Steingrímur pólitikus

Hann Steingrímur talar útí loftið. "styrkja umgjörð krónunnar" hvað þýðir það?

Herða höftin enn frekar.

Eða losa um höftin?

Eða hafa krónuna einsog í gamla daga. Þegar stjórnmálamenn felldu krónuna eftir ósk og vilja kvótakónga.

Steingrímur þarf að vera nækvæmari... ekki lýðskrumari. Hann er betra en það.

Svo er langsótt að segja að Evran er ekki innan seilingar í bráð þrátt fyrir ESB aðild. Er hann þa að benda á Maastrich skilirðin. Við þurfum að uppfylla þau burt séð frá krónunni eða evrunni. Þetta eru kennitölur um skuldir ríkisins og aðrar hagtölur.

hvells


mbl.is Verkefnið að bæta umgjörð krónunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það er sennilega best að halda áfram með lánalengingar (eins og nú) svo að frændurnir Annar og Einhver komi til með að sitja upp með skuldirnar.

Síðan er best að halda áfram að jafna niður þannig að strax og bótum sleppi sé a-o flokkaður sem hátekjumaður.

Óskar Guðmundsson, 20.9.2012 kl. 13:07

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ég er ósammála

við þurfum að greiða niður skuldirnar sem fyrst. vaxtakostnaðurinn er gríðarlegur og ég vona að næsta stjórn gerir það

hvellurinn

Sleggjan og Hvellurinn, 20.9.2012 kl. 14:42

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Þetta var satíra af súrustu tegund. Kveiktirði ekki á því :)

Þetta var fast skot. Bræðurnir Annar og Einhver eru skyldir frændunum Ef, Hefði og Kannski og eru þeir 5 þeir aðilar sem eiga að bera allar byrðar sitjandi stjórnar. 

Nú er verið að ganga frá (þegar búið að ganga frá einu) lánum til að lengja í "gjaldeyrissamningunum".

Lánin nú, sem eru á gjalddaga 2013-15 verða í bitum framlengd um 10 ár.

Fyrsti bitinn var 100 milljarðar og var tekið 118 milljarða kúlulán (í USD með 6,15% vöxtum (já, ekki prentvilla)) og gera heimildir í fjárlögum ráð fyrir 160+300 milljarða lánm í viðbót, þ.e.a.s. gangi fjárlög óbreytt í gegn.

Á m.v. hversu langt hefur verið gengið í skerðingu krónu gegn krónu í lífeyrismálum og fjárfestingar þeirra heftar við ríkisframkvæmdir er sennilega alveg eins gott að taka helvítin bara og greiða upp skuldir.

Ég varaði reyndar við þessu... að þjóðnýting lífeyrissjóðanna væri hafinn en það var enginn að hlusta. Nú er svo komið að stjórnvöld hafa þegar greitt út "sérstaka vaxtaniðurgreiðslu" með peningum frá lífeyrissjóðunum og neita þau (aðallega Steingrímur) að greiða fyrir eða standa samninga þar að.

Við stöndum núna á barmi hyldýpisins og með grimma skepnu spillts kerfisins í rassgatinu.

Óskar Guðmundsson, 20.9.2012 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband