Sorglegt

Það er alltaf verið að reyna að spara. En aldrei skorið niður á réttum stöðum.

"Frá árinu 2004 hafa framlög til almennrar sérkennslu í grunnskólunum aukist um 67% og til sérkennslu vegna einstaklingsúthlutana, sem eru ýmsar fatlanir, um 113%."

Þetta er ólíðandi. Að sérkennslan kosti okkur milljarða og langt umfram í okkar nágrannalöndum er peningasóun.

Það er kominn tími á að við tökum til í grunnskólum landsins.

Það sparar pening og er vilji kennara.

hvells


mbl.is 27,5 % nemenda fengu sérkennslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hef lengi bent á að það þarf að fækka sérkennslum og "stuðningsfulltrúum" inan grunnskólanna.

Hef fengið ákúrur fyrir að segja þetta enda ekki pólítískt rétt að segja sannleikann í sumum málum

kv

sleggjan (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 11:54

2 identicon

Hér ættu menn að huga fyrst að ólíkri skráningu. Hér telur jafnt nemandi sem fer einu sinni í sérkennslu og annar sem er í sérkennslu alla daga. M.ö.o. þá segir prósentutalan lítið og er í besta falli villandi

Sigurður (IP-tala skráð) 22.9.2012 kl. 14:31

3 identicon

Ég er ekki viss um að aðstandendur barna sem þurfa á sérkennslu að halda, og fá hana finnist þetta vera sorgleg peningasóun. Talandi um að skera niður á réttum stöðum, þá væri þetta rangur staður til að skera niður fjármagn að mínu mati.

Við sem erum andlega og líkamlega í stakk búin til að mennta okkur og vinna, eigum ekki að sjá eftir þeim peningum sem fara í að hjálpa þeim sem eru ekki eins heppnir og við sjálf.

Rúnar (IP-tala skráð) 24.9.2012 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband