Mánudagur, 17. september 2012
Þá höfum við það. Nei-Sinnar hafa verið á villigötum
Evran besti kostur. Kemur skýrt fram.
Nei-sinnar tala um Kanadíska dollarann (!!!), Norsku krónunna, USD o.s.frv. Aldrei töluðu þeir um dönsku krónunna sem er kostur nr 2.
Uppgjöf Nei-Sinna er í nánd.
kv
Sleggjan
![]() |
Segja evruna besta kostinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hver trúir þessum manni yfir höfuð?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.9.2012 kl. 17:34
Már gerði ekki skýrslunna svo það sé á hreinu.
kv
sll
Sleggjan og Hvellurinn, 17.9.2012 kl. 17:46
Þetta álit kemur manni ákaflega mikið að óvart.
Ragnar Gunnlaugsson, 17.9.2012 kl. 17:46
Íslenska krónan er að sjálfsöðu best og ég tala nú ekki um, ef tekið er eitt núll af henni á svona 20 ára fresti. Reynslan var sérstaklega góð hér um árið og kom vel út fyrir landann, sællar minningar.
Það er eitthvað mikið að þessari þjóð.
Ég hélt að það færi eftir því, hvernig samfélag er rekið, en ekki hvað gjaldmiðillinn heitir, sem gefur honum gildi.
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 17:58
Það er tvennt sem ég vill benda á, í fyrsta lagi þá er þessi skýrsla til þess að benda á kosti og galla gjaldmiðla, ég hef ekki séð hana en ef það er svo að þeir eru farnir að tala um að einn gjaldmiðill sé bestur, þá eru skýrsluhöfundar komnir yfir strikið.
Svo er annað það þýðir ekki fyrir okkur íslendinga að taka upp gjaldmiðill sem er utan evrópu því að við notum evrópskt reikniregluverk, þess vegna er tímasóun að pæla í dollar
valli (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 18:01
Furðuleg niðurstaða.Til þess að taka upp evru þurfum við að ganga í ESB.Norðmenn eru neikvæðari en nokkru sinni fyrr.Bretar íhuga að bakka út og svo má ekki gleyma hugmyndum ESB að banna fiskveiðar í nokkur ár og við verðum væntanlega dregnir með þrátt fyrir þá fyrirhyggju að taka upp kvótakerfi og friða stofninn.Mín niðurstaða:Gleymum þessu í bili og tökum þetta upp eftir nokkur ár.
josef asmundsson (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 18:03
Það eru fleiri og fleiri sem telja þetta rétta valkostinn.
Óðinn Þórisson, 17.9.2012 kl. 18:11
Það er hollt fyrir allan almenning að gefa sér þann tíma að lesa að minnsta kosti 1. kafla skýrslunnar.
Kafli 1.8: "En þá þarf að hafa í huga að víða í ritinu er að finna niðurstöður sem benda til þess að val á gjaldmiðils- og gengisstefnu skipti e.t.v. minna máli fyrir efnahagslega
velferð og stöðugleika en halda mætti ef tekið er mið af umræðunni um þessi mál. Dæmi um þetta er hvernig ríki komu út úr fjármálakreppunni (sjá kafla 16 og 17) og hversu hætt er við eignaverðsbólum innan og utan myntbandalags (sjá kafla 11). Þar kemur í ljós að stefnan í ríkisfjármálum,
uppbygging og regluverk um fjármálakerfið og hvatar og möguleikar einkaaðila til lántöku skipta mun meira máli, að því er best verður séð af þeirri takmörkuðu reynslu sem fyrir liggur."
Fyrr í skýrslunni: "Miklar sveiflur í einkaneyslu eru meðal helstu ástæða þess hve sveiflukenndur íslenskur þjóðarbúskapur hefur verið í samanburði við þjóðarbúskap annarra ríkja. Að staðalfrávik breytinga í einkaneyslu skuli vera talsvert meira en staðalfrávik hagvaxtar er umhugsunarefni, en þessu er yfirleitt öfugt farið meðal annarra ríkja. Sveiflur í einkaneyslu hér á landi stafa að verulegu leyti af sveiflum í útgjöldum vegna hálfvaranlegrar og varanlegrar neysluvöru sem virðast nátengdar sveiflum í gengi krónunnar. Þessar sveiflur eru jafnframt langtum meiri en virðist mega rekja til sveiflna í útflutningi og viðskiptakjörum."
1. Skiptir sem sé litlu máli fyrir efnahagslega velferð hvaða stefna er valin. Okkur hefur samt tekist að komast betur út úr áföllunum en Írum. Af hverju?
2. Fjármálakerfi okkar er vanþróað. Sveiflur á breytingum í einkaneyslu má svo að öllum likindum rekja til verðtryggingarinnar, þó höfundar skýrslunnar nefni það ekki en það má lesa það út úr verðtryggingarskýrslunni sem kom út um daginn.
Punkturinn er sá að hvort sem við verðum áfram með krónu eða ætlum að taka upp evru verðum við að taka til hér innanlands. Taka til í fjármálakerfinu en það verður ekki gert án þess að taka til pólitískt.
Eftir það eru allir vegir færir fyrir eitt ríkasta land í heimi með allar sínar auðlindir og þá framtíð sem blasir við á Norðurslóðum.
Bragi, 17.9.2012 kl. 18:25
Auðvitað ættum við að taka upp dollar.
Við eigum mest viðskipti í dollurum, ekki evrum einsog búið er að trúa okkur um !
Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 18:39
NEI sinnar eru greinilega í áfalli
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 17.9.2012 kl. 19:12
Sleggja og Hvellur, við erum aðallega í áfalli vegna þess að búið að telja okkur trú um að nú værum við með ópólitískan Seðlabankastjóra. En það er nokkuð ljóst að það er Már ekki. Og starfið er honum greinilega ofviða þar sem búið er að koma honum fyrir hringinn í kringum ESB borðið - eða hræið af því.
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 19:51
Mar kom ekki að skýrslugerðinni og hafði ekki áhrif á niðurstöður.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 17.9.2012 kl. 19:54
OK
En finnst þér ekki ósmekklegt að persónuleg skoðun Seðlabankastjóra skín í gegn og hann leyfir sér að tala niður eigin gjaldmiðil?
Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 19:58
hann er ekki að tala niður eigin gjaldmiðil. evran og krónana eru helstu kostir... kanadadollar er neðar á listanum
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 17.9.2012 kl. 20:25
svo er sú staðreynd að það sé hægt að tala niður gjaldmiðil.... er bara merking um hversu veikur gjaldmiðillinn er.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 17.9.2012 kl. 20:35
"Af þeim ERLENDU gjaldmiðlum væri evran vænlegasti kosturinn, en þó væri hagsælast fyrir Íslendinga að halda í Íslensku krónuna" "og var þar meðal annars bent á að sveigjanleiki raunlauna á Íslandi væri stór kostur sem hefði minnkað atvinnuleysi eftir efnahagshrunið. Með því að færa sig yfir í evruna væru Íslendingar einnig að missa stjórntæki sem krónan sé og að sá efnahagsvandi sem nú geisar á evrusvæðinu væri stór áhættuþáttur þar sem ekki væri fyrirséð um hvort samstarfið myndi líða undir lok"
Með öðrum orðum, af öllum gjaldmiðlum er Evran í öðru sæti og Íslenska krónan í því fyrsta .Ég ætlast til þess að síðuhöfundar séu samkvæmir sjálfum sér með fullirðingu um uppgöf andstæðingana og að uppgjöf ESB-sinna sé í námd
Brynjar Þór Guðmundsson, 18.9.2012 kl. 06:38
Tilvísanirnar eru frá Mári Guðmundsyni
Brynjar Þór Guðmundsson, 18.9.2012 kl. 06:39
Að halda að af því að einhver stofnun gefur út skýrslu sem segir eitthvað að þá sé hinn stóri sannleikur kominn fram er alveg ótrúleg vitleysa.
Fólk er síðan svakalega fljótt að hafa skoðun á svona stóru máli en fæstir hafa gefið sér tíma til að rannsaka þetta eitthvað. Ég mæli með mynd sem fjallar almennt um sögu peninga til að fá meiri upplýsingar um hvernig þetta allt saman virkar, sjá: The Money Masters
Mofi, 18.9.2012 kl. 08:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.