LV

Mögulegar arðgreiðslur Landsvirkjunar

Miðað við rekstraráætlanir LV, sem hér er unnið eftir, mun arðgreiðslugeta fyrirtækisins verða

töluverð í framtíðinni ásamt stórauknum tekjuskattsgreiðslum þegar framkvæmdatímabili lýkur árið

2025. Samtals gætu greiðslur til ríkissjóðs orðið á bilinu 30-112ma króna á hverju ári, háð þróun

rafmagnsverðs og hvort farið er í lagningu sæstrengs eður ei.

Það liggur beinast við að vega efnahagsleg áhrif af arðgreiðslunum á sömu vogarskálum og

fjárfestingar í orkumannvirkjum og iðnaði, þ.e. gert er ráð fyrir því að ríkisvaldið muni nýta fjármagnið

að öllu leyti til fjárfestinga innanlands með tilheyrandi margföldunaráhrifum, líkt og gerist í

fjárfestingum einkaaðila. Eini munurinn er sá að hér er gert ráð fyrir því að hið opinbera hafi heldur

meiri hneigð til innlendra framleiðsluþátta í fjárfestingu sinni en iðnaðar- og orkufyrirtæki. Mjög

svipaðar niðurstöður fengjust ef peningunum yrði varið til þess að örva innlenda eftirspurn með því

að lækka skatta eða auka ríkisútgjöld.

Mynd hér neðan sýnir því heildaráhrif af framkvæmdum og rekstri nýrra fjárfestinga í orku og iðnaði

ásamt arðgreiðslum LV miðað við niðurstöður og forsendur í sviðsmynd 1. Þessir þrír þættir eru

metnir á sama hátt með tilheyrandi margföldunaráhrifum svo hægt sé hægt sé að bera þá saman.

Mikilvægt er þó að hafa í huga að arðurinn kemur ekki aðeins af sölu nýrrar orku heldur einnig að

einhverju leyti til af hærra orkuverði til núverandi viðskiptavina

Arðgreiðslur LV í samhengi opinberra fjármála

Til að meta áhrif arðgreiðslna á opinber fjármál er sú forsenda gefin við framreikning ríkistútgjalda að

íslenska ríkið haldi fastri 42% hlutdeild af landsframleiðslu sem er nokkurn vegin meðaltal síðustu 10

ára fyrir bankahrunið 2008. Einnig verður að taka með í reikninginn að útlagður kostnaður ríkisins

breytist ávallt að hluta til í tekjur í gegnum skattkerfið þar sem laun bera tekjuskatt, aðkeypt aðföng

virðisaukaskatt og svo mætti lengi áfram telja. Þannig gætu arð- og skattgreiðslur LV ásamt afleiddum

skattaáhrifum mögulega verið um 3-6% af landsframleiðslu eða um 9-14% af tekjum ríkissjóðs á

þessum tíma. Þegar um arðgreiðslu er að ræða þarf heldur ekki að taka tillit til þeirra neikvæðu áhrifa

sem allajafna fylgir því að auka ríkisútgjöld með því að hækka skatta eða auka skuldir.

Þetta er sýnt nánar á Mynd 6 og Mynd 7 þar sem áhrif arðgreiðslnanna, bein ásamt ofangreindum

skattaáhrifum, eru sýnd sem hlutfall af landsframleiðslu og tekjum ríkissjóðs. Einnig má sjá

samanburð helstu útgjaldaflokka ríkissjóðs miðað við núverandi kostnaðarskiptingu ríkisútgjalda á

fyrri myndinni og samanburð við helstu tekjuflokka ríkissjóðs á seinni myndinni. Hér sést að greiðslur

frá LV gætu mögulega greitt fyrir háskóla, framhaldsskóla, menningu/íþróttir/trúmál og

löggæslu/dómstóla/fangelsi. Greiðslurnar

næðu langt í að greiða fyrir allt heilbrigðiskerfið sem kostar

rúmlega 8% af landsframleiðslu.

Þjóðhagslegur ábati af rekstri Landsvirkjunar til 2035

Sköpun starfa og gjaldeyris er það sem mörgum kemur í hug þegar litið er til þjóðhagslegs ábata eða

efnahagslegs ávinnings. Hins vegar eru þessi alþýðuvísindi ekki jafn traust og virðist í fyrstu, þar eð

fjöldi starfa og gjaldeyrisstreymi til landsins er fremur ónákvæmur mælikvarði á þjóðhagslegan ábata.

Lífskjör þjóða veltur ekki á þeim fjölda starfa sem þeim heppnast að skapa innan landamæra sinna,

heldur afrakstri þeirra eða framleiðni.

Eins og áður er getið skiptir tímasetning öllu þegar þjóðhagslegur ábati stórframkvæmda er metinn.

Miðað við þann slaka sem nú ríkir mun töluverður ábati stafa af fjárfestingum Landsvirkjunar á næstu

4-5 árum og má ætla að áhrifin verði svipuð og undir lok sjöunda áratugarins þegar framkvæmdir við

ÍSAL í Hafnarfirði fóru fyrst af stað og það á sama átti við á tíunda áratugnum þegar álver var byggt á

Grundartanga og ÍSAL stækkað. En í bæði þessi skipti skiluðu fjárfestingar í orku og iðnaði mjög

kærkomnum hagvaxtarhvata á samdráttartímum. Þannig má draga þá ályktun að hagvaxtaráhrif

framkvæmdanna verði nær algerlega hreinn ábati fyrir efnahagslífið með litlum sem engum

ruðningsáhrifum. En það sem meira er, með því að vinna gegn samdrættinum er verið að verja

hagvaxtargetu kerfisins sem skilar varanlega meiri framleiðslugetu þegar litið er til lengri tíma.

Það sem skiptir þó mestu máli fyrir þjóðhagslegan ábata af rekstri LV er þó söluverð á rafmagni sem

ákvarðar arðgreiðslugetu fyrirtækisins. Sú stefna hefur lengi verið ríkjandi hérlendis að selja raforku

mjög nærri kostnaðarverði, sem m.a. endurspeglast í sögulegri lágri arðsemi LV sem hefur verið á

bilinu 3-6% að meðaltali. Arðsemin verður að teljast lág í ljósi þess að baki rekstrinum liggja

orkuauðlindir landsins sem felast í beisluðum fallvötnum. Séu þessar náttúruauðlindir raunverulegar

auðlindir fyrir landið ætti það að endurspeglast í hárri arðsemi fyrirtækisins og arðgreiðslum. Ef

arðsemin er í lægra kanti þess sem þekkist í almennum atvinnurekstri bendir það til þess að

auðlindarenta sé annað hvort ekki til staðar eða renni til orkukaupans með lágu orkuverði.

Forsendur framkvæmdaáætlunar LV, sem þessi skýrsla vinnur eftir, gerir ráð fyrir því að samhliða því

að auka orkuframleiðslu verði hægt að ná fram auðlindarentu sem hægt verði að greiða ríkissjóði

sem arð. Það liggur fyrir að meðalkostnaður í orkuframleiðslu á Íslandi er lægri en þekkist í Evrópu

þökk sé náttúruaðstæðum hérlendis, en jafnframt er ljóst að fjarlægðin frá orkumarkaði Evrópu gerir

það að verkum að söluverð raforku getur ekki verið hið sama. Þess vegna er það umdeilanlegt hvaða

renta er möguleg eða sanngjörn, en í þessari títtnefndu rentu er samt sem áður falinn gríðarlegur

þjóðhagslegi ábati fyrir land og þjóð af starfsemi fyrirtækisins sem hefur fengið svo stóran hluta af

auðlindum landsins í sína umsjá.

Kjarni málsins er sá að þegar söluaðili raforkunnar er opinber aðili sem greiðir arð til ríkisins en

kaupandi er erlent stórfyrirtæki sem flytur allan hagnað úr landi ræðst þjóðhagslegur ábati vegna

raforkuframleiðslu fyrst og fremst af því raforkuverði sem þessir aðilar semja um á milli sín. En þeir

þættir sem mest ber á í umræðunni um stóriðjuna hérlendis, s.s. sköpun starfa, skipta mun minna

máli í þessu samhengi nema því aðeins að fyrirtækin geta haft veruleg svæðisbundin áhrif á

vinnumarkaðinn í kringum sig.

 http://www.landsvirkjun.is/media/2011/ahrif_ardsemi_Landsvirkjunar_til_2035.pdf

hvells


mbl.is Rammaáætlun endurflutt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Reyndar hefur hækkun á orkuverði í sér áhættu og samdrátt.

Óskar Guðmundsson, 7.9.2012 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband