Vonlaust verkefni frá byrjun. Gjaldþrot í höfn, svik og prettir

http://www.dv.is/frettir/2012/8/31/eca-program-gjaldthrota-eftir-svik-og-pretti/

ECA Program, hollenskt fyrirtæki sem óskaði eftir aðstöðu á Keflavíkurflugvelli árið 2009, var tekið til gjaldþrotaskipta í Lúxemborg í fyrra. Fyrirtækið sveik bandarískt fyrirtæki um 1,66 milljónir dollara árið 2009. Þetta kemur fram í ítarlegri fréttaskýringu á Eyjunni í dag.

ECA lofaði 200 milljarða fjárfestingu á Íslandi á sínum tíma og vildi flytja til landsins allt að 30 orrustuflugvélar frá Hvíta Rússlandi sem leigja átti erlendum flugherjum NATO-ríkja til heræfinga. Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði það að síðasta embættisverki sínu sem samgöngu- og sveitastjórnarráðherra að veita flugmálastjóra heimild til að hefja undirbúning á skráningu loftfara fyrir ECA þegar honum var skipt út úr ríkisstjórn árið 2010. Ögmundur Jónasson sló málið endanlega út af borðinu þegar hann settist í ríkisstjórn.

Eftir að fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta í Lúxemborg stofnaði Melville ten Cate, stofnandi fyrirtækisins, nýtt félag undir sama nafni í Hollandi. Fram kemur á Eyjunni að þar haldi hann áfram að gera út á herþjálfun og noti meðal annars tengslin við Ísland í kynningarefni sínu.

 

Sleggjan hafði aldrei trú á þessu blessaða verkefni. Eigandinn með slæma sögu og eignarhald ekki ljóst. Ekki þekkt, og svo ætlaði fyrirtækið að koma færandi hendi. Þetta leit bara mjög illa út.

 

Margir hér á landi fögnuðu ECA og þeirra áætlunum án þess að skoða nánar. Sáu bara orðið "atvinnuskapandi" og blinduðust. Bölvuðu svo stjórnmálamönnum fyrir að taka ekki vel í þetta frá byrjun.

Því fór sem fór ECA gjaldþrota og vonandi eyddum við ekki neinum peningum í þetta. Hefði getað endað verr.

 

 

Til viðbótar nefni ég þetta:

http://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2012/04/12/einkasjukrahus_ad_asbru_tefst/

Ekkert að frétt í þessu. Eini sem er búinn að púnga út pening fyrir þessu er ísenska ríkið. Breyta húsnæði og annað slíkt. Þetta er alveg vonlaust, þeir eru ekki með neina kúnna. Búnir að gefast upp á Evrópu og USA, stíla inná Kína wftuuu.

Hef ekkert á móti atvinnuskopun, en ég hef mikið á móti að ríkið þarf að byrja á að splæsa! Einsog í þessu spítalafíaskói.

kv

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband