Valdi Ekvador í staðinn fyrir Ísland

Nokkrir þingmenn og fyldarlið voru með þann draum fyrir stuttu að Ísland skuli vera miðpunktur tjáningafrelsis. Þar gætu allir komið og fengið skjól.

Gegnsæisdraumar allstaðar.

Birgitta úr Hreyfingunni, XS og XV voru að gæla við þetta. En i raunveruleikanum þá er það ekkert þannig. Assange vildi ekki koma hingað því hann var viss um að við mundum senda hann til USA. Sem við hefðum örugglega gert.

Hægt er að halda flottar ræður, en raunveruleikinn er oft annar.

Svona svipað og við Íslendingar ætluðum að vera með alþjóðlega fjármálamiðstöð. Draumórar.

kv

Sleggjan


mbl.is Assange fær hæli í Ekvador
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Raunveruleikinn mun líklega ekki verða opinberaður af toppum í stjórnmálaelítunni, hvorki hér á landi né annarstaðar í heiminum.

Ég hvet drottninguna í Bretlandi, að standa nú fyrir því að réttlætið fái að ráða í heiminum. Hún hefur völd til að breyta óréttlæti í réttlæti.

Ég styð Assange af heilum hug og hjarta, og alla aðra sem berjast fyrir sannleiks-fréttamennsku.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.8.2012 kl. 11:37

2 identicon

Sæll.

Það er alveg með ólíkindum hve mikla athygli þessi maður fær. Hefur hann gert eitthvað gott? Það er matsatriði en höfum eftirfarandi í huga:

Hann komst yfir gríðarlega mikið af trúnaðargögnum sem B. Manning stal og lét hann hafa. Assange gerði sér síðan þýfi að féþúfu. Assange er þjófsnautur þó margir telji hann vera hetju. Manning mun eyða restinni af ævi sinni í fangelsi vegna þess sem hann gerði á meðan Assange baðar sig í sviðsljósinu og telur sjálfum sér og öðrum trú um að hann sé að bjarga heiminum.

Svo hefur Assange ekki dug í sér til þess að svara fyrir ásakanir á hendur sér í Svíþjóð. Þetta er nú meiri hetjan :-)

Helgi (IP-tala skráð) 16.8.2012 kl. 11:41

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Maðurinn er einungis að sinna því sem fjölmiðlar vítt og breitt um heiminn svíkjast um. Einhverjum líkar ekki að sannleikurinn um spillingu heimsins verði opinberaður.

Þeir sem vilja þagga niður í Assange og fleiri boðberum sannleikans, eru tæplega með góða samvisku.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.8.2012 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband