Mánudagur, 20. ágúst 2012
Vitleysa HH.
Þetta er sorgleg krafa og gerir lítið úr HH.
Ástæðan fyrir því að bankarnir vildu tala saman er vegna þess að þeir vildu samræma aðgerðir þegar kemur að endurútreikninginum.
Hagmsunarsamtök heimilana hafa gagnrynt mikið ósamræmi við útreikninga og afgreiðslu gengislánana en þegar bankarnir vilja stilla saman aðgerðir svo allir fá jafn.... þá öskra HH meira en nokkru sinnum.
Þetta eru sorgleg samtök.
Og fólk þar innanborð stigur greinilega ekki í vitið.
hvells
![]() |
Fara fram á rannsókn á Samtökum fjármálafyrirtækja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
HH í ruglinu. Skortur á heilbrigðri skynsemi
sll
Sleggjan og Hvellurinn, 20.8.2012 kl. 12:55
Ástæðan var greinilega til að samræma ákvarðanir um að rukka allt í botn þó svo að þessi fyrirtæki höfðu fengið lánasafn Þjóðarinnar meira og minna til baka á gjafprís frá Fjármálaráðherra sem var kosin til að bjarga heimilum og fyrirtækjum Landsmanna...
Það var gert með samþykki Steingríms J. að skuldarbyrðin skildu fara á bak heimila og fyrirtækja, sem þýðir í raun og veru sama sem að þau taki hrunið en ekki þeir sem ollu því...
Þessi Ríkisstjórn er búin að grafa undan öllum stoðum hérna í samfélaginu með þessu sukki sínu í valdarbaráttunni og ætti að skammast sín en það er víst eitthvað sem þessir aðilar kunna ekki og þess vegna er svo mikilvægt að við eigum dómstóla sem taka á slíkum einstaklingum...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 20.8.2012 kl. 13:45
Er það sorglegt að krefjast þess að farið sé að lögum?
HH hafa aldrei gagnrýnt ósamræmi í endurútreikningum gengislána heldur þvert á móti gagnrýnt það fullkomna samræmi sem hefur verið í beitingu rangra og ólöglegra reikniaðferða við endurútreikninginn!
HH kröfðust þess líka að SFF yrði bannað að taka þátt í samráðinu, og á það féllst Samkeppniseftirlitið. Að þessu leyti er fullkomið samræmi í málflutningi HH, þegar samtökin gagnrýna nú að þetta hafi verið brotið.
Staðreyndir málsins eru einfaldlega þær að Samkeppniseftirlitið veitti undanþágu frá banni við samráðinu með því skilyrði að SFF tæki ekki þátt í því, og hefur þannig nú þegar úrskurðað að slík þáttaka brjóti gegn samkeppnislögum. Staðfestar heimildir liggja hinsvegar fyrir um að þessum skilyrðum hafi ekki verið fylgt. Það er ekkert flókið við þetta, lög voru einfaldlega brotin í samráðinu.
Eftir að kæran var send til Samkeppniseftirlitsins hafa samtökunum svo borist enn frekari staðfestingar, meðal annars frá Umboðsmanni skuldara í opinberri yfirlýsingu frá embættinu, um að áðurnefnd skilyrði hafi einmitt verið brotin!
Hvellur, það væri skynsamlega að kynna sér málsatvik áður en maður fullyrðir um eitthvað mál sem maður hefur ekki vit á, svoleiðis er stundum kallað belgingur. En ef þú vilt halda því fram Umboðsmaður skuldara, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og jafnvel þeir lögfræðingar sem setið hafa í samráðshópnum, séu allir að fara með rangt mál trekk í trekk bara til þess eins að leiða HH á villigötur með einhverja kæru sem enginn fótur er fyrir, þá er þér velkomið að halda því fram okkar vegna. En þá vil ég jafnframt benda þér á að með því ertu að bera á borð samsæriskenningu, sem þú hefur enn ekki rökstutt með nokkru móti.
Fyrir mitt leyti stend ég við þá einföldu kröfu að farið sé að lögum.
Bestu kveðjur. Guðmundur Ásgeirsson, varaformaður HH.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.8.2012 kl. 14:46
ég starfa við að endurreikna þessi lán þannig að ég ætti að vita mikið um þetta. Meira en þú Guðmundur.. þú ert að horfa á þetta utanfrá.
Við reiknuðum þetta miðað við lægsti vexti Seðlabanka Íslands.
En sú aðferð var dæmd ólögleg (ekki bönkunum að kenna, við fengum fyrirmæli frá Alþingi) í Febrúar og núna eru 11 dómsmál í gangi sem tekur af allan vafa (vonandi) af þessu gengistryggingamáli.
Og við skulum fara eftir dómum Hæstaréttar.
með örðum... fara að lögum. einsog þú orðað það.
Sem starfsmaður í endurútreikningi þá hefur fólk fengið 40-70% afskrift almennt séð af þessum lánum með aðferð lægstu vexti SÍ. Smá staðreynd fyrir þig til gamans.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 20.8.2012 kl. 15:37
@hvells(hver sem þú nú ert): Hvernig getur þú sagt að fólk fái 40-70% afskriftir þegar verið er að leiðrétta ranglæti og færa til baka ólögmæt vinnubrögð? Þessi málflutningur þinn er algjört bull! Og mér er nokk sama hvað þú starfar við.
Erlingur Alfreð Jónsson, 20.8.2012 kl. 22:33
Erlingur
Mér er líka nokk sama um hvað þú starfar við en hann Guðmundur kom með rök einsog
"Hvellur, það væri skynsamlega að kynna sér málsatvik áður en maður fullyrðir um eitthvað mál sem maður hefur ekki vit á, svoleiðis er stundum kallað belgingur"
Ég var þá að upplýsa honum Guðmudni en ekki þér að ég vinn við að endurreikna þessi lán þannig að ég veit meira um þetta mál heldur en þið tveir til samans
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 20.8.2012 kl. 22:37
Gott og vel, fyrst þú þykist vita meira um þetta en bæði ég og Erlingur, þá langar mig að varpa hér fram nokkrum einföldum spurningum:
Hver okkar hefur Hæstiréttur Íslands dæmt að hafi rétt fyrir sér?
Hver okkar hefur Evrópudómstólinn dæmt að hafi rétt fyrir sér?
Þú ræður hvort þú svarar þessu, enda er það ekki tilgangurinn heldur eru þetta spurningar sem ég varpa fram sem retórískum hugleiðingum. Það á enn eftir að spyrja að leikslokum varðandi þessi mál, eins og þú átt sennilega eftir að sjá meira um í fjölmiðlum á næstunni. Tek það fram að þetta er engin árás á þig, heldur einfaldlega það sjónarmið sem ég almennt hef gagnvart þessu.
Ég hafði ekki hugmynd um að þú værir að vinna við áðurnefnda útreikninga, sem er svosem fróðlegt út af fyrir þig. Þar sem það hlýtur þá að vera fyrir eitthvað af þeim fjármálafyrirtækjum sem bera ábyrgð á útfærslu þessara útreikninga, þá langar mig jafnframt að spyrja hvort það sé hluti af ráðningarsamningi þínum að blogga fyrir málstaðinn, eða gerirðu það bara í sjálboðavinnu eins og ég?
Ræður sem fyrr hvort þú svarar, hugleiðingin stendur fyrir sínu...
Ég véfengi alls ekki að þú kunnir að reikna. Hinsvegar langar mig að benda þér á að fleiri kunna það. Ég hef til dæmis bæði lært á háskólastigi og unnið við að búa til fyrirmæli (forrit) fyrir vélar sem reikna (þ.e. tölvur). Í mörgum þeirra verkefna sem ég hef fengist við hefur jafnframt þurft að útfæra ýmis reiknilíkön, og þar á meðal hef ég útfært lánaútreikninga meðal annars í samstarfi við hagfræðinga og stærðfræðinga. Svona þér að segja þá hef ég aldrei fengið símtal frá óánægum viðskiptavini sem kvartar undan því að forritin mín reikni vitlaust.
Ef þú kannt að reikna jafn vel og þú þykist gera þá hlýturðu líka að vita að ef þú gefur þér rangar forsendur í útreikningum þá er alveg sama hversu rétt þú reiknar þú munt ekki komast að réttri niðurstöðu. Hér erum við að tala um nákvæmlega hvað lög mæla fyrir um varðandi forsendur þessara útreikninga, og þar sem lögfræðingar eru almennt ekki sérhæfðir í stærðfræði gef ég mér að þú sért ekki einn slíkur. Við getum verið algerlega sammála um að þú reiknir rétt, þó svo að okkur greini á um forsendurnar, og það eru forsendurnar sem ég held því fram að séu rangar en ekki þínar reikniaðferðir.
Eins og fyrr var gefið í skyn virðast dómafordæmi benda til þess að eitthvað kunni að vera til í því að þetta með forsendurnar sé vafasamt. En ég bendi þá bara á að það er eitthvað sem dómstólar munu væntanlega skera úr um, og á því stigi er það hvorki undir mér eða þér komið.
Með vinsemd og virðingu, þá þakka ég fyrir skoðanaskiptin. Við munum líklega ekki verða sammála um þetta hvellur. En vertu samt sæll að sinni. :)
Guðmundur Ásgeirsson, 21.8.2012 kl. 00:00
@hvells: Ég þóttist ekki í fyrri ummælum vita betur en þú hvað endurreikningana sem slíka varðar heldur spurði einfaldlega hvernig þú gætir haldið því fram að fólk hafi fengið afskrifað 40-70% þegar verið er að snúa ofan af ranglæti og lögmætum vinnubrögðum lánveitandanna. Slíkt er ekki afskriftir.
Og það sem ég átti við þegar ég sagðist vera sama um hvað þú starfaðir við, þá var það þannig meint að þó þú hafir starfað við endurreikningana gerir það ekki þessa fullyrðingu þína um 40-70% afskriftir lántaka sanna. Þess vegna sagði ég þann málflutning algjört bull því þar rangtúlkar þú einfaldlega niðurstöðu vinnu þinnar.
Að síðustu vil ég segja að ég taldi þetta blogg vera opinn vettvang þar sem hver sem er mætti koma inn í yfirstandandi umræðu, en fyrst svo er ekki í þínu tilfelli skal ég bara láta þig nafnlausan manninn um sviðið, sérstaklega fyrst þú treystir þér ekki að eiga skoðanaskipti við mig um þetta eina atriði sem ég nefndi. :-)
Enda svo sem ekki til neins að ræða við svona huldubloggara.
Með þó sömu vinsemd og virðingu og Guðmundur. :-)
Erlingur Alfreð Jónsson, 21.8.2012 kl. 00:37
Í fyrsta lagi blogga ég kauplaust. Að sjálfsögðu. Þú getur skoðað þetta blogg vandlega og ég blogga örsjaldan um þessi gengislán. Það fer meiri púður í ESB t.d.
Í blogginu er ég að gagnrýna það að HH vill ekki að bankarnir tali saman.
En ef niðurstaðan verði þannig að bankarnir mega ekki tala saman og reikna lánin í sitthvoru lagi og niðurstaðan verður þannig að þú kemur betur út ef þú hefðir tekið lán í Aríon í staðinn fyrir Landsbankann... þá fyrst mun heyrast væl frá HH.
En HH vildi ekki að bankarnir samræmi reikniaðferðir. Það er ekki heil brú í þessum málflutningi.
En svo þú vitir þá fór endurútreikningurinn á fullt eftir svokallaðan Mótormax dóm sumarið 2011. Reiknað var miðað við lægstu vexti Seðlabanka Íslands. Vinnan var að vera búinn þegar hæstiréttur dæmdi í Febrúar 2012 að þessi aðferð væri ekki lögleg.
Nú er allt stopp.
Það er beðið eftir 11 dómum sem munu fari fyrir hæstarétt til þess að útrýma öllum vafasömu atriðum.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 21.8.2012 kl. 08:50
Takk fyrir svarið. En þú skautar enn og aftur framhjá því eina atriði sem ég spurði þig um. :-)
Erlingur Alfreð Jónsson, 21.8.2012 kl. 08:58
Það má kalla þetta leiðréttingu í staðinn fyrir afskrift.
Góður punktur.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 21.8.2012 kl. 11:18
Í blogginu er ég að gagnrýna það að HH vill ekki að bankarnir tali saman.
Ef það væri nú bara það sem málið snýst um hvellur...
Bönkunum var nefninlega einmitt leyft með undanþágu samkeppniseftirlitsins. að tala saman um þetta! En bara bönkunum sjálfum, og ekki samtökum þeirra.
Erindi HH hefur ekkert með það að gera hvort bankarnir fylgi þessum skilyrðum og hafi samráð um málið, heldur allt að gera með það að SFF mátti ekki taka þátt í því samráði en gerði það engu að síður og hefur orðið uppvíst að því.
Flest sem þú hefur nefnt í þessari færslu og athugasemdum við hana afhjúpar hróplega vanþekkingu þína á málsatvikum og staðreyndum þess sem þú ert að fjalla um, en þykist engu að síður vera til þess bær að leggja mat á.
Maður verður að vona að vinnubrögðin við endurútreikningana séu skárri.
Vitandi samt að þeir eru arfavitlausir, og um það snýst nú heila málið!
Spyrjum svo að leikslokum hver er sorglegur og stígur ekki í vitið.
Guðmundur Ásgeirsson, 23.8.2012 kl. 14:20
Sæll hvellur.
Langaði bara að segja þér frá því að Samkeppniseftirlitið hefur að áeggjan HH hafið rannsókn á meintum brotum SFF á skilyrðum samráðsins.
Þú vilt kannski blogga núna um að þetta sé "sorgleg" eftirlitsstofnun?
Eða að starfsfólk Samkeppniseftirlitsins "stígi ekki í vitið" ???
(Kortafyrirtækin og olíufélögin eru hugsanlega sama sinnis!)
Eða viltu kannski frekar spyrja að leikslokum... ?
Kveðja, Guðmundur.
Guðmundur Ásgeirsson, 31.8.2012 kl. 21:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.