Fimmtudagur, 13. september 2012
Fin tillaga en gagnslaus.
Þetta er fín tillaga. Að spyrja þjóðina hvort hún vilji halda áfram. Það væri alveg ágætt og gæti skapað umræðu um ESB á einhverju vitmunalegu plani (stórefa það samt).
En þetta er í raun tilgangslaus tillaga. Þjóðin mun kjósa um samninginn þegar hann lyggur fyrir í þjóðaratkvæðisgreiðslu.
Það meikar ekki sens að fara í þjóðaratkvæðisgreiðslu um hvort við eigum að fara í þjóðaratkvæðisgreiðslu.
hvells
![]() |
Kosið verði um aðildarviðræður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
hvells. Segðu það bara berum orðum að okkur kjósendum komi ekki við hvaða rugl, og bankaráns-hertaka AGS-EES-ESB er í gangi!
Við getum sleppt því að eyða skattpeningum almennings í tilgangslausar og ómarktækar Prúðuleikrits-kosningar, sem stjórnað er af AGS-EES-ESB!
Teborðshreyfingin er alþjóðlegt stjórnsýslu-afl, og hefur verið það í margar aldir.
Nú er komið að því að hver og einn taki 100% ábyrgð á sínum áróðri, orðum og gjörðum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.9.2012 kl. 14:19
Það má segja að VG - sé með þetta í sínum höndum - fylgishrun er það sem bíður VG ( sem er reyndar hitt besta mál ) ef þeir loka þessu máli ekki á einhver hátt
Þeir geta vart farið í næstu kosningar í apríl 2013 og að flokkurinn sé á móti esb.
Þetta snýst reyndar að hluta um næstu kosngar þar sem stjórnarflokkarninr munu ekki ná meirihluta og því rétt að hanga á völdunum og sjá hvort þeir geti ekki platað ÁED og VH og aðra Framsóknarmenn með.
Óðinn Þórisson, 13.9.2012 kl. 14:55
VG er á móti inngöngu ESB, en vilja samt láta þjóðina ráða. Auðvelt að ganga til kosninga í þeim dúr.
Tala nú ekki um uppganginn í efnahagslífinu.
kv
sll
sleggjan (IP-tala skráð) 13.9.2012 kl. 14:58
"Að spyrja þjóðina hvort hún vilji halda áfram. Það væri alveg ágætt og gæti skapað umræðu um ESB á einhverju vitmunalegu plani (stórefa það samt).En þetta er í raun tilgangslaus tillaga"
Með öðrum orðum þá segir þú að það sé tilgangslaust að spyrja þjóðina hvor hún vilji halda áfram að henda miljörðum í þetta þegar ríkisjóður er rekinn með halla, teppi raðuneitin þegar aldrei hefur legið meira á að þau sinni sinni vinnu svo ekki sé talað um að þetta klífur þjóðina og og tiortímir öllum möguleikum á að menn getu unnið saman.
Ég verð bara að vera ósammála síðuhöfundi með þetta, ég stend á því og hef staðið á að þjóðin eigi að eiga fyrsta og síðasta orðið í þessu máli
Brynjar Þór Guðmundsson, 13.9.2012 kl. 16:00
Óðinn. Ég vil þakka þér fyrir að segja sannleikann um að verið er að reyna að blekkja ÁED og VH til fylgis við samspillingar-svikamylluna. Ég stend með ÁED og VH í þessu máli! Ég stend og fell með minni réttlætis-sannfæringu og innsæi! Ég er ekki hrædd við að standa með mínum skoðunum, og segja þær hvar sem er.
Það er skylda allra ábyrgra einstaklinga, að segja satt og rétt frá, og standa með réttlætinu og mannúðinni, óháð flokkstengslum og ættar-klíku-spillingu.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.9.2012 kl. 16:27
Brynjar
Þú segir "milljörðum" einsog Ásmundur Einar. Viltu bakka upp þessa staðreynd.
Anna
Þú ert með ekkert innæi. Bara froðu og rugl.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 13.9.2012 kl. 16:41
Bjarni&co
http://www.evropuvaktin.is/frettir/14916/
"Þetta virðist þó byggjast á afar veikum forsendum til að mynda því að ekki er gert ráð fyrir að breyta stofnanaumhverfinu hér á landi þó að fyrir liggi að Evrópusambandið krefjist slíkra breytinga í aðildarferlinu. Ennfremur virðist innbyrðis ósamræmi í kostnaðartölum í skýrslunni því að þrátt fyrir að ráðherra tali um einn milljarð króna kemur fram, að framkvæmdastjórn ESB gerir ráð fyrir að framlag til Íslands vegna aðildarferlisins verði um fimm milljarðar króna og að Ísland muni leggja fram svipað mótframlag"
Hvað kostar hitt, þessi kosnaður sem ekki er flokkaður þarna? Td að mæla hversu hratt grasið vex og sem og ferðir embættismanna til brussel. En eftir situr að þú vilt ekki leifa þjóðinni að ráða, ertu hræddur við lýðræðið? Og svo setur þú sem færslu um aðVigdís Hauksdóttir vilji ekki leifa þjóðinni að kjósa um þetta mál, það er akkúrat það sem hún er að tala um og leggja frumvarp til um
Brynjar Þór Guðmundsson, 13.9.2012 kl. 17:40
Í fyrsta lagi er heimild á Evrópuvaktina í ESB umræðu samasem og engin heimild.
"að framkvæmdastjórn ESB gerir ráð fyrir að framlag til Íslands vegna aðildarferlisins verði um fimm milljarðar króna og að Ísland muni leggja fram svipað mótframlag"" koddu með heimild fyrir þessu. Helst erlenda þar sem moggadeildin hefur ekki fengið að meðhöndla fréttina.
ég segi í blogginu "Þetta er fín tillaga. Að spyrja þjóðina hvort hún vilji halda áfram. Það væri alveg ágætt og gæti skapað umræðu um ESB á einhverju vitmunalegu plani "--- hvernig færðu það út að ég vill ekki þessa atkvæðsigreiðslu????? Ég tek það skýrt fram að mér finst þetta fín tillaga í blogginu.
Vigdís Hauksdóttir hefur staðfest að ef þjóðin mun segja JÁ við ESB þá mun hún samt segja NEI á þinginu. (ég var að tala um þessa staðreynd... en ekki þetta frumvarp).
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 13.9.2012 kl. 17:48
http://www.althingi.is/altext/139/s/pdf/1416.pdf
Miljarður í beinan kosnað á 18 mánuðum, þetta fer að dragast í fjögur ár.
Þarna er ekki tekið til kosnaður sem fer fram í ráðuneitum.
Bjarni&co, þú ert einn af þeim sem barðist og hefur barist hvað harðast gegn því að þjóðin fengi að kjósa um hvort farið yrði af stað með þetta
Brynjar Þór Guðmundsson, 13.9.2012 kl. 22:10
einsog ég segi í færslunni.
þá stið ég þessa tillögu. ef þjóðin vill kjósa núna. þá stið ég það.
algjörlega.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 14.9.2012 kl. 06:19
Afhverju segir þú það "en gagnslaus"?
Þú veist að það hefði slegið mörg vopn úr hendi okkar Fullveldissinna að hafa kosið strax og myndi fækka þeim ef kosið yrði nú
Brynjar Þór Guðmundsson, 14.9.2012 kl. 06:39
Að fara í þjóðaratkvæðisgreiðslu um það að fara í þjóðaratkvæðisgreiðslu meira ekki sens að mínu mati.
En ef Íslendiingar vilja þessa vitleysu þá er alveg sáttur. Þó ég skil þetta rugl ekki.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 14.9.2012 kl. 12:42
Eins og ég skil það þá meikar það ekki sens(er þetta ekki prentvilla hjá þér?) að spyrja þjóðina hvort hún vilji vera föst næstu árin, klofin í herðar niður, ausandi miljörðum í þetta og hafandi stjórnkerfið óstarfhæft vegna deilna og vinnuálags vegna umsóknarinnar?
Brynjar Þór Guðmundsson, 14.9.2012 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.