Laugardagur, 15. september 2012
Tekjur og gjöld
Það er gaman að álykta um eyðslu. Eyða í þetta og hitt. Voða gaman
Það væri heiðarlegra að nefna hvar peningurinn á að koma fyrir þessu öllu.
Hvar í velferðarkerfinu á að skera niður??
hvellurinn
![]() |
Ný stjórn UVG á höfuðborgarsvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Í staðinn fyrir að ráðast alltaf á velferðarkerfið þá mætti til dæmis:
Setja höft á innflutning á bílum.
Setja höft á 3ja vikna reisur til útlanda í eina á ári, í staðinn fyrir tvisvar eða þrisvar á ári.
Þeir sem sækja um atvinnuleysisbætur verða skila inn 40 tíma vinnuviku fyrir vinnu hjá borg og bæ við hvað sem þarf að gera. Til dæmis að þrífa umhverfið.
Hömlur á innflut áfengi.
En auðvitað er þetta ekki hægt því Ísland er ekki sjálfstæð þjóð lengur, EES/ESB mundi vera fljótir að stoppa þetta.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 15.9.2012 kl. 19:39
Til framtíðar mætti hugsa sér að banna lántökur ríkisins í þeim tilgangi að bjarga einkareknum fjármálafyrirtækum. Slíkt gæti sparað hundruðir milljarða.
Starbuck, 15.9.2012 kl. 19:52
Sammála Starbuck. ein önnur leið til að spara. Ef að fyrirtæki eða banki getur ekki staðið í eigin fætur, þá verða þeir bara að fara á hausinn.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 15.9.2012 kl. 21:58
Sæll.
Af hverju geta vinstri menn ekki lært af sögunni? Það er búið að reyna þetta og þetta virkar ekki. Þetta sósíaldemókratíska módel sem fylgt hefur verið í Evrópu er komið að fótum fram, þessar þjóðir eru að drukkna í skuldum. Sovétríkin urðu gjaldþrota og greiddu ekki sínar skuldir með því að líta stöðugt framhjá markaðslögmálunum.
Hvað er svona flókið við þetta?
Hið opinbera á að hætta stöðugri afskiptasemi sinni. Núverandi kreppa er algerlega búin til af opinberum aðilum með afskiptasemi sinni, alveg eins og kreppa mikla. Hvar er nú söguþekkingin? Skólakerfið virðist hafa klikkað alveg hrikalega að geta ekki haldið þessum einföldu atriðum að fólki.
@2: Það sem þú lýsir er kallað sósíalismi. Hann virkar ekki, nema hugmyndin sé stöðnun og slæm lífskjör.
Helgi (IP-tala skráð) 15.9.2012 kl. 22:43
Jóhann
Svo betur fer er þetta EKKI hægt.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 16.9.2012 kl. 12:06
Jóhann er að benda á leið sem hljómar ekki spennandi.
En það er leiðinleg staðreynd að vita til þess að við Íslendingar erum alltaf í verslunarferðum erlendis og erum að eyða MEIRI gjaldeyrir úti en allir erlendir ferðamenn eyða hér heima. Það er mjög sorglegt.
Hvernig er hægt að sporna við þessu. Annaðhvort að vekja upp meðvitund hjá Íslendingum með auglýsingum og "forvörnum" , ef það dugar ekki ,þá kannski fara leiðina hans Jóhanns? Hvað annað er hægt.
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 09:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.