Undirskrift samnings, svo kemur reiðin

Svona er það þegar menn skrifa undir verðtryggðan lánasamning. Það er farið eftir honum.

Lántakendur áttu miðað við sögu verðbólgu á Íslandi sjá að það var góður möguleiki á að lánin gætu hækkað. Einnig ættu lántakendur að vita að efnahagsstjórn er , og hefur aldrei verið góð. Bara skoða söguna.

Einnig sjá að krónan er óstöðugur gjaldmiðill, sá minnsti í heimi.

 

Þegar allt fer í bál og brand þá er ekki hægt að kvarta undir samning sem þau sjálf skrifuðu undir. 

Kv

Sleggjan


mbl.is Þingmenn endurskoði verkefnalista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

NÁKVÆMLEGA

HVELLS

Sleggjan og Hvellurinn, 10.9.2012 kl. 23:23

2 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Vá hvað þið eruð grillaðir! :-)

Erlingur Alfreð Jónsson, 11.9.2012 kl. 02:08

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Veistu hvað verðtryggður lánasamningur er?

Veistu hvað felst í því?

Veistu hvað neysluvísitala er?

Ef ekki..... þá er best að spara grill kommentið

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 11.9.2012 kl. 14:59

4 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Veistu hvað verðtryggður lánasamningur er?

/////Já, hann er því miður mikilvægur grunnur þess sem okkar hagkerfi stendur á vegna vanhæfni stjórnvalda liðinna ára að taka á efnahagsmálum af viti og þeirrar staðreyndar að við höfum lélegan gjaldmiðil. Hann er þó í raun svikamylla þegar öllu er á botninn hvolft þar sem lántakinn fer halloka og á engan séns.

Veistu hvað felst í því?

/////Já, í raun það lántakinn ber alla áhættu af lánssamningnum og hefur verið leyft að taka lán í öðrum gjaldmiðli en hann fær greidd laun í.

Veistu hvað neysluvísitala er?

/////Já, mæling á verðbreytingum á algengri vöru og þjónustu yfir ákveðið tímabil, en verðbreytingarnar eru í raun tengdar hvers konar kostnaði þjónustuaðila við að bjóða þá vöru eða þjónustu, t.a.m kostnaði af fjármagni. Þannig að ef þjónusutaðili hækkar vöru vegna m.a. fjármagnskostnaðar getur það hækkað vísitöluna í næsta mánuði og svo koll af kolli. Þetta er að hluta sjálfdrifið fyrirbæri.

Mér finnst þið vera grillaðir að benda eingöngu á lántakann, eins og hann eigi að vera eini ábyrgi aðilinn við gerð lánssamnings, sérstaklega þegar þið vitið, eða ættuð að vita, að þetta lánafyrirkomulag hefur verið allsráðandi í Íslandi um árabil og almenningur hefur ekki haft raunhæfan möguleika á öðrum lánum t.a.m til að þess eins að koma sér húsnæði yfir höfuðið. Síðan þegar bent er á að hinn samningsaðilinn, lánveitandinn, hefur hleypt öllu í bál og brand með því m.a. að spila með markaðinn til að hámarka gróðann af lánastarfseminni, þá finnst ykkur óeðlilegt að lántakar bendi á þennan aðstöðumun, beri hönd yfir höfuð sér og óski eftir að stjórnvöld taki á málinu af þeirri festu og samfélagslegu ábyrgð sem þau bera.

Segi það aftur og stend við það: Vá hvað þið eruð grillaðir! :-)

Erlingur Alfreð Jónsson, 11.9.2012 kl. 16:12

5 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Leiðrétting, þarna átti að standa:.....eini ábyrgi aðilinn við gerð verðtryggðs lánssamnings,..... .

Erlingur Alfreð Jónsson, 11.9.2012 kl. 17:32

6 identicon

Það er við stjórnmálamenn að sakast, ekki bankana.

 T.d. áttu við að ganga í ESB staðinn fyrir EES á sínum tíma. Þá værir þú ekki að grilla hægri vinstri.

kv

sleggjan (IP-tala skráð) 11.9.2012 kl. 20:08

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"Já, í raun það lántakinn ber alla áhættu af lánssamningnum og hefur verið leyft að taka lán í öðrum gjaldmiðli en hann fær greidd laun í."

þetta er gengistrygging ekki verdtrygging

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 11.9.2012 kl. 22:49

8 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

@hvells: Einmitt ekki. Verðtryggð króna er ekki sama krónan og óverðtryggð. Þetta ættir þú að vita. Þess vegna er í raun enginn munur á láni með gengistryggingu og verðtryggingu. Lántakinn ber alla áhættu í báðum tilvikum.

Erlingur Alfreð Jónsson, 12.9.2012 kl. 09:00

9 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Þar að auki tekur verðtryggingin mið af verðbreytingum á erlendum mörkuðum, t.a.m af bensíni, þar með er verðtryggingin að hluta gengistrygging.

Erlingur Alfreð Jónsson, 12.9.2012 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband