Fimmtudagur, 20. september 2012
Huang er meðetta
Þetta eru ánægjulegar fréttir. Ferðamannastraumur til Íslands mun aukast sem eykur atvinnu. Eitthvað sem er mjög mikilvægt útá landi. Hér mun koma erlend fjárfesting inn í landið sem mun skapa gríðarlega atvinnu og tekjur fyrir íslenska þjóðarbúið. Þetta mun skapa miklar gjaldeyristekjur sem mun auka lífskjör okkar Íslendinga.
Það eru margir úrtölumenn sem halda að þetta er liður í að Kína er að næla sér í einvherskonar heimsyfirráð... en það er fásinna.
Til hamingju Ísland.
hvells
![]() |
Huang segir samkomulag í höfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hann hefur áður sagt þetta og ekki verið að marka..
Jón Ingi Cæsarsson, 20.9.2012 kl. 08:52
Mikið rosalegir einfeldningar eruð þið. Þarf ekki annað en að skoða dæmin í Svíþjóð og Finnlandi og einnig í Afríku hvernig þeir hafa logið sig inn og svo er ekkert staðið við eitt né neitt og brostnar vonir hjá fólki eins og ykkur sem trúðuð því virkilega að ætti að fara að gera eitthvað. Myndin er miklu stærri en svo að ykkur sé fært um að skilja hvað er í gangi. Dulbúin fyrirtæki sem ekki er hægt að staðfesta eignarhald eða nein deili á, á aldrei að eiga viðskipti við, því bara það eitt og sér ætti að segja allt um hvað er í gangi.
Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 08:57
Ég er sammála Sleggjunni, en ekki Sigurði.
Viðskipti við Kína hefur t.d. reynst Malasíu og Ástralíu mjög vel, auk nokkurra Afríkuríkja. Varðandi Afríku þá er áhugavert að bera saman samskipti Vesturlanda og Kína við nokkur ríki þar. Vesturlönd hafa komið fram við Afríkubúa eins og þurflingar, en Kína á viðskiptum sem hefur reynst skynsamar og betra. Vek athygli á bókinn,,Dead Aid. Why aid is not working and how there is another way for Africa.” eftir Dambisa Moyo, sem var áður starfsmaður Alþjóðarbankans og Kofi Annan mælir með bókinni. Hún gagnrýnir þróunaraðstoð, sem nýtist oft ekki m.a. vegna þess að það dregur úr sjálfsbjargarviðleitni. Í síðarnefndu bókinn er kafli sem heitir: ,,The Chinese are Our Friends”, þar sem höfundur færi rök fyrir því að kínverjar hafa gert mun meira gagn en alþjóðarstofnanir og mörg vestræn ríki. Svipað kemur fram í nýlegum þætti frá BBC um kínverja í Afríku. Fyrir utan að hafa skapað fjölda nýrra starfa hafa þeir komið á samkeppni og aðkoma þeirra einkennist af alþjóðaviðskiptum. Saga nokkura Vesturlanda m.a. Bretlands og Belgíu, í Afríku hefur þar á móti einkennst af ofbeldi. Bandaríkjamenn telja rangt að ríki eigi frekar viðskipti við Kína en þá vegna mannréttindabrota. Því miður hef ég orðið var við Bandaríkin hafa ekki orða á sig fyrir að virða mannréttindi m.a. vegna dauðarefsinga, pýndinga og að styðja grimma einræðisherra.
Kristján H. Kristjánsson, 20.9.2012 kl. 09:02
Sammála Kristján. Þú kemur sterkur inn og ert mjög málefnalegur... annað en hinir.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 20.9.2012 kl. 09:04
Hér eru nánari upplýsingar um samstarf Afríku og Kína
http://www.focac.org/eng/
Kristján H. Kristjánsson, 20.9.2012 kl. 09:05
Þetta eru fróðlegar upplýsingar Kristján og gott ef satt er.
En stjórnvöld á Íslandi hafa farið þannig með þetta Huang mál að almenningur er fullur efasemda og vantrausts. Og lái þeim hver sem vill.
Það er líka stór spurning hvort við viljum flokkast undir "China-model" og þiggja hálfgildings þróunaraðstoð meðan Össur sendir milljarð í þróunarastoð greinilega við litla lukku fólks eins og Dambisa Moyo sem gagnrýnir þróunaraðstoð "sem nýtist oft ekki m.a. vegna þess að það dregur úr sjálfsbjargarviðleitni" eins og þú vitnar í úr bók hennar.
Tvískinnugur og ógagnsæi núverandi stjórnvalda bjóða upp á þessi "ómálefnalegheit" sem er eru að ónáða hvells.
Sigrún Guðmundsdóttirs (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 09:42
Hvað kemur til að kínverskt dagblað gerir frétt úr þessu?
Vekur það engan til umhugsunar?
Árni Gunnarsson, 20.9.2012 kl. 10:29
þetta er ekki þráunaraðstoð. þetta er einfaldlega fjárfesting í ferðarþjónustu. ef nubo væri frá t.d Búlgaríu þá ætti hann Grímastaðir í dag gegnum EES samninginn.
Nubo er ekki einusinni að kaupa heldur leigja.
og nei Árni. það skiptir engu máli þó að dagblað í kína veitir viðtal við nubo
hvað á það að vekja til umhugsunarinnar?
þetta er frekar sorgleg umræða
hvellurinn
Sleggjan og Hvellurinn, 20.9.2012 kl. 10:40
Ásakar menn um að vera ómálefnalegir...ætli það sé ekki frekar að þeir séu raunsærri en þú ;-)
http://ruv.is/frett/kannast-ekki-vid-samning-vid-huang
Jón Ingi Cæsarsson, 20.9.2012 kl. 10:46
Sæl Sigrún – Ég er sammála varðandi stjórnvöld á Íslandi og skammast ég mig fyrir Íslenska ,,stjórnsýslu”. Annars vegar talar ráðherrar um mikilvægi þess að fá erlenda fjárfesta og þegar þeir birtast er gert allt til þess að fæla þá í burtu. Margar þjóðir, m.a. Danir, sækjast eftir Kínverskum fjárfestum en ég held að vegna þess að Íslendingar voru lengi nánast einangrið frá umheiminum og bjuggu í torfkofum, þá óttast þeir þá sem líta ekki eins út og þeir. - Ég held að það sé nauðsynlegt að taka upp þrígreiningu ríkisvald. Í dag ákveður Alþingi hvaða þingmenn fá að fara með framkvæmdavaldið og ráðherrar ákveða hverjir fara með dómsvaldið. Mér finnst eins og ráðherrar halda stundum að þeir þurfa ekki að fara eftir lögum vegna þess að þeir fara einnig með löggjafarvaldið. Einnig að það er ekkert að marka það sem þeir segja m.a. loforðum.
Kristján H. Kristjánsson, 20.9.2012 kl. 11:06
Sæll Kristján - Takk fyrir gott svar.
Sleggja og Hvellur - Auðvitað er þetta ekki þróunaraðstoð. En það er ekki hægt annað en stríða ykkur, svo hrokafullir eruð þið oft í pistlunum ykkar og alltaf í tilsvörum.
En við vantreystum stjórnvöldum. Nú segja fréttir ýmist að nefnd sé á leið út til Kína til að skrifa undir eða að Nubo sé að koma.
Og þá byrjar ballið; Össur og félagar bíða spenntir með pennan tilbúinn eftir lopapeysuklæddum ljóðunnandanum og Ömmi félagi þeirra í þessari blessuðu ríkisstjórn berst um á hæl og hnakka til að hrekja hann á brott... Hjálp!
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 11:42
Konfúsíus lagði mikla áherslu á menntun og til forna þurftu þeir sem vildu fá embætti hjá keisara að taka próf. Meðal annars áttu þeir að semja ljóð, sem mér finnst skynsamlegt vegna þess að þá er verið að prófa þá m.a. í skapandi hugsun. Þetta minnir mig á grein um Ólaf Jóhann Ólafsson þar sem kom fram að það þótti kostur við hann í viðskiptalífinu að hann var bæði með eðlisfræðimenntun (minnir mig) og samdi skáldsögur. Ég las einnig fleiri dæmu um að það þótti eftirsóknarvert hjá fyrirtækjum að fá einstaklinga með huglæga hæfileika m.a. skapandi hugsun.
Kristján H. Kristjánsson, 20.9.2012 kl. 11:56
@Sigurður
Ef Huang heldur sig innan laganna hér á Íslandi er ekki sjénns á neinum yfirráðum.
Getur þú frætt okkur hvernig hann á að komast í yfirráð yfir einhverju sem við viljum ekki miðað við núverandi lagaramma?
Út í loftið hjá þér að mínu mati.
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 11:59
Rétt er það að umræðan er fremur sorgleg þegar þess er gætt að ef allt fer sem horfir þá gæti tyrkneskur múslimaklerkur keypt Reykjahlíð við Mývatn, Úthlíð í Biskupstungum og svo Möðrudal á Efra- fjalli og reist moskur á stærð við Egilshöllina á hverju landshorni.
Þá yrði komið sannfærandi fjölmenningarsamfélag á Íslandi.
Árni Gunnarsson, 20.9.2012 kl. 12:12
Kristján, það er mikið til í þessu hjá Konfúsíusi og Ólafi Jóhanni Ólafssyni.
- En þetta virkar falskt á mörg okkar hjá Nubo.
Fyrir utan að ég er ekki viss um að hatursmenn DO séu sammála því að þetta sé eftirsóknarverður kostur ;)
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 12:18
Ég hef ekkert á móti Kínverjum, frekar en öðru fólki.
En það er þessi "hagnaðar"-gulrót stóru fréttamiðlanna, sem flækist dálítið fyrir mér. Hvað er raunverulegur hagnaður?
Það sem mér finnst gífurlega mikils virði, finnst öðrum einskis virði, og jafnvel heimskulegt!
Raunveruleg verðmæti verða aldrei metin til fjár. Sem eru lif, heilsa og velferð alls fólks í veröldinni, án landamæra. Mér líður ekki vel með mín forréttindi, ef aðrir þurfa að svelta fyrir þau forréttindi.
Við getum byrja hér heima á litla Íslandi, að velta fyrir okkur merkingu orðsins: RÉTTLÆTI!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.9.2012 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.