Mánudagur, 20. ágúst 2012
Bændur hagnast á ESB aðild.
Að vera bóndi og jafnframt á móti ESB er alveg eins og þegar þræll kyssir vöndinn.
Það eru fáir sem munu hagnast eins mikið á aðild að ESB heldur en bændurnir sjálfir.
Tollar falla niður til ESB og þar með opnast 500milljóna markaður fyrir bestu landbúnaðarvörur í heimi sem sá íslenksu vöru sannarlega er.
Bændur hafa fækkað gríðarlega seinustu 50ár og eru fátækari og fátækari að raunvirði (fyrir utan örfáa óðalsbónda).
Öll þau bú sem stækkuðu við sig og keyptu ný tæki hafa farið ill útur krónunni. Bændur sem ætluðu að auka sína framlegð tóku erlend lán fyrir nýjum vélum og sáu lánin sín tvöfalldast á einum degi. Það þurfa allir stöðugleika þegar kemur að því að reka fyrirtæki.
Bændur líka.
Ég hvet bændur að hætta að kyssa vöndinn og segja JA við ESB.
hvells
![]() |
Sýnir ESB-andstöðu á óhefðbundin hátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fóru ílla út úr krónunni segir þú......
Hvað gerði krónan svona slæmt af sér.....
Er það ekki þeirra sem áttu og eiga að stýra krónunni sem eiga sökina frekar en krónan sjálf, hún getur ósköp lítið tjáð sig blessunin svona ykkur að segja ef þið hafið ekki gert ykkur grein fyrir því ennþá....
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 20.8.2012 kl. 14:02
Ekkert nýtt við þetta. Það hefur lengi verið samfella í þeim málflutningi sem hér birtist að pappírsmiðar og málskífur hafi einhverskonar sjálfstæðan vilja.
Sem betur fer taka fáir mark á slíku lengur.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.8.2012 kl. 14:17
Krónan var fljótandi... það var enginn að "stýra" krónunni.
þetta var fljótandi gjaldmiðill einsog kallast er.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 20.8.2012 kl. 15:39
Ef ekki verða settir himinháir "verndartollar" munum við eiga greiðan aðgang að mun ódýrari svína og fuglakjöti en hér hefur áður þekkst og munu þeir bændur íslenskir fara lóðbeint á höfuðið.
Meira að segja ætti að opnast möguleiki að flytja inn mjólk, t.d. Spomlek frá Póllandi sem er með um 5-6 vikna geymsluþoli og gera útaf við íslenska mólkurframleiðindur.
Ostar eru mun betri og ódýrari í Þýskalandi.
Það eina sem eftir verður er lambið. Fyrir það erum við nú þegar að greiða um 100.000... N.B. áður en að við förum út í búð. Það er gert í "styrkjaformi".
Hvar eru íslenskir bændur þá eftir?
Í ísframleiðslu, túrisma og pössun barna?
Óskar Guðmundsson, 21.8.2012 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.