Dögun og aðrir lýðskrumarar þurfa að skilja

http://www.vb.is/skodun/76359/

Mjög góð grein um sögu verðtryggingar á íslandi. Mæli með að fólk lesi. En lykilsetningin er:

"Verðtryggð lán á Íslandi eru engin tilviljun, lánveitendur eru ekki tilbúnir að lána óverðtryggt til langs tíma nema gegn háu álagi vegna verðbólgusögu landsins."

Þeir sem vilja banna verðtryggingu þurfa að skilja að þá hækka vextirnir. Vill fólk það? Er ekki betra að hafa val?

 Til þeirra sem tóku verðtryggt lán með það í huga að horfa á verðbólgumarkmið Seðlabankans. Hvað voruð þið að hugsa? Væri ekki nær að skoða sögu verðbólgu á Íslandi?

Orðað vel í greininni:

"Bankarnir rugluðu svo fólk í ríminu með því að hafa sjálfvalið í reiknivélum á heimsíðum sínum, þegar fólk ætlaði að skoða greiðslubyrðina af lánunum, 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans, enda þótt líkurnar á að það næðist hafi verið litlu meiri en vinningslíkurnar í Lottó. "

Þó að bankarnir voru með þessar forsendur, þá hindrar það ekki sjálfstæða hugsun hjá fólki er það nokkuð? 

kv

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Launavísitalan hefur hækkað samhliða verðbólgu og þar af leiðandi ætti greiðslubyrgðin að vera svipuð tekið tillit til kaupmátt. (stundum hækka launin meira en verðbólgan t.d í góðærinu og stundum ekki t.d í kreppunni).

 En afhverju að leggja svona mikla áherslu á að afnema verðtryggingu þegar þú getur tekið óverðtryggt lán hjá bönkunum og brátt hjá íls?

Verðtrygging: If you dont like it... dont take it.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 20.9.2012 kl. 14:32

2 Smámynd: Bragi

Rangt. Verðtrygging hvetur til verðbólgu og hærri vaxta vegna þeirrar verðbólgu. Bæði myndi lækka við afnám hennar.

Bragi, 20.9.2012 kl. 14:33

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Við nánari skoðun eru nánast allir flokkar frekar afgerandi á móti verðtryggingu

http://thruman.blog.is/blog/sleggjuhvellurinn/entry/1258622/

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 20.9.2012 kl. 15:01

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Bragi

Rétt er að almennt séð er ákveðin hvati í kerfinu.

En hann hefur ekki verið sannaður... og er óverulegur.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 20.9.2012 kl. 16:10

5 Smámynd: Bragi

Rangt. Hann er verulegur.

Bragi, 20.9.2012 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband