Mánudagur, 17. september 2012
Kostir Evruaðildar augljósir
"Jákvæðu atriðin væru aftur á móti aukin milliríkjaviðskipti, en utanríkisviðskipti Íslands eru í dag frekar lítil sem hlutfall af landsframleiðslu. Kemur fram í skýrslunni að umfang utanríkisviðskipta gæti aukist um 8-23%, en að jafnaði bendi rannsóknir til þess að viðskipti aukist um 10%. Í framhaldi af auknum utanríkisviðskiptum verði varanleg innlend framleiðsla meiri og landsframleiðsla á mann gæti hækki um 1,5 til 11% samkvæmt rannsóknum á ríkjum sem hafi gengið í evrusamstarfið. Að auki verði aðgangur að stærri fjármagnsmarkaði með engri gengisáhættu og lægri vöxtum."
Almenningur mun hagnast gríðarlega á Evru aðild... þvert á það sem NEI-sinnar hafa veirð að ljúga að almenningi.
hvells
![]() |
Lítill ábati af evruaðild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kostuleg fyrirsögn miðað við staðreyndirnar
sll
Sleggjan og Hvellurinn, 17.9.2012 kl. 19:30
Ég vona að enginn haldi niðri í sér andanum á meðan Ísland vinnur að því að uppfylla ESB skilyrðin fyrir evruupptöku...
Kolbrún Hilmars, 17.9.2012 kl. 19:31
"Kemur fram í skýrslunni að umfang utanríkisviðskipta GÆTI aukist" á hverju var þetta byggt? Ég gat ekki séð betur en að þetta hafi átt við austurblokkina í góðæri.
Brynjar Þór Guðmundsson, 18.9.2012 kl. 06:48
það er eðlilegt að NEI sinnar eru í áfalli.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 18.9.2012 kl. 08:29
Bjarni&co, hvað meinar með að Fullveldissinnar séu í áfalli?
Skýrslan gerir fátt annað en að gera ESB sinnum lífið leitt, eftir því sem ég glugga meira í henni verður mér ljóst hversu versnandi staða ESB sinna er í raun. Bls. 522 kafli 20. ESB sinnar hafa haldið fram að við Íslendingar eigum að skipta út Krónu fyrir evru af því að meirihluti viðskipta Íslands fari fram í Evrum og hafa haldið fram allt að 80%. Samkvæmt skýrslunni þá er það bull en þar kemur fram að utanríkisviðskiftin eru aðeins 32% í Evrum en 36% í US dollörum.Þannig að ég hefði haldið að ESB sinnar væru í áfalli þegar þeir lesa þetta og gott betur en það, þar kemur fram
"Tafla 20.1 sýnir einnig fylgni útflutningsverðs og viðskiptakjara
Íslands og annarra iðnríkja, en ætla má að sveiflur í þessum tveimur
stærðum vegi nokkuð þungt í framboðsskellum lítilla og opinna hagkerfa eins og þess íslenska.12 Eins og sjá má virðast sveiflur í verðlagi iðnríkja yfirleitt á bilinu 0,4-0,6. Eðlilegra er hins vegar að bera saman útflutnings Íslands tengdastar sveiflum í verði útflutnings Svíþjóðar en sveiflur í viðskiptakjörum tengdastar sveiflum í viðskiptakjörum Nýja-Sjálands. Reyndar virðast tengslin á þessa mælikvarða hvað sterkust við Nýja-Sjáland, sem hefur að ýmsu leyti svipaða framleiðslu- og útflutningsuppbyggingu og Ísland, eins og rakið er í kafla 4.13 Tengslin við stóru myntsvæðin, evrusvæðið og Bandaríkin, eru hins vegar fremur veik á þessa mælikvarða"
Sveiflur hagkerfa hafa mikið með það að segja hvernig myntsamstarf gengur en það er ein að ástæðunum fyrir vanda ESB með Evruna. Með öðrum orðum er seðlabankinn að seigja að Ísland sé í raun lélegur kandidat fyrir evru og að ef við tækjum upp evru myndum við(að hagkerfinu óbreyttu) fara sömuleið og Grikkland, Spánn, Kýpur Portúgal svo eithvað sé tekið.
Ef þú/þið síðuhöfundur ert samkvæmur/samkvæmir sjálfum ykkur, þá vænti ég þess að uppgjöf ykkar sem og ESB félaga ykkar sé í námd(svo ég vitni bara í ykkar orð
Brynjar Þór Guðmundsson, 18.9.2012 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.