Miðvikudagur, 22. ágúst 2012
Bílalán og vextir
Ég keypti bíl í dag á 9,2% vöxtum. Ekkert annað í boði.
Takk íslenska króna.
Ef Ísland væri í ESB væru vextirnir miklu lægri. Beinn kostnaður úr mínum vasa og allra annarra sem munu taka eða hafa tekið bílalán.
Sems legit.
kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Og hvernig færð þú það út að vextir yrði lægri?
Hvaða staðreyndir hefur þú fyrir þér í því?
Gunnar Heiðarsson, 22.8.2012 kl. 08:08
það eru lægri vextir á evrunni heldur en krónunni.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 22.8.2012 kl. 10:10
Minni áhætta: lægri vextir.
Minni áhætta er að vera með evru.
Það er staðreynd að vextir fylgja áhættu. Getur gúgglað það.
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 22.8.2012 kl. 10:34
Vextir eru ákveðnir af bönkum. Ekki pappírsmiðum og málmskífum. Á Íslandi hefur um árabil verið vaxtafrelsi og það mun ekki breytast þó gengið yrði í ESB.
Þar sem nákvæmlega sömu reglur gilda um svona lán allsstaðar á EES svæðinu, og myndu ekki breytast á neinn hátt hér á landi þó gengið yrði í ESB. Vinsamlegast útskýrið hvers vegna þá yrðu vextir eitthvað lægri?
Hvers vegna myndu bankar sem eru vanir að hafa frelsi til að bjóða þér háa vexti, allt í einu byrja að bjóða þér lægri vexti þegar þeim er frjálst að ákveða þá eftir sem áður? Eitthvað vantar í þessa röksemdafærslu.
Hvellur ég hélt að þú værir að vinna hjá fjármálafyrirtæki. Samt tekurðu lán á vöxtum sem þú segir sjálfur of háa. Það er kannski engin furða að íslensku bankarnir skyldu fara á hausinn. Getur verið að vandinn liggi frekar í mannlegri hegðun heldur en pappír og málmi?
Sleggjan, Vinsamlegast útskýrðu hvernig lánveitingar til Íslendinga yrðu eitthvað síður áhættusamar þó að gjaldmiðilinn sem væri tilgreindur á lánasamningunum héti evra? Ef það skiptir svona miklu máli um áhættu hvaða heiti gjaldmiðils er skrifað á lánasamninga, afhverju þá ekki bara að breyta nafninu á gjaldmiðlinum í eitthvað sem er minna áhættusamt? Sem fullvalda þjóð getum við það. Ef við værum í evrópska myntbandalaginu gætum við það hinsvegar alls ekki!
Í króatíu geisar skuldavandi heimila sem er ekki síður slæmur en hér á landi, meðal annars vegna lakra kjara sem neytendum bjóðast og sviksamlegra viðskiptahátta sem þeir mega þola af hálfu þarlendra banka sem eru flestir í erlendri eigu. Króatía er með sinn gjaldmiðil tengdan evru, en það er ekki hjálp í því heldur er það beinlínis orsök vandans!
Vinsamlegast útskýrið hvaða forsendur eru svona gjörólíkar á Íslandi.
Og ef þær eru í raun svona gjörólíkar, passar Ísland þá nokkuð inn í ESB?
Maður verður bara ringlaður af þessum bullrökum ykkar.
Guðmundur Ásgeirsson, 23.8.2012 kl. 14:23
Það er minni áhætta tengd evrunni en krónunni.
Það leiðir af því að það er minni áhætta tengd verðbólgu.
Verðbólga ákveður raunvextina. Ef hætta er á mikilli verðbólgu (krónan) þá lána bankar á hærri vöxtum. Í evrulöndum er verðbólgan ekki í líkingu við Ísland.
Ég hélt þú vissir þetta Guðmundur.
Bankar vilja ekki lána á raunvöxtum sem eru í mínus.
kv
sleggjan (IP-tala skráð) 24.8.2012 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.