Kosningar og XD

Kosningaslagur í öllum flokkum er hafinn. Fréttir hafa borist um nokkra sem ætla ekki að bjóða sig fram aftur. Núna er fyrsta fréttin komin um einhvern sem býður sig fram og setur markið hátt. Það eru auðvitað tíðindi að Hanna Birna Kristjánsdóttir, gefi kost á sér í fyrsta sæti í Reykjavík fyrir komandi þingkosningar. „Verði það niðurstaðan að almennu flokksfólki verði veitt tækifæri til þess að velja á listann í prófkjöri,“ bætir Hanna Birna við.

Ég tel fráleitt annað en að Sjálfstæðisflokkurinn hafi prófkjör til að stilla upp á listana – í stað þess að hverfafélögin og uppstillingarnefndir handvelji á þá.

Ég er ekki í vafa um að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Illugi Gunnarsson og Tryggvi Þór Herbertsson munu öll verða í skotlínunni í prófkjörunum bjóði þau sig fram aftur – en ekki er annað vitað á þessari stundu.

kv

sll


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þorgerður kúlúlána drottning höfundur nefskattsins fyrir RÚV, hún kemst náttúrulega ekkert á lista xD til að ná inn á þingi. Enda á hún heima í SF með ESB sinnunum.

Illugi, Guðlaugur og Tryggvi sennilega komast inn á þing en það er ekkert garentí.

Anna Birna verður í fyrsta sæti Reykjavíkur, og reykjvíkingar missa þar góða stjórnmálakonu og starfskraft.

Bara mínar vangaveltur.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 17.9.2012 kl. 06:09

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hanna Birna er að fara á móti Illhuga a.k.a Sjóð 9 gaurinn og Guðlaug Þór a.k.a 40milljóna FL Group styrkurinn.

Þetta verður létt hjá Hönnu Birnu.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 17.9.2012 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband