Þriðjudagur, 4. september 2012
Rangfærslur
Hann nefnir að árið 2008 (eftir hrun) byrjuði ferðamönnum að fjölga.
Það er rangt
Ferðamönnum hefur fjölgað ár frá ári frá árinu 2002. Já. Allt góðærið.
Árið 2007 var metár á sínum tíma þegar krónan var í hámarki.
Fyrirhugaður skattur mun ekki fækka ferðamönnum punktur.
Ekki hlusta á hagsmunaaðila, ferðamannaiðnaðurinn skal borga sömu skatta og aðrir.
kv
Sleggjan
![]() |
Hærri skattur fækkar ferðamönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Svo má líka benda á að fyrir hrun kostaði bjór í Japan um 300 kall.
Ómar Hauksson (IP-tala skráð) 4.9.2012 kl. 13:21
þetta er alveg rétt. gæði íslendinga á ekki að vera ódýrar ferðir.
tæland má sjá um það
eða viljum við keppa við tæland í launum og lífkjörum?
ferðamönnum hefur fjölgað gríðarlega. hvort sem krónan er ster eða veik.
þetta sést helst á að á spáni hafa aldrei fleiri ferðamenn sótt landið... þrátt fyrir Evru og ekkert gengisfall.
eg var líka í Grikklandi fyrir 3 dögum síðan. þar var allt borandi í ferðamönnum.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 4.9.2012 kl. 23:29
morandi.
Sleggjan og Hvellurinn, 4.9.2012 kl. 23:29
Svara bara fyrir mig. Aukningin hefur verið frá 2002 en alvöru kippurinn kom ekki fyrr en eftir hrun og nú getum við reynt að byggja þetta upp á veturna, sem er nauðsynlegt fyrir alla sem í þessu standa allt árið. Ég bendi á að ferðamannaiðnaðurinn er útflutningsvara og þess vegna tilheyrir hann alls staðar nema í tveimur tilfellum í Evrópu til undanþágu frá hefðbundnum vsk.
Það er engin í hóteliðnaðinum að safna pening á Cayman eyjum og það fjölgar ekki það mikið í okkar hópi vegna þess að þetta er ekki grein þar sem skjótfenginn gróði finnst. Haldið þið ekki að ég væri að rukka 17% meira ef ég gæti það? Allir í samfélaginu njóta góðs af þeirri hjálp við að moka skítinn sem hlýst af því að fjölga hér neytendum sem mest yfir árið.
Sama hvar þið sitjið í þessari umræðu þá sýna allar rannsóknir beggja megin að ferðamönnum fækkar við þetta og þar með minnkar í skattstofninum. Er það ekki mergur málsins að stoppa í göt, ekki að búa til ný "ófyrirséð" göt?
Þú getur kannski fengið bjór í búð á 300 kall í Japan en ekki á bar. En það var líka bara yfirlýsing um ímynd mína af Japan ekki endilega nákvæmlega rannsakaðar tölur. Það er svipuð ímynd af Íslandi í gangi sem veldur því að aukningin er ekki meiri en þetta.
En allt í góðu. Því miður lítur út fyrir að þið fáið að sjá að þið hafið rangt fyrir ykkur. Ég veit fyrir víst að þetta kostar störf á mínu hóteli og kemur niður á gæðum fyrir gesti. Þá sem láta sig hafa það að koma. Þetta kemur ekki niður á einhverjum sumarbústaðafræmkvæmdum eða einhverju slíku sem þið haldið kannski að stjórnendur gististaða hafi á prjónunum.
Snorri (IP-tala skráð) 10.9.2012 kl. 16:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.