Með fyrirvara.

Þúsundir Íslendingar hafa flúið land, þúsundir Íslendingar hafa flúið í skóla og þúsundir Íslendingar hafa verið það lengi atvinnulausir að þeir hafa flutt frá vinnumálastofnun yfir í framfærslu bæjarfélags... og þar af leiðandi af atvinnuleysisskrá.

hvells


mbl.is Atvinnuleysið mælist 4,7%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Þú getur sett allskonar fyrirvara við þetta.  Staðan er nú samt orðin þannig allavega á höfuðborgarsvæðinu að allir sem nenna yfirhöfuð að vinna hafa fengið vinnu.  Þannig var það ekki bara fyrir ári síðan.

Óskar, 14.8.2012 kl. 12:40

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það hefur ávalt verið þannig.... jafnvel rétt eftir hrunið.

Atvinnuleysisbætur eru bara svo háar að það borgar sig ekki að vinna á lágmarkslaunum.  (sem eru í rauninni of há líka)

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 14.8.2012 kl. 13:33

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Fyrirvarar ykkar miðast allir við að það passar ykkur ESB trúboðunum mjög illa að atvinnuleysi á Íslandi fer jafnt og þétt minnkandi er nú orðið með því al lægsta sem þekkist Evrópu. Um 40% þeirra sem enn eru á atvinnuleysisskrá eru útlendingar frá ESB svæðinu sem finnst betra að vera á atvinnuleysisbótum á Íslandi, heldur en eymdarbótunum sem þeim býðst í sínum heimaríkjum. Auk þess ber að horfa til þess að atvinnuþátttaka fólks á Íslandi er með því almesta sem þekkist í OECD ríkjunum eða rétt við 80%. Meðan að meðaltalið í ESB er rétt um 65%. Þar er því mikið dulið atvinnuleysi, líkt og í Sovétríkjunum sálugu.

Þrátt fyrir þessa tiltöluulega lágu atvinnuþátttöku þá er atvinnuleysið á öllu EVRU svæðinu viðvarandi hroðalega hátt og er nú að meðaltali 11,3% og hefur farið hækkandi undanfarin ár. Ekki verið hærra síðan mælingar hófust og í heildina er EVRU svæðið nú stærsta og versta atvinnuleysisbæli veraldar.

Auðvitað fóru einhverjir frá Íslandi til Noregs og annað, margir af þeim eru nú að týnast til baka, því að nú er skortur á iðnaðarmönnum og duglegum verkamönnum á Íslandi.

Íslendingum fjölgar nú á nýjan leik og í raun var landflóttinn aldrei neitt í líkingu við hvað spáð var og hvað hann hefur orðið í mörgum kreppulöndum EVRUNNAR eins og Grikklandi og t.d. Írlandi þar sem fólk hefur flutt hundruðum þúsunda úr landi.

Sama á við um Spán þar sem við enn búum, hér fækkar nú Spánverjum sem ekki hefur gerst síðan í hörmungum Borgarastyrjaldarinnar á fjórða áratug síðustu aldar, enda atvinnuleysi hátt í 25% á landsvísu og yfir 50% hjá ungu fólki. Atvinnuleysisbætur hafa verið stórlega lækkaðar og eftir 1 ár er fólk sett á svokallaðar aumingjabætur sem eru 400 Evrur.

Eftir heimsókn okkar í sumar til Íslands höfum við hjónin ákveðið að flýja atvinnuleysið og eymdina hér á Spáni og flytja á ný heim til Íslands, eftir 6 ára útiveru.

Á Íslandi sáum við svo greinilega að nánast allir sem geta og vilja, geta fengið nóg að gera. Þrátt fyrir allt vælið þá sáum við og fundum líka greinilega kraftinn og sköpunina sem einkennir íslenskt atvinnu- og mannlíf.

Einnig hlakkar okkur til að koma heim og leggja lið lokahnykknum í baráttunni fyrir áframhaldandi fullu sjálfsstæði og fullveldi íslensku þjóðarinnar, gegn allt um vefjandi ESB helsinu, sem þjóðin mun nú sem betur fer fyrr en seinna reka af höndum sér. Góðar stundir.

Gunnlaugur I., 14.8.2012 kl. 13:48

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Þessi færsla tengist ESB ekki á neinn hátt.

Svo má ekki gleyma því að atvinnuleysi tekur alltaf dívu um sumartíman m.a vegna ferðmanna og annað.

Það mun hækka í haust/vetur

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 14.8.2012 kl. 14:00

5 identicon

Guði sé lof, þá höfðum við ekki tekið upp evru, þegar Hrunið dundi á okkur. Þá væri atvinnuleysið hér margfalt meira. Í Lettlandi, sem bindur gengi gjaldmiðils síns við evruna, er mikið atvinnuleysi, en samt var allt kaupgjald lækkað þar um nær 30% við hrunið. Hér hefur kaupmáttur launa meðaltekjufólks og þar yfir reyndar lækkað mikið, en sennilega ekki eins mikið og í Lettlandi. Lægstu laun hafa nokkurn veginn haldið í við verðbólguna og atvinnuleysisbætur eru nær jafnmiklar og lægstu laun, sem aftur þýðir, að nú er kerfið orðið vinnuletjandi. Margir kjósa frekar bætur en atvinnu, því atvinnuleysisbæturnar og fríðindi, sem atvinnulausum bjóðast, gera það óaðlaðandi að vinna. Þetta þarf að laga, enda vantar talsvert af fólki í vinnu, sérstaklega á landsbyggðinni. Ég held að allra flokka kvikindi hljóti að sjá, að kerfið má ekki vera vinnuletjandi.

Sigvaldi Ásgeirsson (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 14:21

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er minni atvinnuleysi í ESB og Evrulandinu Austurríki heldur en á Íslandi... þrátt fyrir okkar "elskulegu" krónu.

En kerfið má ekki vera letjandi. Rétt er það.

Það á að lækka bæturnar verulega.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 14.8.2012 kl. 14:24

7 Smámynd: Gunnlaugur I.

@ Sleggjan & hvellurinn.

Bendið hér á eitt smáríki af 27 í ESB þar sem atvinnuleysi er svipað eða eitthvað örlítið lægra en á Íslandi.

En ég er sammála ykkur að það þarf að lækka atvinnuleysisbætur á Íslandi í áföngum, það er ótækt að þær séu jafn háar eða jafnvel hærri en lægstu laun, það er vinnuletjandi. Til dæmis að hækka þær ekki í samræmi við aðrar launahækkanir og alls ekki festa þær við einhverja launavísitölu.

Ég er þó ekki að tala um að setja þær niður í einhverjar smánarlegar aumingja bætur, eins og víða tíðkast í mörgum þessara svokölluðu "fyrirmyndar" ESB/EVRU ríkjum ykkar.

Gunnlaugur I., 14.8.2012 kl. 14:58

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég nefndi Evruland sem er með minna atvinnuleyssi á Íslandi til þess að afsanna kenningu þínu um að EVRA fylgir atvinnuleysi.

Svo var meiri atvinnuleysi á spáni árið 1994 en núna.... þegar Spánn var með sinn eigin gjaldmiðil.

Eftir stendur Gunnlaugur með allt niðrum sig.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 14.8.2012 kl. 15:38

9 identicon

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_unemployment_rate

 Þarna er skráð 11,1% atvinnuleysi í Evrópusambandinu en 6,6% á Íslandi. Hvaðan hefur þú þín gögn sleggja og hvellur?

hehe whuuu? (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 15:59

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Lækka atvinnuleysisbætur verulega.

Sparar ríkissjóð, og fær folk að vinna.

Það vantar fólk. Ullarprjónunarútibú opnaði á Suðurnesjum (þar sem atvinnuleysið er mest) og fáir sóttu um og þeir standa í mannekklu. 

Það er einhver brotalöm í gangi.

slegj

Sleggjan og Hvellurinn, 14.8.2012 kl. 16:09

11 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

annars er "hehe whuuu" mjög gott nafn. Halda þessu áfram.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.8.2012 kl. 16:09

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

hehe whuuu?

Ég var bara að benda á Austurríki. Ekki ESB svæðið sem heild. En skv þínum heimildum er 3,9% atvinnuleysi í EVRU og ESB landinu Austurríki.

Sem stiður minn málstað að það er ekki hægt að kennna EVRUnni um atvinnuleysi....þvert á móti.

hvells

 Austria3.92012 (April)[11]

Sleggjan og Hvellurinn, 14.8.2012 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband