Jón Bjarnason á leið út af þingi

http://www.dv.is/sandkorn/2012/8/30/jon-i-fallhaettu/

"Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er síður en svo af baki dottinn í stjórnarandstöðu sinni. Jón hraunaði um síðustu helgi yfir bæði Katrínu Jakobsdóttur varaformann og Steingrím J. Sigfússon formann vegna stöðu ESB-málsins og þingmannaflóttans úr VG.

Víst er að það verður á brattann að sækja fyrir Jón fyrir kosningar. Steingrímur mun væntanlega tryggja að honum verði fleygt úr öruggu sæti á framboðslista og þar með út af þingi."

 

Ef þetta er satt styttist í það að þjóðin verði laus við þennan mann. Hann snýr útur spurningum sem hann fær. Hann talar ekki rökrétt, er ekki samkvæmur sjálfum sér og er hagsmunaseggur.

kv

Sleggjan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

ERT ÞÚ AÐ JÓKA.

Valdimar Samúelsson, 30.8.2012 kl. 20:17

2 identicon

Sæll.

Þó ég telji Vg vera flokk vanþekkingar, öfundar og afturhalds fæ ég ekki betur séð en JB sé að vinna eftir samþykktum síns flokks. Ráðherrar flokksins virðast vera hinir mestu tækifærissinnar og láta málefnin sig engu varða. Auðvitað hrynur fylgið af slíkum flokk. Ef setja á JB út í kuldann verður það flokknum dýrt.

Helgi (IP-tala skráð) 30.8.2012 kl. 23:17

3 identicon

Hann er að vinna á móti stjórnarsáttmálanum sem hann átti þátt í að samþykkja sem ráðherra. Það er alvarlegt mál.

Þegar tveir flokkar ákveða að vinna saman gefa báðir eftir, ákveðinn skammtur af realisma. En populistinn er veikinn sem Jón er með þessa dagana.

Sleggjan (IP-tala skráð) 31.8.2012 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband