Bjarni kastar steini úr glerhúsi

Bjarni kastar steini úr glerhúsi.

Þessi gamli framsóknarmaður einbeitir sér að því að kljúfa flokkin með því að beita sér gegn stjórnarsáttmálanum. Það er auðvitað alvarlegt mál. Meirihluti var á Alþingi um að sækja um ESB og þar við situr. Bjarni beitir ýmsum meðulum til þess að eyðileggja það ferli og það fer illa með stjórnarsamstarfið og einnig VG.

 

Að gagnrýna Ögmund fyrir að brjóta lögin er ekki slæmt. Það er jákvætt. Verra væri það ef allir væru sáttir með Ögmund.

Hann nefnir Guðrfríði Lilju sérstaklega. Hún sé með honum í "liði". En Guðfríður Lilja gangrýndi Ögmund á Rás 1 í morgun í þættinum "Allir að rífast". Bjarni ætti að fylgjast með.

kv

Sleggjan


mbl.is Sakar forystuna um að vilja kljúfa flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Að gagnrýna Ögmund fyrir að fara að lögum er ekki slæmt segi þið, bíðum við var hann ekki að fara ekki eftir lögum...

Það er augljóst á þessu öllu saman að samstarf er ekkert á milli aðila í Ríkisstjórninni og ætti hún að sjá sóma sinn í því að koma sér frá...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 2.9.2012 kl. 15:19

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þessi villa hefur verið leiðrétt. Auðvitað braut Ögmundur jafnréttislögin eins og margoft hefur komið fram í umræðunum síðustu daga.

kv

sll

Sleggjan og Hvellurinn, 2.9.2012 kl. 15:33

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í stjórnarsáttmálanum stendur eingöngu að hefja eigi aðildarviðræður, en ekkert um aðild eða aðlögun til undirbúnings fyrir aðild. Það er Samfylkingin sem hefur brotið stjórnarsáttmálann með því að hefja aðlögunarferli engu að síður, og hræra í allri stjórnskipan landsins fyrir eitthvað sem aldrei verður.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.9.2012 kl. 15:38

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

@ Guðmundur

Hvaða aðlögun ertu að tala um? 

Nefndu eina reglugerð?

kv

Sleggjan

Sleggjan og Hvellurinn, 2.9.2012 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband