Netflix NFLX

http://www.google.com/finance?q=NASDAQ%3ANFLX

Netflix hefur gengið erfilega síðustu misseri.

Það var skráð 295 stig á NASDAQ árið 2011 en núna er fyrirtækið á 61.

Spurning um kauptækifæri víst þeir eru að fara í útrás til Norðurlandana?

hvells


mbl.is Netflix opnar fyrir Skandinavíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjóræningjaflokkarnir á Norðurlöndum eru að sækja í sig veðrið.

Alemnnt niðurhal á netinu er komið til að vera.

Ef þetta Norðurlandaævintýri virkar hjá þeim er kannski hægt að fjárfesta tímabundið.

En til lengri tíma losa ég mig við allt sem tengist því að borga fyrir þætti og bíómyndir á netinu.

kv

sleggjan (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 13:52

2 identicon

Sníkjudýrin sem kallast rétthafar hér á klakanum.. vilja vera milliliðir.. allt hækkar til að halda uppi þessum sníkjudýrum.. já þetta eru hinir raunverulegu þjófar

DoctorE (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 14:03

3 identicon

Skil ekki afhverju þeir (SMÁÍS) segja að áskirft af Sky sé ólögleg. Miða við að dóminn sem féll í Evrópu dómstólnum þá meigum við kaupa sjónvarpsefni þaðan sem við óskum eftir innan evrópu en erum ekki bundinn af einkarétti einstaklinga eða fyrirtækja. Það er allavegana það sem ég las úr því dómsmáli.

http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/hardari-samkeppni-um-enska-boltann-a-islandi-nytt-fyrirtaeki-bydur-sky-askrift---reiknadu-daemid-her

Kv.

Goggi (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 14:23

4 identicon

Einmitt það hefur fallið dómur um að menn megi taka a´skrift þar sem þeim hentar.
Smáís og samtök steluþjófa á íslandi munu reyna að hafa af almenningi fé.. og taka af okkur kostakjör erlendis frá... þetta eru jú afætur

DoctorE (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 15:04

5 identicon

Smáís eru með eindæmum vitlaus og hrokafull. Loka fyrir leiðir að sjónvarpsefni og láta öllum illum látum í fjölmiðlum reglulega, í stað þess að hreinlega opna þessar leiðir og fá í leiðinni eitthvað fyrir sinn snúð. Það er ENGIN leiguþjónusta í boði fyrir sjónvarpsefni á Íslandi, en það er nákvæmlega það sem fólkið vill.

Hvernig væri að taka þumlana úr eyrunum og fara að átta sig á aðstæðum?

Svo ekki sé minnst á fordómana af þeirra hálfu að setja upp auglýsingu með einhverri stereótýpu af glæpamanni sem kemur frá Austur-Evrópu. Er það ekki eitt og sér einhvers konar lögbrot?

Jón Flón (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 16:07

6 Smámynd: Ellert Júlíusson

Svo má aftur benda á það að alltaf þegar ég kaupi DVD eða Bluray disk þá byrjar Smáís á að þjófkenna mig með langri auglýsingu um hvað það er ljótt að stela...á blessuðum disknum sem ég var að kaupa.

Þetta eru sníkjudýr og afætur. Fólk sem að á sínum tíma var hrætt við kasettur, síðan vhs, síðan cd, næst dvd og núna internetið.

Er ekki tími kominn til að vaxa úr grasi og hætta að rústa markhópnum sínum, fara kannski að hlúa að honum og finna leiðir til að ná inn peningum með því að nota þá tækni sem nú er komin til að vera...í stað DVD og Blu-Ray?

Ellert Júlíusson, 15.8.2012 kl. 21:16

7 identicon

Er ekki kominn tími til að safna fólki saman í eina stóra málsókn gegn Smáís? Þeir eru búnir að taka ákvarðanir fyrir fólk á landsvísu og troða því duglega um tær í allt of langan tíma án þess að nokkuð sé í raun gert í því nema að fussa og sveia á kaffistofum og blogg athugasemdum.

Bara mínir tveir skildingar.

Dobbi (IP-tala skráð) 17.8.2012 kl. 08:29

8 identicon

Jón Flón - það er reyndar til leiguþjónusta á þáttum og bíómyndum á Íslandi. Hún kallast filma.is. Hitt er annað mál að úrvalið þar er mjög takmarkað.

Pétur (IP-tala skráð) 17.8.2012 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband