Þriðjudagur, 4. september 2012
Ábyrgðarleysi Íslendinga
"Hann segir að reynslan til þessa sýni að Íslendinga og Færeyinga hafi skort vilja til þess að ná málamiðlun í deilunni og komast að sanngjörnu samkomulagi um makrílveiðarnar. Enn eina ferðina hafi leið samningaviðræðna nú brugðist. Það er óviðunandi fyrir hvaða ríki sem er að stefna í hættu sjálfbærni deilistofna með því að ákvarða gríðarlega auknar veiðiheimildir. Og við höldum áfram að horfa upp á eiginhagsmunasemi og þrjósku einkenna afstöðu Íslands og Færeyja"
Við erum ekki að stunda sjálfbærar veiðar á makríl. Við montum okkur á því erlendis af okkar sjálfbæru veiðum. Besta veiðikerfi í heimi. Sækjumst eftir vottun á pakkningar sem sannar sjálfbærni. En högum okkur svona þegar kemur að makríl.
Hvernig væri að komast að sanngjörnu samkomulagi um markílveiðar.
kv
Sleggjan
![]() |
Telja samningaleiðina hafa brugðist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ESB stjórnsýsluapparatinu ferst alls ekki að tala um ábyrgar fiskveiðar og sjálfbærni í nýtingu fiskistofna. Með niðurgreiddan sjávarútveg og ranglátt og spillt millifærslu og styrkjakerfi sem engu hefur skilað nema óskapnaði.
Flest fiskimið Brussel valdsins eru rjúkandi rústir eftir ofveiði gengdarlaust brottkast og ofstjórn og óstjórn í áratugi.
Þeir gætu miklu heldur litið til okkar Íslendinga og Færeyinga um sjálfbærar og ábyrgar veiaðr sem eru þar að auki arðbærar og byggjast upp á virðingu við fiskimiðin.
Fyrst í stað var okkur ekki einu sinni hleypt að samningaborðinu. Síðan voru þeir að bjóða okkur 2 til 3% og fóru síðan í 7%, en vilja nú aftur lækka það.
Það er staðreynd að þrátt fyrir þessar veiðar okkar og Færeyinga þá hefur makríl stofninn verið að stækka sérstaklega eftir að hann fór að nýta sér í vaxandi mæli hin gjöfulu beitilönd í norðri þ.e. innan fiskveiðilögsagna Íslands og Færeyja.
Íslenska og Færeysku samninganefndirnar hafa líka boðist til þess að skera sína kvóta niður um 30% gerðu Norðmenn og ESB slíkt hið sama svo að veiðar yrðu innan marka ráðgjafarinnar. Þessu hafa ESB og Norðmenn margfaldlega þverskallast við að samþykkja.
Það er að allir drægju hlutfallslega jafnt úr veiðunum til þess að ná þessu markmiði.
Það sýnir að það er einmitt þeim megin sem allan raunhæfan vilja skortir til þess að ná samningum eða að stunda ábyrgar og sjálfbærar veiðar.
En það er engin furða að þið hinir óforbetranlegu ESB sinnar standið hér með ykkar mönnum og Brusssel valdinu gegn hagsmunum okkar eigin þjóðar, í þessu sem öðru !
Gunnlaugur I., 4.9.2012 kl. 16:48
http://thruman.blog.is/blog/sleggjuhvellurinn/entry/1255812/
Svör komin við kommentið þitt.
Svo er mbl bloggið ekki að sýna réttar tölur við kommentin. Vona að það lagist sem fyrst.
kv
sll
Sleggjan og Hvellurinn, 5.9.2012 kl. 02:27
Annars er það rétt hjá þér að fiskikerfið hjá ESB er slæmt. Persónulega finnst mér það stærsti gallinn við ESB
kv
sll
Sleggjan og Hvellurinn, 5.9.2012 kl. 02:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.