Þriðjudagur, 18. september 2012
Þökkum vinstri stjórninni.
Þetta er í rauninni sorgleg staðreynd. Norræna velferðarstjórnin vill ekki að við verðum á pari við t.d Danmörku þegar kemur að frelsi í viðskiptum. Þetta er stórundarlegt og klappstírur ríkisstjórnarinnar finnst þetta jákvæðar fréttir. Hvað er þá markmiðið? Neðsta sætið?
Það eru svona hlutir sem mun valda því að vinstri stjórnin mun ekki fá endurkosningu.
hvells
![]() |
Ísland á pari með Sádi-Arabíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fyrst og fremst vegna gjaldeyrishafta. Sem er hverjum að þakka?
Þeir sem hafa stjórnað síðustu áratugi hafa ekki vilja sækja um ESB og fá stöðuleika. Ekki var það vinstri stjórnin.
Eða af hverju heldur þú að Ísland hefur fallið niður, vegna skattahækkana?
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 08:50
Kemur það mönnum virkilega á óvart að hálfvitastjórn Hrunflokkanna, Íhaldsins + hækjunnar, hafi haft mjög neikvæðar afleiðingar fyrir þjóðarbúið?
Þá erum við með forseta ræfil sem spillir fyrir okkur erlendis með blaðri sínu og Samtök atvinnulífsins eru meira og minna ónýtar stofanir vegna vanhæfni þeirra sem þar ráða.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 09:16
Það kemur ekki á óvart að greyin skríði nú inn á þetta blogg til að verja hafta og afturhalds-íhalds ríkistjórnina. Það eru nú fjögur á að verða síðan hrunið var og núverandi stjórn búin að ráða öllu sem hún vill á þeim tíma. Sú stjórn hefur hert höftin frekar en slakað. Það er engin vafi á því að frelsi einstaklingsins er í síðasta sæti hjá henni, þar eru möppudýrin og ríkið æðst.
kallpungur, 18.9.2012 kl. 20:10
Hvaða forsendur hefur Sjálfstæðisflokkurinn til að losa höftin? Ég er á því að þessi höft tengjast ekki hægri vinstri, kapítal, sósíal.
Ill nauðsyn.
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 20:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.