nógu há). Eina "verðmætið" sem ég sé. Meira í ríkiskassann/samneysluna.
kv
Sleggjan
Sleggjan og Hvellurinn, 20.9.2012 kl. 15:10
það urður engin verðmæti til. 0%
ég skil ekki hvar þú færð það út
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 20.9.2012 kl. 16:08
"ég skil ekki hvar þú færð það út" veit ekki hvert þú ert að fara.
Held að allir geti tekið undir það, að það hafa engin verðmæti orðið til,eina sem varð til var froða sem engin verðmæti standa á bakvið.
Svona hagkerfi spryngur fyrr eða síðar, akkurat það sem gerðist á Íslandi, því þurfum við að afnema verðtrygginguna sem allra fyrst, og taka upp svipuð lánskjör og bjóðast á hinum Norðurlöndunum.
Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 17:42
@ Halldór
"svipuð lánskjör"---hver ætlar að lána á norðurlandavöxtunum, þú?
Eða ertu kannski að leggja til inngöngu í ESB? Það er nú gott að heyra =)
kv
Sll
Sleggjan og Hvellurinn, 20.9.2012 kl. 18:21
Miðað við þessar stefnuskráir þá er öruggt mál að verðtryggingin verður afnumin.
En háir vextir koma í staðinn.
Það er bókað mál að Íslendingar kvarta yfir þeim í staðinn.
Við getum þá ekki keypt okkur eins stórt hús og með verðtrygginguna. Það verður gaman að sjá smettið á þessum kverúlöntum þá.
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 21.9.2012 kl. 08:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.