Mánudagur, 10. september 2012
Einfalt svar
Svarið er Já.
Öll rök eru já megin.
Gaman væri að heyra frá nei mönnum.
kv
Sleggjan
![]() |
Á að auka aðskilnað í bankakerfinu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sleggjan. Ég hef fengið að heyra að ég sé nei-maður frá mörgum.
Mitt svar við þessari spurningu er einfaldlega og auðskiljanlega "JÁ". Alla vega þar til ég heyri sannarleg réttlætanleg og skiljanleg rök fyrir öðru.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.9.2012 kl. 23:33
Alveg sammála ykkur, úr því sem komið er.
Hinns vegar hefði aldrei átt að leyfa þessa glæpsamlegu spilavítis útgáfu af bankakerfi sem gerð var hér fljótlega eftir undirritun EES samningsins í anda ESB ákvæðana um frjálsa för fjármagns, vöru og þjónustu milli landa.
Síðan lágu íslensk stjórnvöld líka undir gríðarlegum þrýstingi frá EES um það að einkavæða bankakerfið og það vr látið eftir þesum kröfum.
Einnig var EES apparatið og hið einkavædda bankakerfi stöðugt að agnúast út í Íbúðalánasjóð og vildu koma honum fyrir kattarnef og undir bankanna.
Af því varð sem betur fer ekki, en þar mátti engu muna.
Gunnlaugur I., 11.9.2012 kl. 08:59
EES samnignurinn hefur verið okkur til hagsbóta heldur en hitt.
Einangrun er alltaf slæm.
Best væri að einkavæða Íbúðarlánasjóð sem fyrst og það er mjög slæmt að það var ekki gert.
Nú er hundruði milljarða tap Íbúðarlánasjóð á okkar herðum. Herðum almennings.
Íbúðarlánasjóður er eingöngu bitlingastaður fyrir Framsóknarmenn og hefur engannn tilgang hér á landi.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 11.9.2012 kl. 09:13
svo má ekki gleyma að þökk sé Íbúðarlánasjóð og stjórnmálamenn sem stýrðu honum (muniði 90% lánin sem XB auglýsti grimmt fyrir kosningar 2003?) varð gríðarleg fasteignabóla hér á landi með tilheyrandi hruni og kreppu.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 11.9.2012 kl. 09:14
Auðvitað á að skilja að fjárfestingastarfsemi frá viðskiptastarfsemi, inna bankakerfisins. Þessa leið eru flest önnur lönd að skoða, en mótþrói fjármálaaflanna er mikill. Hvers vegna skildi það nú vera?!
Hér á landi hafa talsmenn fjármálaaflann einnig verið duglegir að mótmæla slíkri skiptingu. Það sýnir hversu lítið það fólk hefur lært af hruninu.
Þetta var að auki eitt af því sem skýrsluhöfudar hrunskýrslunar benntu á og töldu að hafi vegið þunt í bankahruninu. Þeir mæltu eindregið með að þarna yrði skilið á milli og það hið fyrsta.
Hvers vegna hafa stjórnvöld hér ekki tekið tillit til þeirrar athugasemdar? Getur verið að ríkisstjórninni sé stjórnað af fjármálaöflunum?! Getur verið að Steingrímur og Jóhanna gangi veg fjármálaaflanna?!
Gunnar Heiðarsson, 11.9.2012 kl. 10:12
Varðandi hugmydir þínar um Íbúðalánasjóð, S&H, þá ertu á villigötum. Einkavæðing sjóðsins er annað nafn á niðurlögn hans og nær að tala um málið út frá þeim grunni. Hann mun þá einfaldlega ganga inn í þá banka sem fyrir eru, verða lagður niður. Það er þó þannig að sjóðurinn vinnur samkvæmt ákveðnum lögum, sem ekki væri hægt að setja á einkafyrirtæki.
Einkabankarnir hafa sýnt að þeir eru verulega tregir til að lána til húsbygginga utan þeirra svæða sem teljast "hagvænleg", þ.e. stór Reykjavíkursvæðisins og einstakra stærri byggðarkjarna landsins. En það eru fleiri sem þurfa þak yfir höfuðið og þar kemur Íbúalánasjóður til.
Söguna um 90% lánin þarftu að kynna þér betur. Vissulega lögðu frambjóðendur Framsóknar til að slík lán yrðu veitt, en það kom til vegna þess að samkeppnisaðilarnir, bankarnir, voru þá þegar komnir með slík lán. Reyndar fóru þeir svo í 100% lánareglu.
En þetta segir einungis hálfa söguna, þar sem viðskiptabankarnir mátu eftir væntanlegu söluverði, en Íbúðalánasjóður notaðist hins vegar við fasteignamat eða söluverð, ef það var lægra.
Því var þetta "loforð" Framsóknar fyrir kosningar ekki neinn vendipunktur, mikið frekar framferði bankanna. Reyndar heyrðust litlar mótbárur gegn þessum hugmyndum Framsóknar og enn minni gagnvart framkvæmd einkabankanna. Það voru þó margir sem mærðu þetta og töldu hið besta mál fyrir íbúðakaupendur. Flestir hagfræðingar fögnuðu þessu og allt bankakerfið var duglegt að hjálpa fólki í vef skuldaklafans.
Auðvitað eru allir nú sammála um að þetta var fásinna og með þetta mál sem svo mörg önnur, þá eru eftiráspekingarnir margir!
Gunnar Heiðarsson, 11.9.2012 kl. 10:28
Gleymdi að benda á að auk þess sem Íbúðalánasjóður notaðist við fasteignamat eða söluverð, eftir því hvort var lægra, þá var sjóðurinn með þak á sínum lánum. Í dag er það rúmlega 20 milljónir. Þetta leiddi til þess að 90% reglan var í raun ónothæf og einungis þeir sem keyptu ódýra fasteign sem gátu náð henni.
Einkabankarnir lánuðu hins vegar allt að 100% af væntanlegu söluverði. Ekkert þak var á útlánastarfsemi þeirra. Og ef nógu dýr fasteign var keypt var gjarnan lánað fyrir svona einum eða tveim nýjum bílum í leiðinni. Það fer ekki vel að láta einhverja druslur standa í innkeyrslunni á glæsivilu!! Svo þegar fólk gat ekki staðið undir lánunum, var einfaldlega lánað meira!!
Gunnar Heiðarsson, 11.9.2012 kl. 10:37
Já mikið rétt. Íbúðarlánasjóður mun ganga inn í bankanna. Það er gott mál.
Í raun er það ekki rétt að bankar lána ekki á landsbyggðinni. Bankarnir eru að lána útum allt land. Ef þú ert með góðar tryggingar og greiðsluflæði þá færðu lán. Punktur.
Ef þú færð ekki lán hjá bönkunum þá ertu ekki nógur góður borgunarmaður og ég hef engann áhuga að kasta mínu skattfé í þá einstaklinga. Það hafði alltaf verið þannig að Íbúðarlánasjóður lánaði 60-70% af íbúðarverði og svo lánaði bankarnir ákveðið brúarlán. Eftir að Framsókn kom á 90% lánunum þá misstu bankarnir markaðinn fyrir brúarlánin og ákveddu að fara all inn á markaðinn.
Þetta byrjaði allt vegna kosningavixil XB.
Staðreynd.
hvells
En allt fór í ruglið eftir 90% lánið.
Sleggjan og Hvellurinn, 11.9.2012 kl. 10:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.