Fimmtudagur, 9. ágúst 2012
Þór Saari gefur tóninn fyrir nýtt lýðskrum í aðdraganda kosninga
Hann segir:
"..... það er ekki hægt að vinna á þessum skuldum með auknum niðuskurði og meiri skattlagningu. Eina leiðin út úr þessari sjálfheldu er að endursemja um róttæka endurskipulagningu á vaxtagreiðslum og endurgreiðslum."
Eftir því sem ég best veit mun hann vera í Dögun stjórnmálahreyfingunni nýju. Þór hafnar semsagt niðurskurði og skattlagningu og ætlar að einbeita sér að lánardrottnunum. Það hlýtur þá að vera Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Norðurlöndin sem hann ætlar að endursemja við ef hann kemst í stjórn.
Hversu raunhæft er það að AGS endursemji upp á nýtt? Þór verður að útskýra það. Svo hann sé trúarlegur þá verður hann beinlínis að fá einhvern sem ræður hjá AGS (helst Christine Lagarde) til að gefa yfirlýsingu um vilja til að semja um betri kjör.
Annars er þetta lýðskrum hjá herra Saari.
kv
Sleggjan
![]() |
Segir skuldabyrði hins opinbera ósjálfbæra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mig grunar að lýðskrum verði óvenju mikið næstu kosningum. Lilja og Hreyfingin fremstir í flokki.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 9.8.2012 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.