Rök?

Hvernig væri að færa rök fyrir þessu

"Evrópusambandið hefur fyrst og fremst staðið vörð um hagsmuni stórbanka og fjármagnseigenda og velt öllum byrðum kreppunnar yfir á almenning"

Ef það væri ekki fyrir ESB væri Grikkland löngu orðið gjaldþrota.

hvells


mbl.is Segja Samfylkingu þverskallast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einnig segir:

"Það hefur einnig alltaf legið fyrir að Vinstrihreyfingin grænt framboð telur að þjóðin eigi að hafa síðasta orðið um þessa afdrifaríku ákvörðun í þjóðaratkvæðagreiðslu."

Það er núg gott, látum þjóðina ráða þegar aðildarviðræðum er lokið. Malið dautt.

Gjaldþrot Grikklands væri ekki gott fyrir stórbankana. Bankarnir hefðu þá bara fengið einhverjar brunarústir.  Þannig hægt er að færa rök fyrir því að ESB sé að halda greiðslunum til þeirra lifandi með því að lána Grikklandi úr björgunarsjóðnum ekki satt. Sem hjálpar stórbönkum.

kv

Sll

sleggjan (IP-tala skráð) 16.8.2012 kl. 09:23

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Gjaldþrot Grikklands væri ekkert sérstaklega gott fyrir stórbankana en þess má geta að bankarnir ERU BÚNIR AÐ AFSKRIFA 50% AF SKULDUM GRIKKLANDS.

Gjaldþrot Grikklands væri fyrst og fremst slæmt fyrir grísku þjóðina.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 16.8.2012 kl. 10:39

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Björgunaraðgerðirnar eru það sem kemur í veg fyrir að hægt sé að ráðast í þá endurskipulagningu sem er nauðsynleg í Grikklandi.

Eftir að hafa verið "bjargað" verður hið óhjákvæmilega gjaldþrot vissulega slæmt fyrir Grikki því eitt af því sem seinni björgunarsamningarnir gerðir af herra Lee Buchheit hljóða upp á, er að með þeim er tekið verð í grískum ríkiseignum. Sem var ekki inni í myndinni áður en til "björgunarinnar" kom.

Þannig að það er hárrétt að gjaldþrot yrði fyrst og fremst slæmt fyrir grísku þjóðina. Núna þegar ESB er búið að þvinga afleiðingunum öllum upp á grísku þjóðina. "Björgunin" var aldrei til annars en að bjarga þeim bönkum sem voru nógu óábyrgir til að lána Grikklandi allt of mikið til að byrja með.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.8.2012 kl. 10:47

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Var það ekki frekar Grikkir sem voru óábyrgir að fá lánað svona mikið?

Bankarnir eru með ákveðna áhættustýringu og eru ekki hafnir yfir gagnrýni. Flestir bankar hafa bætt vinnulagið.. m.a hér á Íslandi.

En bankar hafa ekki vit fyrir fólki. Sá sem skuldsetur sig í botn það er ekki bankanum að kenna.

Að mínu mati.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 16.8.2012 kl. 11:06

5 identicon

Sæll.

Sýnir framkoma ESB gagnvart okkur vegna Icesave ekki vel fram á sannleiksgildi þessara orða?

Helgi (IP-tala skráð) 16.8.2012 kl. 11:48

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Færðu einhver rök fyrir því að Grikkland væri fyrir löngu orðið gjaldþrota ef ekki væri fyrir ESB...  Því er haldið fram að ef Grikkland hefði EKKI gengið í ESB og tekið upp evruna HEFÐI ÞEIRRA STAÐA ALDREI ORÐIÐ EINS OG RAUN BAR VITNI(heimild frá "The Economist")................

Jóhann Elíasson, 16.8.2012 kl. 12:45

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

ESB-bankamafían lánaði Grikklandi, til þess að eiga hönk upp í bakið á þeim. ESB er ekki góðgerðar né siðferðisstofnun. Því ættu allir að vera búnir að átta sig á.

ESB auglýsir sig sem "alvitran" Guð almáttugan, og dómara yfir syndugum á þessari jörð. Er ekki eitthvað siðblint í þessari flækju?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.8.2012 kl. 13:53

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er nú eiginleg ALGJÖRT LÁGMARK að þú færir RÖK fyrir bullinu í þér þar sem þú heimtar alltaf RÖK frá öðrum..................

Jóhann Elíasson, 16.8.2012 kl. 14:48

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"Færðu einhver rök fyrir því að Grikkland væri fyrir löngu orðið gjaldþrota ef ekki væri fyrir ESB...  "

vegna þess að þökk sé ESB þá hefur Grikkland fengið 50% af skuldum afskrifað.

Þökk sé ESB og AGS hefur Grikkland fengið lán á lægri vöxtum en ef Grkkland munu þurfa að fara á almennan markað.

Ef Grikkland hefði ekki fengið þessi neyðarlán þá hefði ríkissjóður Grkklands ekki geta borgað opinber laun og staðið að grunnþjónustu í landinu. Grikkland verða gjaldþrota mjög fljótlega.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 16.8.2012 kl. 14:52

10 identicon

Hvellur, á þessari stuttu bloggfærslu hjá þér ertu að segja að Stórbankar hefður fengið meira fyrir sinn snúð ef Grikkland færi í þrot miðað við stöðuna í dag þar sem Grikkir fá af björgunarsjóðnum. Ef Grikkland færi í þrot fengu stórbankar ekki "þrotabúið". Heldur væri farin Argentísk leið þar sem stórbönkunum verði aldrei borgað. Útskýrðu betur þessa færslu.

Hef lesið þetta nokkrum sinnum yfir og mér sýnist þú halda að Stórbankar vilji að Grikkir færu í þrot.

Sleggjan (IP-tala skráð) 16.8.2012 kl. 15:30

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi RÖKgetur þú lesið í nýjasta hefti Economist, ég nenni ekki að tyggja þau ofan í þig.................

Jóhann Elíasson, 16.8.2012 kl. 15:48

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Bankarnir hljóta að vera með einhver veð.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 16.8.2012 kl. 16:33

13 identicon

Bankarnir litu örugglega á lánshæfiseinkunina hjá Grikklandi sem var mjög ónákvæmt (matsfyrirtækin í rööglinu).

Jú, kannski smá veð. En aldrei meira en 10-20%, enginn pólítíkus er stætt á að veðsetja eyjur, landsvæði, spítala,vegi, eða eitthvað í þeim dúr.

kv

sll

sleggjan (IP-tala skráð) 16.8.2012 kl. 18:12

14 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Bankarnir, lífeyrissjóðirnir og kennitölufrakkara-fyrirtækin eru með veð í ólöglegri þrælavinnu almennings.

Löggjafa-stofnunin alþingi, leggur svo blessun sína yfir lögbrotin, siðblinduna og löglausa vanþróunina.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.8.2012 kl. 19:30

15 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Bankar í Grikklandi eru að fá pening. Og herinn. Enginn annar.

Bankar á Ítalíu og Spáni fá pening, svo og útvalin stórfyrirtæki. Enginn annar.

Þessi peningur kemur frá almenningi í aðildarlöndum ESB - þar með talið Grikklandi, Spáni & Ítalíu. (Að svo miklu leiti sem þeir borga einhverja skatta)

Þetta er ekkert leyndarmál.

Ásgrímur Hartmannsson, 16.8.2012 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband