Miðvikudagur, 5. september 2012
Stærsta lýgi Íslandssögunnar.
NEI sinnar sögðu alltaf
"segið nei við Icesave því það mundi enginn þora að fara í mál við okur"
en staðreyndirnar sýna annað
við erum í bullandi dómsmáli og það er munnlegur málflutningur á næstunni.
ég er enn að bíða eftir að NEI sinnar biðjast opinberlegrar afsökunnar á blekkingum og lygum til þjóðarinnar.
hvells
![]() |
Munnlegur flutningur í Icesave 18. september |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er engin frétt bara gömul tugga.
Ekkert hefur breist í Icesavemálinu síðustu mánuði.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 5.9.2012 kl. 14:03
Hver sem niðurstaðan verður verður Icesave alltaf helv. útlendingunum að kenna.
Bretar kalla svona uppákomur "red herring", enda sérðu hverjir fóru fyrir Nei-hreyfingunni og hvaða það fjármagn kom. :)
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.9.2012 kl. 14:17
Já hvernig var þetta nú aftur hjá þjóðrembingum? það ,,þorir enginn" í mál við okkur". Haha ,,þorir ekki".
Og bíddu? Hvað átti að gerast?? Evrópa að hrynja!
þeir svo voru fylgjandi því að umræddum fjármunum væri stolið af útlendingum þurfa náttúrulega að endurskoða margt í sínu hugarfari.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.9.2012 kl. 14:50
Voðalega er ég hissa á að heyra ekki neinn segja að þessi dómstóll er ekki nógu sterkur til að heimta fjárhagslegar bætur og íslenskir dómstólar þeir einu sem geta það.
Jæja, bíð í nokkrar mínútur
kv
sll
Sleggjan og Hvellurinn, 5.9.2012 kl. 15:00
Icesave var í eigu Landsbankans og er/var einkahlutafélag ekki íeigu ríkisins
ég er Ísleskur ríkiborgari
ber ég ábyrð á því hvað eikahlutfélög gera ?
nei
er það sem þú vilt Velluriin Og Svellurinn að þú getir opnað hlutafélag eða banka á erlendri grund og stolið öllu steini léttara og síðan láta Íslenska skattgreiðendur borga ????
Magnús Ágústsson, 5.9.2012 kl. 16:49
Snýst eigi um Landsbankann. Sorrý.
Snýst um innstæðutryggingar á Evrópska Efnahagssvæðinu (EES)
Lágmarksneytendavernd og sérstakt dírektíf þar að lútandi í EES Samningnum sem undirritaður var í Óportó um árið.
Ísland leiddi í lög að neytendur skyldu fá lágmarkstryggingu greidda innan tiltekins tíma ef lánastofnun færi í þrot.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.9.2012 kl. 18:13
Gylfi raðlygari Magnússon um endalok íslenska lýðveldisins.
http://www.youtube.com/watch?v=au_Xtkvaa1Y
Hér segir Steingrímur að það sé ekki hægt að fara neina dómstólaleið.
http://www.youtube.com/watch?v=KTcw4RsL4FU
Hér er farið yfir hvernig endalaust var logið að þjóðinni um upphæðir þar sem stórlygar stjórnarliða töluðu endalaust um höfuðstól, en aldrei um vaxtakostnað.
http://www.youtube.com/watch?v=Da88dIQoToU&feature=related
Það liggur fyrir að síðast samningur hefði nú þegar verið búinn að kosta okkur hátt í hundrað miljarða, ekkert um það deilt.
Þeir vesalingar sem hingað til hafa allt viljað samþykkja, sama hvað það kostar ættu að fara að hafa vit á að draga sig í hlé og hætta þessu tuði.
Icesave er ekki að fara að kosta okkur eitt einasta pund, evru eða krónu, og það er ekki ykkur að þakka.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 5.9.2012 kl. 18:24
Steingrímur og Jóhanna hafa aldrei á síðustu þrem árum sagt eitt einasta satt orð um þessa deilu og þetta mál.
Aldrei nokkurn tíman hafa þau tjáð sig um þetta nema beinlínist til að ljúga að þjóðinni um hitt og þetta.
Aldrei eitt einasta satt orð.
Aldrei.
Ykkur fer ílla að krefja þá um afsökunarbeiðni sem hafa sparað þjóðarbúinu hundruði miljarða í dýrmætum gjaldeyri sem ekki er til.
Það veit hvert einasta mannsbarn í dag að við erum ekki að fara að borga neitt í þessa vitleysu, enda engin lögleg krafa til um það.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 5.9.2012 kl. 18:30
Sigurður
Það er dómsmál í gangi og hvorki ég né þú vitum niðurstöðu þess. Hvorki EFTA dómstólsins eða Héraðsdóms Reykjavíkur.
Sá dómur getur kostað okkur tífallt þeirri upphæð sem samningleiðin hefði í för með sér.
Svo ekki sé talað um allan óbeina kostnaðinn sem við hefðum getað sparað okkur... allt frá orðspor íslands í alþjóðaviðsipum yfir í gjaldeyrishöftin
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 5.9.2012 kl. 18:46
Hvells,
Þú segir hér að ofan að "nei-sinnar" hafi fullyrt að enginn myndi þora í mál, og þeir eigi að biðast afsökunar.
En hvað um Steingrím, og ríkisstjórnina sem sögðu að það væri ekkert hægt að fara með málið fyrir dóm, óháð vilja?
Það væri enginn dómstóll sem gæti fjallað um málið?
Samt er þetta nú komið fyrir dóm er það ekki?
Hver er þá lygarinn?
Jú, ég get alveg fullyrt að það sé útilokað mál að EFTA dómur muni kosta okkur krónu, það er bara ekkert deilt um það að sá dómstóll dæmir ekki um neinar upphæðir, hefur aldrei staðið til og getur aldrei orðið.
Og líkurnar á að þetta komi til kasta íslenskra dómstóla eru nánast engar, en jafnvel þótt svo ólíklega færi þá dettur engum heilvita manni í hug að héraðsdómur Reykjavíkur eða Hæstiréttur fari að dæma hér einhverjar upphæðir eins og þúsund miljarða eða aðra álíka dellu.
Þetta er bara svo mikið bull að það er alveg með ólíkindum að nokkur maður skuli nenna þessu rugli árum saman að dæla þessari þvælu á netið endalaust.
Síðan skulum við bara hafa það á hreinu að andstæðingar ríkisvæðingar Icesave hafa reynst mun sanspárri hingað til en þið sem allt hafið reynt og öllu íllu spáð til að fá ríkisábyrgð á þennan þjófnað.
Ekki eitt einasta orð, eða einn einasti spádómur ykkar hefur hingað til gengið eftir, og ástæðulaust að nokkur maður taki mark á þessari þvælu ykkar í dag.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 5.9.2012 kl. 20:51
Ég tók ekki eftir að þú kenndir Icesave um gjaldeyrishöftin.......
Það er alveg ólýsanlega sorglegt að vita fyrir víst að þú ert EKKI að grínast, að halda að höftin hafi eitthvað með þetta mál að gera...
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 5.9.2012 kl. 20:53
@sll: Það er best að taka áskorun þinni frá 15:00 þó ég sé alveg á mörkum þess að eyða ekki tíma í að svara ekki svona nafnlausum hræðsluáróðri!
@hvells og sll:
Hvaðan sú ályktun kemur að niðurstaðan í þessu dómsmáli ESA geti orðið sú að Ísland verði dæmt til greiðslu hundruða milljarða á kostnað skattborgara er mér algjörlega hulin ráðgáta. (Dettur helst í hug að þið vinnið báðir hjá íslenskum fjármálafyrirtækjum þvílík er lagatúlkun ykkur bjöguð.)
Þið vitið vel að EFTA dómstóllinn mun ekki dæma neinum aðila fébætur með umfjöllun sinni á málinu. Dómurinn fjallar um skyldu ríkis. Og þið vitið einnig fullvel að sérhvert fébótamál sem kynni að rísa af niðurstöðu EFTA dómstólsins verður að sækja sérstaklega fyrir íslenskum dómstól, þ.e. ef að breska eða hollenska ríkið sjá sér á annað borð hag í að gera slíkt, sem er óvíst á þessari stundu burtséð frá mögulegri niðurstöðu.
Hættið því þessu Icesave-hræðslubulli þar til dómur hefur fallið og verið tilbúnir að: a) biðja "NEI-sinna" afsökunar ef að EFTA dómstóllinn úrskurðar að íslenska ríkið hafi verið í fullum rétti, eða b) ef engar greiðslur fara fram úr ríkissjóði á grundvelli úrskurðar EFTA dómstólsins.
Ég vænti slíkrar afsökunarbeiðni á þessari síðu á dómsuppkvaðningardegi vegna a-liðar og í síðasta lagi að ári liðnu vegna b-liðar. Eruð þið tilbúnir til þess?
Erlingur Alfreð Jónsson, 5.9.2012 kl. 21:36
....að svara svona nafnlausum hræðsluáróðri!....átti þetta að vera.
Erlingur Alfreð Jónsson, 5.9.2012 kl. 21:37
Sigurður
Í fyrsta lagi er ég ekki að kenna Icesave um höftin. En til þess að losa höftin þarf að ríkja traust á Íslandi. Þar kemur Iceave að hluta til inn.
Þú segist ekki nenna Icesave rugli árum saman en það er merkilegt að í hvert skipti sem ég blogga um Icesave (örsjaldan á þessu ári) þá dúkkar komment upp frá þér. Þú sækist í þetta "rugl"
Hvenær sagði jóhanna og steingrímur að það væri ekki hægt að fara með málið í dóm?? heimildir? Þvert á móti sögðu þeir það magoft að samningur væri betri en dómstólaleiðin.
Svo enn og aftur þá hef hvorki ég né þú hugmynd um hvernig hérað og hæstiréttur mun dæma um þessi mál. Þessvegna er rugl í þér að gefa þér fyrirfram niðurstöðu í þau mál.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 5.9.2012 kl. 22:18
„ég er enn að bíða eftir að NEI sinnar biðjast opinberlegrar afsökunnar á blekkingum og lygum til þjóðarinnar“ er sagt hér í upphafi bloggsins. Þessi orð hafa verið viðhöfð áður hjá öðrum en ég man ekki til þess að nokkur hafi farið fram á það að JÁ-sinnar biðjist opinberlegrar afsökunnar á þrælsótta og meðvirknislegu þýlyndinu. Hvað ætla Já menn að gera/segja ef EFTA dómurinn fer á annan veg en þeir búast við? Ætla þeir að vera meiri menn og játa mistök sín eða á að láta sem ekkert sé og segjast alltaf hafa meint NEI þó svo að þeir hafi sagt og kosið JÁ?
Jóhannes (IP-tala skráð) 5.9.2012 kl. 22:19
Erlingur
Hvar hef ég sagt að EFTA dómstóllinn getur dæmt fébætur?
Orðrétt segi ég
"Það er dómsmál í gangi og hvorki ég né þú vitum niðurstöðu þess. Hvorki EFTA dómstólsins eða Héraðsdóms Reykjavíkur.
Sá dómur getur kostað okkur tífallt þeirri upphæð sem samningleiðin hefði í för með sér."
þá er ég að tala um Héraðsdóminn
svo segir sleggjan
"Voðalega er ég hissa á að heyra ekki neinn segja að þessi dómstóll er ekki nógu sterkur til að heimta fjárhagslegar bætur og íslenskir dómstólar þeir einu sem geta það.
Jæja, bíð í nokkrar mínútur"
Að sjálfsögðu hefur Holland og Bretland sér hag í að sækja hundruði milljarða í vasa okkar Íslendinga. Money talks.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 5.9.2012 kl. 22:24
Miðað við samhengið í þeim ummælum sem þú vísar til taldi ég þig vera vísa til mögulegrar niðurstöðu EFTA dóms. Þú vísaðir til þess að dómsmál væri í gangi og í næstu setningu talaðir þú um dóm sem gæti kostað okkur tífalda upphæð samningaleiðar. Mér vitanlega er ekkert dómsmál í gangi fyrir Héraðsdómi vegna Icesave svo ég ályktaði eins og ég bar vitni um. Ég biðst afsökunar á þessum misskilningi hjá mér.
En Bretar og Hollendingar munu ekki hafa neinar forsendur til að sækja hundruði milljarða í vasa íslenska ríkisins, sama hvernig málið fer fyrir EFTA dómstól. Og enn síður nokkurn efnahagslegan hag. Ástæðurnar eru einfaldlega þær að, í fyrsta lagi, þá á ríkissjóður ekki til þessa fjármuni í þeim gjaldeyri sem þessi ríki notast við, og greiðslugetan er engin, sama hvað SJS hefur sagt til þessa. Þá tel ég næsta öruggt að þessi ríki taki ekki við íslenskum krónum, því sjáðu til, allar líkur eru á að íslenskir dómstólar myndu gera ríkinu skylt að greiða út fébætur í lögeyri íslenska ríkisins félli dómur þannig. Í annan stað gætu B&H einungis sóst eftir einhverjum vaxtagreiðslum því líklega verður búið að greiða Icesave innstæður til baka að fullu þegar loks kæmi að mögulegri þingfestingu slíks dómsmáls.
Money talks segir þú. Mér er til efs að vaxtagreiðslur vegna Icesave skipti þjóðarbú þessara ríkja einhverju máli. Við værum að tala um nokkur hundruð milljónir punda og evra, í versta falli, og mér er til efs að þessi ríki sjái sér hag í að eyða miklu púðri í slíkan málarekstur. Vandamálin sem þau glíma við í dag eru af slíkri stærðargráðu að svona málarekstur, eða endurgreiðslur, skipta engu máli fyrir þau. Hann væri einungis pólitískur ef af yrði.
Að þessu sögðu vona ég þess vegna það þið félagar verði jafn tilbúnir að biðjast afsökunar á ykkar ummælum um afstöðu "NEI-sinna" þegar til kemur, eins og þið hafið krafist af "NEI-sinnum" til þessa.
Erlingur Alfreð Jónsson, 6.9.2012 kl. 00:44
Einmitt, þetta er enginn frétt eins og Icesavemálin standa í dag.
Bloggaðu um þetta þegar EFTA dómstóllinn hefur dæmt í málinu og kanski þarft þú að hrósa nei hreyfingunni?
Þessar ágiskanir þínar í dag um dómsúrskurð EFTA eru bara bull og út í hött.
En íslendingar meiga þakka fyrir að Ómar, Jóhannes, Sleggjan og Hvellurinn eru ekki í dóamarar í EFTA dómstólnum og ættu að dæma í þessu Icesavemáli. Ef svo væri þá væri islenska þjóðin glötuð, því að þeir mundu ekki fara eftir neinum lögum í ákvörðun um dómsorð í þessu Icesavemáli, heldur hvað þeim finst bezt.
Þessir vitringar eru útlendingasleikjur og hafa alltaf verið. Ekki þarf annað en að lesa bloggin þeirra.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 6.9.2012 kl. 05:53
Hvells,
Steingrímur og ríkisstjórnin marglýstu því yfir að enginn dómstóll gæti tekið málið, og því væri ekki um neina dómstólaleið að ræða.
Þetta segir t.d. Steingrímur í videoinu sem ég linka á hér að ofan.
Og þegar þú segir að enginn viti hvað þessi dómstólaleið muni kosta okkur, að þá er það nú samt staðreynd, og alveg bláköld staðreynd að andstæðingar ríksivæðingar Icesave hafa reynst mun sannspárri en ríkisstjórnin og stuðningsmenn hennar hingað til.
Trúverðugleiki ykkar sem spámanna er auðvitað fyrir löngu kominn í ruslflokk þar sem ekki nokkur einasti hlutur hefur gengið eftir sem þið hafið spáð og fullyrt að muni gerast ef þessum þjófnaði er ekki velt yfir á skattgreiðendur.
Kúba norðursins og það allt saman....það er bara hlegið að þessu í dag.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 6.9.2012 kl. 09:55
....síðan er þetta auðvitað bara kjánaskapur að láta sér detta í hug að íslenskir dómstólar séu að fara að dæma hér ríkið til að greiða einhverja hundruði eða þúsund miljarða í bætur....
Enda finnst ekki einnn einasti lögmaður í veröldinni sem tekur undir þessa vitleysu.
Ég er reyndar ekkert viss um að það muni falla neinn dómur hjá EFTA, finnst allt eins líklegt að þetta sé bara leikrit og það sé búið fyrir löngu að ákveða hvernig málið verði fellt niður áður en dómur fellur.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 6.9.2012 kl. 10:02
"Stundum hef ég það á tilfinningunni að suma þeirra sem undu því illa að þjóðin hafnaði Icesave samningunum, hreinlega langi til að við töpum þessu máli,“
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/07/04/ekki_fjallad_um_febaetur/
Ætli þetta sé ekki bara rétt hjá karlinum.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 6.9.2012 kl. 10:16
Rétt hjá sigurði að Já- Hliðin laug líka. Til dæmis SJS um að EFTA mundi aldrei fara í mál. Annað hefur komið á daginn!
Svo tala sumir eins og Héraðsdómur (seinna Hæstiréttur) muni 100% sýkna íslenska ríkið því við erum sannir Íslendingar en hinir eru vondir útlendingar. Veit ekki hvort þér eru að hæðast að réttarkerfinu eða er alvara.
sleggjan (IP-tala skráð) 6.9.2012 kl. 11:43
"Svo tala sumir eins og Héraðsdómur (seinna Hæstiréttur) muni 100% sýkna íslenska ríkið því við erum sannir Íslendingar en hinir eru vondir útlendingar"
Eins og hver?
Hver hefur sagt þetta, og notað þessi rök?
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 6.9.2012 kl. 11:56
Þú þarft svo að þekkja muninn á staðreyndum, og skoðunum áður en þú kallar menn lygara.
Sigurður #1 (IP-tala skráð) 6.9.2012 kl. 11:58
Tek undir með Erling ér að ofan.
Þessar upphæðir sem um er að ræða hjá bretum eru svo smánarlegar eða ígildi nokkurra mánáða stöðumælasektum í London.
Ég efast um að bretar leggist svo lágt.
Eggert Guðmundsson, 6.9.2012 kl. 12:10
það hefur legið fyrir síðan í maí 2010 afstaða ESA til brota Íslands þessu viðvíkjandi. Jafnframt lá sú staðreynd fyrir að ESA mundi vísa málinu til EFTA Dómsstólsins ef kjánaþjóðrembingar hérna uppi í fásinninu ætluðu að stela fjármununum með hjálp forsetagarmsins. Allt legið fyrir í mörg ár.
Hitt er allt önnur umræða að Ísland gat ekkert vísað umræddri skuld sinni til einhvers dómsstols útí bláinn án samþykkis B&H. það er allt önnur umræða. En öfgasinnar eru útá túni þessu viðvíkjandi eins og í öðru sem frá þeim kemur.
það er búið að liggja fyrir í að verða 3 ár að EFTA Dómsstóllinn mundi taka málið fyrir ef öfgakjánaþjóðrembingar ætluðu sér að stela þessum fjármunum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.9.2012 kl. 12:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.