Þú gleymir einu.

BHM segja ávalt að skattborgarar eiga að ganga í ábyrgð lífeyrisréttinda opinbera starsmanna (yfir 300milljarðar núna) vegna þess að opinberir starsmenn eru með lægri laun.

Þarf þá ekki að taka þessi lífeyrisréttindi inn í þessar tölur núna?

BHM sjálf nota lífeyrisréttindi og laun sem rök fyrir betri lífeyrisréttindi en almenningur.

hvells


mbl.is Með 20% lægri laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Það gleymist líka í þessari umræðu að fjöldinn allur af starfsmönnum sem vinna hjá hinu opinbera, leikskólum, grunnskólum (skólaliðar), starfsmenn í aðhlynningu á hjúkrunarheimilum eru í hinum almennu félögum og hafa því sama lífeyrisrétt og þeir sem eru á almennum vinnumarkaði! Þetta fólk er á mjög lágum launum og mikið vinnuálag svo ekki er um einhverja "sárabót" á kjörum í gegnum lífeyrissjóðakerfið! Um er að ræða fleiri þúsund manns!

Sigurlaug B. Gröndal, 7.9.2012 kl. 10:53

2 Smámynd: Sandy

Sammála þér Sigurlaug.

Hversu margir opinberir starfsmenn ætli njóti lífeyrisréttinda sem dugar þeim til framfærslu,svo maður tali ekki um þau himinháu réttindi sem ráðherrar frá? Ég veit bara að Guðbjarti velferðarráðherra hefur aldrei dottið í hug að hækka bætur elli og örorkuþega í samræmi við þann útreikning sem kom fram í útreikning velferðarráðuneytinu til framfærslu.

Sandy, 7.9.2012 kl. 11:15

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

ATH verður fleira.

Eins og höfundur réttilega minnist á að þá eru lífeyrisréttindi laun líka og eru þau allt önnur og betri en almenns markaðar. Kennarar og aðrir starfsmenn í kennslu eru með sumarfrí umfram almennan markað sem einnig eru kjör og það oft mjög umfram almennan markað.

Aðalástæðan fyrir þessum launamun er að ríkið tekur aldrei til heldur kúgar fremur fram launalækkanir en að gera það sem fyrirtæki markaðar gera, nefnilega að segja upp.

Þá kemur að enn einum liðnum, nefnilega atvinnuöryggi. Mun meira öryggi er að vinna hjá ríkinu en almennum markaði.

Óskar Guðmundsson, 7.9.2012 kl. 11:53

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þeir sem eru í þessum félögum Sigurlaug eru þá varla taldir með því þeir eru ekki í BSRB heldur hinum almennu félögum.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 7.9.2012 kl. 13:12

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er enginn að neyða þetta lið að vinna hjá hinu opinbera. Ef þeim finnst launin þar lág þá eiga þau að ráða sig í einkageiranum.

Ef þau geta það ekki þá eru þeir greinilega ekki nógu verðmætur starfskraftur. Til að bæta samkeppnisstöðu á vinnumarkaði er hægt að fara í starfsnám eða háskóla.

 Dæmi um háskólanám þar sem þú færð pottþétt góða vinnu og há laun:

Tölvunarfræði

Hugbúnaðarverkfræði

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 7.9.2012 kl. 13:19

6 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það er bara slatti af liði hjá "hinu opinbera" sem finnst sjálfsagt að koddaför séu skráð með sem vinnutengd álagsmeiðsl, þ.e.a.s. eru orðnir vanir að gera lítið eða ekki neitt.

Óskar Guðmundsson, 7.9.2012 kl. 13:41

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

satt er það óskar

ef þú hefur verið of lengi á opinbera spenanum þá ruglastu dálitið í hausnum.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 7.9.2012 kl. 14:28

8 identicon

Já, það eru líklega enn til einhver eintök sem hafa verið of lengi á opinbera spenanum og ruglast í hausnum eins og þið segjið Sleggja og Hvellur.

En mikið finnst mér færsla ykkar hér nr. 5 hrokafull.

Það mætti halda að þið hafið ekki verið samferða öðru fólki hér í þjóðfélaginu og þegið þjónustu þessara fjölbreyttu flóru sem vinnur fyrir hið opinbera.

Sem ég fullyrði að vinni afar vel upp til hópa við að þjóna ykkar líkum.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 8.9.2012 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband