Mjög gott fyrir landsmenn

Samningsafstaða Íslands er góð. Fá Evruna sem fyrst.

Lífskjör landsmanna batna í kjölfarið. Við verðum skorin úr snörunni.

Aflandskrónur verður gamall brandari. Gjaldeyrishöft eitthvað sem tilheyrir svartri fortíð.

Betri vaxtakjör.

Verðtryggingin burt.

Stöðugleiki. Auðveldara að reka fyrirtæki.

 

Eða er einhver hérna sem vill hafa gjaldeyrishöftin? Er einhver sem vill verri vaxtakjör? Er einhver sem vill halda í verðtryggð húsnæðislán? Er einhver  hér sem vill ekki stöðugleika?

Ég hélt ekki.

 

kv

Sleggjan


mbl.is Evran verði tekin upp sem fyrst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Vextir eru breytilegir innan landa ESB og fara hækkandi vegna komandi hruns ESB matarverð hækkar laun lækka og atvinnuleysi eykst frá degi til dags.Svo ekki skil ég hvað menn sjá svona gott við ESB og evruna eins og staðan er í dag og því á leggja þessa viðræður á hilluna og geyma til betri tíma ef ESB verður til enn,ef við förum þarna inn núna og staðan versnar sem allt bendir til að verði þá fyrst fáum við að finna fyrir því hvað kreppa er.

Marteinn Unnar Heiðarsson, 11.8.2012 kl. 10:23

2 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Marteinn, Vextir eru breytilegir innan þeirra landa ESB sem eru ekki með evruna. Almennt séð þá hafa stýrivextir og vextir almennt farið lækkandi á undanförnum árum. Nú er svo komið að stýrivextir eru orðnir -0.2% í Danmörku. Stýrivextir eru 0,25% í Bretlandi. Í Svíþjóð eru stýrivextir 1,50%d. Á evrusvæðinu eru stýrivextir 0,75%.

Eina landið sem ég veit um þar sem stýrivextir fara hækkandi þessa mánuðina er á Íslandi. Það er enginn endir á þeim stýrivaxtahækkunum á næstunni eftir því að mér sýnist.

Atvinnuleysi á evrusvæðinu er stöðugt. Það hefur eitthvað hækkað undanfarna mánuði, en ekkert sem nemur. Þrátt fyrir tal fjölmiðla um annað.

Evran sem gjaldmiðill er stöðugur, og það er ekkert að fara breytast á næstunni.

Jón Frímann Jónsson, 11.8.2012 kl. 10:35

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvernig verður það útskýrt, að almenningur í evrulöndum getur ekki lifað af evrunni, og bankarnir ræna heimilum þar eins og hér?

Það sem skiptir máli, er hvað hver fær fyrir gjaldmiðilinn, en ekki hvernig útlit og tölur eru á bréfsneplinum.

Það er heimavinna Íslendinga að hreinsa til í spillingunni. Ekki nokkurt annað land hefur áhuga á að taka slíka skítavinnu að sér fyrir óreglustjórn og embættisklíku Íslands.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.8.2012 kl. 10:58

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já þannig að þið eruð að sjá Ísland sem björgunarlandið fyrir ESB á kostnað okkar Íslendinga...

Þeir sem halda því fram að ESB sé lausn allra mála eiga bágt og eru þröngsýnir segi ég vegna þess að þið talið eins og það sé ekkert annað til í stöðunni...

Það sem Íslendingar þurfa að gera er að koma sér saman um hvað það er sem að þeir vilja að hlutirnir snúist um, það er velferð okkar eða velferð ESB á kostnað okkar Íslendinga...

Það er ekkert sem segir að við Íslendingar getum ekki gert það sem er okkur Íslendingum til hins betra og góðs algjörlega burt séð frá áhrifum þess á ESB eða aðrar Þjóðir.

Að hafa það og móta sem kemur okkur Íslendingum áfram og til velfarnaðar er það sem að við Íslendingar eigum að hafa að leiðarljósi og gera, ekki hvað ESB þarf og hvað þá algjörlega burt séð frá því hvernig það kemur okkur Íslendingum til, svoleiðis stjórnun eins og núverandi Ríkisstjórn Íslands er búin að vera með er í raun Landráð og varðar brot á lögum...

Þessi frétt segir okkur að Ríkisstjórn Íslands er markvisst búin að grafa undan krónunni okkar og þá stöðugleikanum í leiðinni, í rúm 3 ár er þetta búið að viðgangast á kostnað okkar skattgreiðenda og ekki laust við að það hvarli að manni sú hugsun hvernig staðan gæti verið ef það hefði nú verið jafnmikið lagt í að styrkja krónuna eins og lagt hefur verið í að grafa undan henni...

Þessa Ríkisstjórn á að kæra til Landsdóms fyrir landráðs og ekkert annað...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.8.2012 kl. 11:07

5 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Það er nú ekki mikið um þetta að segja,ekki er öll vitleysan eins.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 11.8.2012 kl. 11:35

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er auðvitað ekkert í lagi með þessa ESB áhangendur þá fáu sem eftir eru. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.8.2012 kl. 11:41

7 identicon

Það var athyglisvert að hlusta á mútukónk sjallanna í hádegisfréttum í dag þegar hann var spurður eftir framtíðarsýn ránfuglanna í Valhöll á gjaldmiðilsmálum íslendinga og stefnu í fjármálum landsins.

Svarið var að það yrði að finna lausn og mynda stefnu.

Really???

Á meðan fólk getur ekki sjálft komið fram með neinar lausnir, ætti það að láta vera að gagnrýna hugmyndir annarra.

Þeir sem halda að evran sé ónýtur gjaldmiðill gera sér greinilega enga grein fyrir stöðu krónunnar í dag, að þú getur alveg eins reitt fram matador peninga erlendis eins og krónuhræið.

Hún er hvergi í heiminum nothæf sem gjaldmiðill í viðskiptum, nema í þessum sýndarceruleika sem er buið að setja upp hér á Íslandi.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 13:32

8 identicon

....og er ég þó alls enginn stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar.

Hún verður að víkja eins og fjórflokkurinn allur og óskandi að kjósendur hafi vit á að hreinsa út skýtinn í vor.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 13:34

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hver eru eiginlega rökin fyrir því að afleggja gjaldeyrishöftin? Þau munu verða okkar eina vörn þegar evrusvæðið springur í loft upp! Af öllum þeim sem tala fyrir afnámi gjaldeyrishafta hefur ENGINN, ekki einn einast hvorki spekúlant sé sérfræðingur, sett fram sannfærandi rök fyrir því að gera okkur varnarlaus gagnvart hamförunum sem nú skekja efnahagskerfi heimsins.

Svo þurfum við enga evru til að afnema verðtryggingu sem hefur verið ólögleg á Íslandi a.m.k. frá árinu 2000. Allar samevrópskar reglur sem varða neytendalánaviðskipti hafa fyrir löngu síðan verið innleiddar hér gegnum ESS. Ekki hafa þær reglur þó nýst okkur þar sem þeim hefur aldrei verið framfylgt af íslenska ríkinu þrátt fyrir að það hafi skuldbundið sig til þess. Að halda að á því verði einhver breyting þó gengið yrði lengra inn í evrópskan samruna er helber misskilningur. Staðreynd málsins er sú að engin af viðkomandi lögum og reglum munu breytast þó gengið yrði í ESB, og við sætum enn uppi með stjórnvöld hér á Íslandi sem hafa aldrei sýnt af sér vilja til þess að framfylgja þessum lögum og reglum öll þau ár sem þau hafa verið í gildi.

Svo er ekki eins og evrópsku pólitíkusarnir séu eitthvað skárri.

Til þess að fá að taka upp evru myndi Ísland þurfa að skrifa upp á háar ríkisábyrgðir fyrir björgunarsjóðina ESM/ESFS sem eru eins fasískar stofnanir og hægt er að hugsa sér, ónæmar fyrir saksókn en mega hinsvegar sækja til saka hvern þann sem ekki fer að vilja þeirra. En hvers vegna ættu Íslendingar að vera að ábyrgjast skuldir annara ríkja sem eru í ógöngum með sín ríkisfjármál og gjaldmiðil? Hjálpuðu þau okkur þegar Ísland leti í sambærilegum vandræðum? Nei, þá vorum við líka krafin um ríkisábyrgð!

Staðreynd málsins er sú að æðsti löggjafi Íslands (Íslendingar sjálfir) hafa hafnað því tvisvar nú þegar að lögleidd verði ríkisábyrgð á skuldum annara. Því er tómt mál eftir það að tala um lögleiðingu frekari ríkisábyrgða og þar með tómt mál að tala fyrir upptöku evru. Enda væri stjórnarskrárbrot að undirgangast þau skilyrði sem því fylgja, og fullkomið ábyrgðarleysi.

Lausnin er einföld: framfylgja lögum og þá kemur í ljós að það er engin verðtrygging, íslensk lán eru með þeim ódýrsutu í heimi, og ríkissjóður er ekki í hallarekstri heldur blússandi plús þegar hann hefur innheimt eðlilegt endurgjald fyrir stuðning sinn við fjármálafyrirtæki. Það eru nefninlega í gildi lög á Íslandfi sem kallast lög um ríkisábyrgð, og samkvæmt þeim skulda bankarnir okkur hundruðir milljarða. Nóg til að hafa skattlaust ár!

Á meðan fólk getur ekki sjálft komið fram með neinar lausnir, ætti það að láta vera að gagnrýna hugmyndir annarra. 

Bara ef þeir sem ekkert vita um peningamál mynduð nú tileinka sér þetta...

Guðmundur Ásgeirsson, 11.8.2012 kl. 17:14

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Kaldhæðnin að það þurfti EES regluverk til að gera hlutina betri hér á landi. Ísenskir pólítíkusar eru ekki eins gáfaðir og við höldum.

ESB væri frekara skref í smart-átt.

Annars Guðmundur, þú talar eins og það sé gefið að Evran sé að leysast upp (eða falla um hve mikið?). En ég tel það ekki gefið. Nema kannski að Evran falli eitthvað. En krónan féll nú heldur betur, ekkert að stressa sig yfir.

kv

sll

Sleggjan og Hvellurinn, 11.8.2012 kl. 17:20

11 identicon

EES regluverkinu hefur ekki tekist að bæta mikið hér á landi, síður en svo. Í ofanálag grasserar spilling og óráðsía í ESB batteríinu sem við megum ekki við.

Í ljósi hörmungarástands í ESB ríkjum og brauðfóta Evrunnar þá hljótum við að leggja þessa umsókn okkar til hliðar í nokkur ár.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 20:26

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

ESB kaldhæðnin er að Guðmundur Franklín Hægri Grænn. Einn sá harðasti á móti ESB. Er að beita sér fyrir að sanna að Verðtrygging er afleiða og þ.a.l. ólögleg.

Og hvaða lög voru það? Jú tilskipun frá ESB. Ef ekki væri fyrir þessa tilskipun þá hefði Franklín ekkert í höndunum. 

En NEI sinnum er alveg sama um staðreyndir, þeim er alveg sama um hvaða kosti ESB hafa, neita öllu fram í rauðan dauðan. ALLT skal vera neikvætt sem kemur frá ESB.

Svara Sigrúnu að hluta til með þessu svari

kv

Sll

Sleggjan og Hvellurinn, 11.8.2012 kl. 23:27

13 Smámynd: Óskar Arnórsson

Allt tal að taka upp evru sem gjaldmiðil slær út alla þekkta pólitíska heimsku sem er þekkt í heiminum. Innan ESB þingsins er svo makalaus spilling að allir sem kæra sig um, sjá hvað er í gangi.

Ég nota skilning og áhuga fólks á ESB og evru sem mælikvarða á heiðarleika viðkomandi og áreiðanleika á öllum sviðum. Það er bara stórundarlegar hvatir þessa fólks, sem ég ætla ekki að lista upp hér, sem gerir það að verkum að það vill selja landið og sál sína til ESB klíkunar í Brussel...

Óskar Arnórsson, 12.8.2012 kl. 08:28

14 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Guðmundur og Óskar lýsa mjög skýrt í sínum pistlum, um hvað málin raunverulega snúast.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 12.8.2012 kl. 08:40

15 identicon

Guðmundur Ásgeirsson,

Hvaða lög eru það sem þú kallar lög um ríkiksábyrgð, og samkvæmt hvaða ákvæði þessara laga skulda bankarnir okkur hundruði miljarða?

 Og ef þú finnur þetta ákvæði, finnst þér líklegt að bankarnir geti lagt út þessa hundruði miljarða þegar gengislánadómarnir eru nú þegar búnir að gera þá alla gjalddþrota?

Það er ljóst að bann við afturvirkum vaxtaútreikningum er að kosta fjármálafyrirtækin a.m.k. allan hagnað þeirra frá stofnun þeirra og trúlega meira til.

Yrðu bankarnir skyldaðir til að gera þessi lán upp í dag færu þeir allir lóðbeint á hausinn.

Ég vona að þú munir sjá þér fært að svara þessu um lögin um ríkisábyrgðina.

kv.

Sigurður #1 (IP-tala skráð) 12.8.2012 kl. 19:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband