Fimmtudagur, 16. ágúst 2012
fólk að greiða upp lán íls
Uppgreiðslur hjá ÍLS umfram útlán
»»Uppgreiðslur viðskiptavina Íbúðalánasjóðs voru hærri í júlíen heildarútlán sjóðsins. Uppgreiðslurnar námu í mánuðinum
um 1,5 milljörðum króna en
heildarútlánin um 1,1 milljarði.
Þar af námu almenn
útlán sjóðsins 1 milljarði
króna. Til samanburðar
má nefna að almenn útlán í
júlí árið 2011 námu um 2,2
milljörðum króna. Á þessu
ári hafa uppgreiðslur ávallt
verið hærri en útlán sjóðsins
fyrir utan í júní þegar
sjóðurinn lánaði um 400
milljónir umfram uppgreiðslur.
Samtals hafa uppgreiðslur verið um 2,5 milljarðar
króna umfram útlán sjóðsins á þessu ári. Til marks um það
hversu sérstakt þetta er fyrir rekstur sjóðsins þá voru útlán
sjóðsins ávallt hærri en uppgreiðslur á árinu 2011.
Fólk er bara að taka óverðtryggt lán hjá bönkunum og borga upp verðtryggt lán hjá ILS.
ekkert annað
hvellurinn
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.