Hvar liggur hundurinn grafinn?

 http://www.vb.is/frettir/76373/

"Rekstur Íbúðalánasjóðs er slæmur kostur fyrir lántakendur því vextir sjóðsins eru þeir hæstu í heimi en afleitur kostur fyrir skattgreiðendur sem þurfa að dæla í hítina tugum milljarða til að halda stofnuninni ofanjarðar. Er þetta meðal þess sem kemur fram í grein Arnars Sigurðssonar, fjárfestis, sem birtist í Viðskiptablaðinu í síðustu viku.

Segir hann að nærtækast væri að loka fyrir ný útlán frá sjóðnum í núverandi mynd og kanna með hvaða hætti lánveitendur tækju á sig hluta af neikvæðri afkomu sjóðsins. Þá kæmi til greina að stofna nýjan heildsölubanka án ríkisábyrgðar sem þjónusta myndi bankastofnanir sem afgreiddu lánin gegn fyrsta veðrétti en framseldu svo veð í útlánasöfnum sínum til hins nýja heildsölubanka."

 

Semsagt Íbúðalánasjóður er dýrasti "bankinn" í heimi (hæstu vextirnir). En samt alltaf rekinn með tapi. Það virðist vera regla frekar en undantekning að ríkisbatterí tapi pening. Sama hve há verðlagningin er.

kv

Sleggjan

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

það á að leggja þetta niður eða stórbæta reksturinn.

þetta virðist vera bitlingaframleiðsla XB frekar en allt annað

fólk bendir á félagslega þáttinn hjá íbl. Ég sé ekki mikið félagslegt að lána fólki 90% verðtryggt lán á alltof dýra íbúð þegar krónan er í hámarki og verðbólgufall blasir við.

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 20.9.2012 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband