Slæm þróun

Með því að færa þetta úr höndum ríkiseftirlitsmanna þá flækjast hagsmunir fyrir.

Ef dreifingaraðilarnir sjálfir eru að setja aldurstakmarkið á þá er auðvitað hvatning fyrir þá að hafa aldurstakmarkið sem lægst. Það hefur greinilega verið gert.

Einnig er kominn fleiri aldursviðmið. Þegar ég var ungur þá var bara Græni miðinn (leyfð öllum), Guli miðinn (12ára) og rauði miðinn (16ára). Nú er kominn 10,12,14,16 o.s.frv.

Hann nefnir Klovn sem var bönnuð innan 14 ára. Það er dæmi um mynd sem er klárlega 16 ára aldurstakmark. Sum atriðin voru í ætt við klámmynd.

 

p.s. myndin með fréttinni er alveg fáránleg. Þetta er á fyrirlestri í Háskólanum, fólk er með fartölvurnar sínar.

kv

Sleggjan

 

 


mbl.is Hver má sjá myndina og hver ekki?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst nú aldurstakmarkið bara eiga að vera ráðgefandi. Þegar uppi er staðið eiga foreldrarnir að bera ábyrgð á að leifa barninu eða banna því að fara á mynd, eins með að framfylgja því. 12 ára börn hafa nú sennilega öll heyrt um hópkynlíf. Svo það hlýtur þá að fara eftir því hversu mikið er sýnt, hvort það hæfi þeim eða ekki. Staðlarnir vinna í líkamshlutum, ekki fjölda fólks sem er samankomið.

Gísli (IP-tala skráð) 28.8.2012 kl. 16:32

2 identicon

Ég held, Gísli, að umræðan snúist um að foreldrar geti treyst þessari aldurstakmörkun. Varla eiga foreldrar að horfa á allar myndir fyrirfram og taka svo ákvörðun hvort börnin megi horfa líka? Það þarf að vera hægt að treysta því að mynd sem er leyfð 12 ára barni (já - barni) innihaldi ekki hópkynlífssenur.

Jón Flón (IP-tala skráð) 28.8.2012 kl. 23:38

3 Smámynd: ViceRoy

Gísli, ég verð nú bara að leyfa mér að segja, er ekki allt í lagi með þig?? "12 ára börn hafa nú sennilega öll heyrt um hópkynlíf"... hvort sem þau hafi heyrt um hópkynlíf eða ekki, er þá rétt að þau sjái slíkt í mynd sem er leyfð þeirra aldurshópi?

Ef ábyrgð foreldra eigi að vera einhver, þá kæmi hún til, leyfi börnum sínum yngri en 16 að horfa á mynd sem bönnuð er yngri en 16, ekki að hleypa því á ofbeldisfulla mynd með hópkynlífssenum.

Held þú ættir að taka þessar skoðanir í einhverja nafnaskoðun vinur!

ViceRoy, 29.8.2012 kl. 09:13

4 identicon

Ég hafði ekki heyrt um hópkynlíf þegar ég var 12, en nú er svokölluð "Klámkynslóð" sem gúgglar allt á netinu, vita eflaust meira en ég þessa dagana.

sleggjan (IP-tala skráð) 30.8.2012 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband