Föstudagur, 10. ágúst 2012
Hraðbraut.
Það voru einmitt 800 nemendur í Hraðbraut.
Framhaldsskólanum sem Katrín Jakobs lokaði.
Vegna hennar hugmyndafræði um einkarekið menntakerfið.
Árangurinn er á eftir því.
Katrín er með allt niðrum sig núna.
Fyrst Harpan og nú þetta.
hvells
![]() |
Skólarnir eru yfirfullir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hraðbraut var lokað einfaldlega vegna spillingar.
Skólastjórinn var að undirborga kennurunum. Lána pening (er skóli lánastofnun?) til sín og félaga sinna.
Þetta var hræðilegt, gott hjá Katrínu að loka á þetta.
Það hefði verið lausn að láta skólastjórann fara og láta aðra taka við. En alls ekki láta þennan mann halda áfram.
sleggjan (IP-tala skráð) 10.8.2012 kl. 15:28
Ég var að kenna við Hraðbraut, ekki illa borgað og yndislegur vinnustaður, frábær andi og frábær námstækifæri. Skólastjórinn hefur lofað öllu fögru, þ.á.m að fá aðra til að stjórna skólanum, en ekkert er hlustað á hann. Ég er ekki að segja að hann sé saklaus, bara að segja að það er ósanngjarnt að loka heilum skóla ef einn maður hefur gert mistök. Endilega berjumst fyrir þessum frábæra skóla, hér er undirskriftalisti fyrir þá sem vilja sjá Hraðbraut áfram sem valkost í þjóðfélaginu, því greinilega er þörf á plássunum:
http://www.change.org/petitions/menntam%C3%A1lar%C3%A1%C3%B0uneyti%C3%B0-endurn%C3%BDja-%C3%BEj%C3%B3nustusamning-vi%C3%B0-menntask%C3%B3lann-hra%C3%B0braut?utm_campaign=autopublish&utm_medium=facebook&utm_source=share_petition&utm_term=25864249
Svanborg Gísladóttir, 11.8.2012 kl. 02:20
http://www.ruv.is/node/139549
þar segir:
Fyrrum kennarar við Menntaskólann Hraðbraut segjast hafa fengið umtalsvert lægri laun en sambærilegra kennarar innan Kennarasambands Íslands.
Ekkert flóknara. En ok, aðra til að stjórna. Mun hann samt halda áfram að vera EIGANDI, eða hverfa alveg úr öllu?
ég skrifa undir ef þessi maður lætur sig hverfa algjörlega.
Svaraðu nú Svanborg
kv
sll
Sleggjan og Hvellurinn, 11.8.2012 kl. 03:09
Mér finnst eitt svo fyndið og áhugavert við þennan mann. Ég afgreiddi hann einu sinni þegar ég vann hjá hraðsendingarfyrirtæki (póstur og pakka sendingar milli landa), hann var með ágætlega stóra sendingu sem kostaði hjá okkur í kringum 15.000 krónur, afhent næsta dag upp að hurð. Og hann vogaði sér að röfla yfir verði þessi nirfill, maður sem var þá nýlega búinn að vera á fréttamiðlum landsins vegna þess að hann hefði greitt sér um 200 millur í arð. LOL, þeir sem eiga peninga eru þeir nískustu.
Thor (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 05:58
Það sem ég er að reyna að segja er að það er ósanngjarnt að heilt skólasamfélag gjaldi fyrir að einn maður hafi gert mistök, þegar hann er að reyna að bæta fyrir það með öllum mögulegum hætti, þ.á.m líka hefur hann boðist til að borga peninga tilbaka til ríkisins ef það er aðal vandamálið.
Ég býst nú ekki við því að hann hætti að vera eigandi, og ég veit að aðal launaádeilan snérist líka um vinnuálag, að kennarar hraðbrautar eru að kenna 3 mánaða námsefni á 4 vikum og þessvegna væru launin ekki nægjanlega há miðað við það, en hinsvegar eru þau hærri en í öðrum skólum, amk þennan vetur sem ég vann þar, ég veit ekki hvernig þetta var árið 2010.
Stundum er líka bara prinsipp mál varðandi kostnað eins og á sendingunni sem þú nefnir, kannski fannst honum þetta bara ekki sanngjarnt verð, þó maður sé ríkur...Ekki það að ég sé að reyna að verja hann, hann getur alveg verið nískur þessvegna líka!
Ef þið hafið áhuga á að sjá hverju hann lofaði mæli ég með að þið lesið þetta bréf:
http://www.mbl.is/media/80/3580.pdf
Margir nemendur fá líklega ekki skólavist í menntaskóla í vetur vegna þessa, flestir nemendur og kennarar sem þekkja til eru mjög ánægðir með starf skólans.
Afhverju eiga allir þessir að gjalda fyrir mistök eins manns? Þegar hann er búinn að bjóðast til að gera allt til að bjarga skólanum? Þetta finnst mér ósanngjarnt og mörgum öðrum.
Svanborg Gísladóttir, 11.8.2012 kl. 10:34
Megum ekki gleyma því heldur að þetta er fyrirtæki í einkaeign og því "ætti" þannig séð að vera í lagi að greiða sér arð ef rekstur gengur vel. Nemendur borga há skólagjöld fyrir að fá að útskrifast á 2 árum í stað 4urra og allur peningur frá ríkinu fer vitaskuld í það að mennta þessa nemendur.
Nú veit ég ekki hvað hann var að greiða sér mikið og ætla ekki að verja það, en aðalmálið fyrir því að ég er að berjast fyrir skólanum áfram er vegna þess að ég vil sjá þennan valkost áfram fyrir þjóðfélagið og mér finnst eigandi þess vera tilbúin að bæta fyrir, afhverju ekki að leyfa honum það til að fjölmargir aðrir þurfi ekki að gjalda fyrir líka?
Annað, þetta bréf sem ég setti inn, það er síðan í haust, og eitthvað fleira hefur hann boðist til að gera síðar á fundum, eins og hann orðaði það sjálfur: bauð ég ráðherra bókstaflega allt sem hugsanlegt var að bjóða nema að gefa henni skólann.
fullt hægt að lesa í fréttaveitu skólans um þessi mál líka ef fólk hefur áhuga:
http://hradbraut.is/
Takk fyrir mig,
Svanborg
Svanborg Gísladóttir, 11.8.2012 kl. 10:57
Þegar menn eru í ábyrgðarstöðu, þá veltur allt batteríið á því hvaða ákvarðanir þeir taka.
Þarna brugðust þeir sem í ábyrgðarstöðunni voru, sviku og prettuðu alla í kringum sig. það eina rétta í stöðunni var að loka þessari skítaholu sem Hraðbraut var orðin. Hún var einfaldlega of skemmd til að hægt væri að bjarga henni..
Rúnar (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 10:57
Eigum við þá ekki bara að loka Íslandi líka? bara að pæla... voru ekki menn þar í ábyrgðastöðu sem brugðust þegar hrunið varð? Mun meira og miklu alvarlegra að mínu mati, það er nú gott að önnur lönd hafi ekki ákveðið að "loka" bara landinu vegna mistaka stjórnvalda og látið 350.000 saklausar manneskjur gjalda þar... Gott við fengum séns frá öðrum (ja flestum), þó svo stjórnvöld okkar séum ekki tilbúin til að gefa öðrum sömu sénsa og þau fengu!
Svanborg Gísladóttir, 11.8.2012 kl. 12:25
Þetta var nú meira sagt í gríni en alvöru samt.
Mín skoðun og margra annara er að fá að halda þessu starfi áfram, án þess að vera að verja gjörðir eins eða neins.
Þið megið hafa ykkar skoðanir líka.
Hvet bara alla til að kynna sér málin og dæma ekki fyrr en maður veit alla söguna, beggja megin frá.
Virðing og friður,
Svanborg
Svanborg Gísladóttir, 11.8.2012 kl. 12:42
Algjörlega sammála þér Svanborg að það þarf að bjarga þessum skóla.
En það þarf að gera það án þess að þessi maður komi nálægt. Get lofað þér að margir aðrir eru jafn hæfir eða hæfari til að reka þetta battterí.
Ef þessi skóli væri algjörlega rekinn með eigin peningum þá gæti mér ekki verið meira sama um arðinn og lánin. En hann var að fá langmest frá ríkinu.
kv
sll
Sleggjan og Hvellurinn, 11.8.2012 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.