Mánudagur, 17. september 2012
Skúbb í boði Sleggjunnar
Hef heimildir hjá starfsmanni í Silicon dal að Facebook hyggst feta í fótspor Linked-In og bjóða upp á þann möguleika að sjá hver er að skoða prófílinn sem þú átt. Hver er að skoða myndirnar þínar o.s.frv.
"WHO´S VIEWED YOUR PROFILE".
Linked-In er aðalega myndasíða, einnig stór samskiptafaktor líkt og Facebook. Og Linked er að rukka fyrir þessa þjónustu.
Facebook hefur átt í vandræðum með hlutabréfaverð. Margir hafa ekki trú á tekjumöguleikum hjá Facebook. Spá mín er að ef Facebook byrjar að bjóða upp á "WHO´S VIEWED YOUR PROFILE" þjónustu gegn gjaldi þá bætist staða Facebook gríðarlega.
Ég vill halda því fram að Facebook mun varla hafa áhyggjur af peningum í nánustu framtíð. Svo vinsælt held ég að þetta muni verða.
Hégómagrirnd og forvitni einstaklings á sér engin takmörk.
kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
já sæll
það er ekkert annað
er linked in aðalega myndasíða? hélt að þetta væri meira svona ferilskrá síða fyrir fyrirtæki og fyrir þá sem vilja efla tenglsanetið í viðksiptalífinu.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 18.9.2012 kl. 08:28
Já, alveg örugglega líka, er ekki kunnugur þessu fyrirtæki.
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 08:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.