Enn eitt dæmið

Það er verið að ofgreina ADHD hjá börnum í dag.

Síðasta setningin í fréttinni:

"Fólki sé skipt í þrjá hópa: Úthverfa (15%), miðlæga (70%) og innhverfa (15%). „Þeir úthverfu eru með hægara blóðflæði í heila og halda bara athygli í 3-4 mínútur í einu. Þeir þurfa að hreyfa sig til að heilinn sofni ekki. Þessi börn eru alltaf á iði, t.d. í skólastofunni eða heima og geta því valdið truflun. Ef foreldrið eða kennarinn eru miðlæg eða innhverf þá fer þessi hegðun í taugarnar á þeim.“

 

Það er ekki flóknara. Foreldrar vilja setja börnin sín á lyf ef "hefðun fer í taugarnar á þeim".

Það er auðveldara að gefa barninu rítalín og ljúga að sjálfum sér að það er það eina sem það virkar, og halda áfram að horfa á CSI, Law and Order. Í staðinn fyrir að fara út með krakkann að hreyfa sig.

kv

sleggjan


mbl.is Börn oft ranglega greind með ADHD
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

rítalín er verulega skaðlegt dóp og eins furðulegt og það er þá er cannabiz, mdma, lsd og amfetamín skárra en rítalín og minna ávanabindandi + þá er sannað að cannabiz og amfetamín virka jafn vel og (cannabiz)betur á ADHD ég held að það væru ekki margir sem vildu sjá 5 ára gamalt barn að reykja jónu!!!! hvað sem fólk heldur þá er ég ekki að segja að það eigi að nota cannabiz eða amfetamín á börn heldur á ALSEKKI að nota rítalín á nokkurn mann!!!!!

óvirkur fíkill (IP-tala skráð) 8.8.2012 kl. 21:07

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sorglegasta grein sem ég hef lesið lengi...

Kolbrún Stefánsdóttir, 8.8.2012 kl. 21:14

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Nú er komin kóróna á fordómana, sem börn með athyglisbrest/ofvirkni glíma við.

Sem eru: heimskingi, aumingi, hálfviti, asni, vangefinn, óþolandi!!! Lyfjamafían græðir á þeim sem hafa slíkan lestur stanslaust yfir sér í opinberum skólum landsins. Það er skammt öfganna á milli. Orsök og afleiðing eru tvær hliðar á sama teningnum.

Það skiptir greinilega engu máli hvort börn nái að einbeita sér að því að verða læs, sem er stærsta vandamálið, en ekki það að börn hreifi sig mikið og séu virk heima hjá sér eða í skóla! Það er ekkert eðlilegra en að börn séu vel virk.

Athyglisbrestur lýsir sér ekki á þann hátt að börnin séu of virk, heldur að heilinn virkar ekki nógu hratt! Er einhver sem getur skilið þetta á Íslandi árið 2012?

Eigum við ekki að taka hjartasjúklinga af lyfjunum sínum strax, vegna þess að mataræði og sálfræðihjálp er það eina rétta?

Eigum við ekki að taka offitu skólabarna í sömu syrpunni, og útrýma Þeim strax úr skólakerfinu, sem ekki þola kapphlaup og biðina eftir nýjum úrræðum?

Fyrr má nú rota en dauðrota adhd-börnin!!!

Eiturlyfjasalar undirheimanna bíða svo á næsta götuhorni, með "lyf" sem örvar athyglina. 

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.8.2012 kl. 21:46

4 identicon

Þessi grein á mbl.is er skoðun einnar konu og er svo stútfull af röngum staðreyndum að ég veit ekki einu sinni hvar ég á að byrja. Ég á síðan ekki til orð yfir þessari bloggfærslu sem er ekkert nema fordómar og alger fáfræði.

Þú (þið) greinarhöfundur hefðir gott af því að lesa þér til um ADHD og jafnvel ræða við foreldra barna með ADHD. Þá mundirðu eflaust átta þig á því að ekkert foreldri VILL láta barnið sitt á lyf! Það er gripið til lyfja þegar annað hefur ekki virkað. Ekki vegna þess að þessi börn pirri foreldra sína, heldur vegna þess að flest þeirra eru orðin vinalaus vegna hömluleysis, standa illa í námi (þrátt fyrir fulla greind), komin með lélega sjálfsmynd og jafnvel haldast ekki í íþróttum og öðru tómstundastarfi vegna einbeitingaskorts og eirðarleysis. Lyf geta í mörgum tilfellum bætt lífsgæði þessara barna.

Við verðum líka að gera okkur grein fyrir því að öll lyf leggjast mismunandi í fólk. Ég tek t.d. eftir því að fyrsta kommentið við þessari grein er skrifað af manneskju sem kallar sig "óvirkur fíkill". Engin tilviljun þar að sú manneskja sé á móti lyfjum við ofvirkni.

Margir foreldrar barna með ADHD (þ.á.m. ég) leggja mikla vinnu við uppeldi barna sinna svo þeim líði vel og vegni vel, mun meiri vinnu en flestir foreldrar heilbrigða barna. Í stað þess að fá hrós fyrir það þurfum við endalaust að verjast fordómum eins og þessum og vera kölluð latir og lélegir foreldrar. Mér finnst þetta mjög sorglegt!

Rakel (IP-tala skráð) 8.8.2012 kl. 22:22

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Já Rakel. Það virðist ekki hræða fólk, að dópsalar götunnar ná þessum börnum fljótt í viðskiptavina-hópinn, með tilheyrandi hörmungum, afbrotum og innbrotum, til að fjármagna lyfin í undirheimunum!

Hver ætli skaffi "lyfin" á götunni? Þau koma ekki ókeypis inn í landið!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.8.2012 kl. 22:35

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sagt er að börn eru OFT ranglega greind. Ekki stundum, heldur oft.

Það er grafalvarlegt. 

Rakel, þú ert að tala um þá sem eru með ADHD í raun. Við erum að tala um þá sem eru ranglega greind sem er oft, því miður.

Það getur, like it or not, verið út af því að börnin eru að fara í taugarnar (lesa rannsóknina) á foreldrum. Skulum tala um efni rannsóknarinnar. Sannleikurinn er stundum bitur.

Út með pólítískan rétttrúnað.

Eg sjálfur þekki mikið til um foreldra sem eru ekki að nenna að virkja börnin sín til hreyfinga, leiks, og gefa ekki tíma.

Hef unnið með börnum, þekki marga foreldra sem eru vafasamir. Þannig ég tala út frá þessari frétt og minni eigin reynslu og það samræmist.

kv

sll

Sleggjan og Hvellurinn, 9.8.2012 kl. 00:01

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er jafn alvarlegt að greina börn rangt, eins og að sleppa því að greina þau, með tilheyrandi andlegu niðurbroti. Kerfið hefur ekki mikinn áhuga á að efla vandaðar greiningar.

ADHD-greining má ekki vera gerð ranglega til að deyfa börn sem eru eðlilega orkumikil og geta lært. En þegar athyglisbrestur heftir þau í að verða læs, þá er málið orði alvarlegt fyrir börnin.

Nýjar meðferðir og breyting á opinbera skólakerfinu væru svo sannarlega skref í rétta átt. En því miður eru ekki sjáanlegar breytingar á því kerfi.

Fram að þeim tíma þurfum við að koma börnum þessa lands læsum og ó-niðurbrotnum í gegnum grunnskóla.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.8.2012 kl. 00:28

8 identicon

Hvernig getur fólk verið "á móti" þessari grein.

Þetta er löngu vitað.

Hvernig umræðan fer að snúast um einhverja eiturlyfjasala og að skólakerfið sé "vanbúið", o.s.frv. er eiginlega bara sorglegt.

Alltaf skal kenna einhverjum öðru um. Alltaf.

Kannski það sé vandamálið, heldur en eitthvað annað, þó að sjálsögðu eru til einstaklingar sem eru með ADHD.

Miðað við viðbrögð sumra við mjög "rólegri" grein, þá veltir maður fyrir sér hvort að þessu fyrring sé dýpri en orð fá lýst.

Geir Arnar Jónsson (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 01:40

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Geir Arnar. Eiturlyfjasalar götunnar lifa á börnum sem glíma við námsvanda í grunnskólum. Þetta er staðreyndin á Íslandi, en kannski ekki í öðrum löndum.

Svona er þetta bara á Íslandi. Börnin líða fyrir vanhæfni kerfisins, og leiðast út í "lyfin" á götuhornunum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.8.2012 kl. 01:59

10 identicon

rakel þú ert asni .foreldrar gera þetta ekki vegna þess að allt annað hefur brugðist heldur, til að fría sig ábyrgð, ég er eitt dæmi um misgreiningu ..

prófaðu að fá þér einn skamt og kíktu hvernig þér líður , ég var settur á rítalín áður en ég kom í 2 bekk(8ára) og með lyfjunum fylgdi ofsakvíði myrkfælna ofhræðsla ... en spurning er hvort það hafi komið vegna ofskynjana sem komu i kjölfari . ,
ég hef tekið eftir að mataræðið spilar gífurlega inn í , svo þegar fólk talar um að canabis og amfeta mín sé skárra , þá er það satt , en það er aðeins skárra , ekki óskaðlegt !

rítalín  truflar upptök miðtauga boðefni og veldur geðklofa

raggi (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 02:23

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Raggi. Því miður hefur heilbrigðiskerfið svikið í þessum málum.

Það er ekki hægt að kenna foreldrum um það.

Það þarf að auka fræðslu, efla sjálfsábyrgð og leyfa sölu á þeim efnum sem eru á markaði. Þannig er flestum borgið. Upplýsingar og sjálfsábyrgð er eina aðferðin sem virkar. Forræðishyggja skapar einungis vandræði.

En skólakerfinu má víst ekki breyta. Því miður.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.8.2012 kl. 02:55

12 identicon

rítalín sem er versta sort af dópi hér á landi ! ,og, kvíðaogþúnglyndis lyf á bara að nota í neyð, það er alltaf undir liggjandi ástæða fyrir kviða, þunglindi, adhd, "óðnæmi , matarvenja , vítamín skortur , eitrun,  myglusveppur og margt annað

raggi (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 03:59

13 identicon

Rítalín er með svipaða virkni og kókaín (s.s meiri en bara amfetaín sem er þó mjög líkt). Þó að það "hjálpi" börnunum eitthvað tímabundið, t.d í skólanum, þá er samt verið að skemma í þeim heilann, hjartað og fleira innvortis. "Lyfið" mun alltaf hafa þau áhrif á líkamann sem ólöglegu lyfin hafa, enda er efnasamsetningin nánast sú sama. Ég skil mjög vel að það sé erfitt að þola erfið börn, en persónulega veit ég samt að sama hvað mín börn verða hugsanlega erfið í grunnskóla, jafnvel þó að þau læri illa að lesa og annað slíkt, þá finnst mér það samt skárri tilhugsun en að þau þurfi að vera á lyfi sem ég persónulega tel mjög skaðlegt, ekki síst fyrir samfélagið almennt. Það er nú enn ein hliðin á málinu, hvernig þessi adhd lyf hafa breytt stórum hluta af unglingum á höfuðborgarsvæðinu í sprautufíkla! Mér finnst þetta orðinn svo hrikalega hár fórnarkostnaður, bara vegna þess að eitthvað fullorðið fólk getur endalaust verið að væla um að það sé nú með athyglisbrest og þurfi rítalín.

Þvílíkt bull. Það er allt annað með krakkana sem fá þó allavega eitthvað gott útúr notkuninni en ég gæti samt ekki lifað með því að barnið mitt yrði óhjákvæmilega skemmt á sama hátt og kókhaus og spíttfrík í æsku, með öllum ósýnilegu afleiðingunum fyrir líffæri þess. (ath það er ekkert víst að það sjáist en skaðinn getur samt verið til staðar áfram) 

En þetta er greinilega ekki mjög algengt viðhorf miðað við alla litlu gríslingana sem eru útúrdópaðir af mjög sterku dópi allan daginn, á okkar litla Íslandi. Það er foreldra þeirra val og þau þurfa að lifa með því og réttlæta það froðufellandi við þá sem hugnast þessi lífsstíll ekki eins vel. En ég segi bara gangi ykkur vel, auðvitað eru börnin alltaf í fyrsta sæti og fólk verður bara að velja það sem því þykir rétt fyrir börnin sín.

Hanna (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 07:57

14 identicon

Líklega er hluti af vandamálinu ekki sá að börnin séu ofvirk, heldur foreldrarnir óvirkir.

Foreldrar í dag eru að verða latir offitusjúklingar sem nenna ekki að sinna börnunum sínum og gefa þeim sama ruslið að borða og þau troða í sig af því þau nenna ekki að elda alvöru mat. Þarna fara vörur á borð við SS pylsur fremstar í flokki fylkingar og vörur frá MS (Meiri Sykursamsölunni).

Íslendingar borða ömurlega lélegt úrval af fæðu, nánast ekkert grænmeti, hin íslenska skilgreining á grænmeti virðist vera kálblað og tómatur.

Foreldrar þurfa að fara sýna ábyrgð og hætta þessum aumingjaskap.

Baldur (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 08:37

15 identicon

Rakel þessi mýta um að þetta dóp sé bara vímuvaldandi fyrir aðra en ADHD er svo kjánaleg að það er ekki fyndið... til er lyf sem heitir strattera og virkar ágætlega og inniheldur ekki methilfenidat( rítalín) ég er því miður búinn að fylgja 3 í gröfina sem voru greind með ADHD (ranglega eða ekki) vegna þess að eftir áralangar notgun af læknisráði þá gaf líkamin sig eins og gerist þegar fólk er að nota mikið af hörðum eiturlyfjum og þetta er eitt af þeim harðari sem til er ADHD ætla ég ekki að dæma en staðreindin er sú að það eru til lögleg lyf sem eru betri en rítalín að því leiti að þau drepa ekki notandan og að meiri hluti af ólöglegum lyfjum samanber xtc spítt og grass eru skárri en rítalín því þau skemma líkaman ekki jafnhratt og eru ekki eins eitruð .... en ykkar er valið haldið bara áfram að drepa börninn ykkar og endilega verið sátt við það !!!!!

óvirkur fíkill (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 10:06

16 identicon

Raggi, er ekki óþarfi að kalla mig asna á opnum vef? Fyrir hvað á ég það skilið? Mér þykir mjög sorglegt að þú hafir verið látinn vera á þessum lyfjum þrátt fyrir svona miklar aukaverkanir og leiðinlegt að þér finnist foreldrar þínir hafa brugðist þér. Ég vona að eftirlit og þekking á þessum málum hafi aukist síðan þá, það er allavega mín reynsla.

En "óvirkur fíkill", er ég að drepa barnið mitt? Hvernig færðu það út? Kemur einhverstaðar fram að barnið mitt sé á lyfjum?

Hvergi minnist ég heldur á Rítalín, eða tala um áhrif þess á aðra en börn með ADHD. Þegar ég tala um lyf er ég ekki bara að tala um Rítalín, heldur líka Strattera og Concerta.

Og greinarhöfundur, hvaða rannsókn ertu að tala um? Í þessari grein er hvergi minnst á rannsókn, heldur kemur þetta allt frá einni konu. Endilega sendu mér link á rannsóknir, ég tek meira mark á þeim en skoðun þessarar konu.

Ég segist vera foreldri barns með ADHD og fyrir það er ég kölluð asni og sögð vera að drepa barnið mitt því að fólk gerir strax ráð fyrir því að barnið sé á lyfjum. Reyndar er hún það ekki. Við höfum náð ágætis árangri með því að hafa hana í einkaskóla, stuðning inní bekk, passa uppá mataræðið og svefn og hafa mikla reglu og umbunarkerfi. Hins vegar tekur hún lyf við Tourette, annars væri hún með hálsríg og vöðvabólgu alla daga. Er ég þá asni fyrir það?

Ég trúi því alveg að einhver börn séu ranglega greind hér á landi, en að þessi kona hafa aldrei hitt barn sem sé raunverulega með ADHD á ég bágt með að trúa. Það er líka staðreynd að sumir læknar hér á landi hafa verið of duglegir við að skrifa uppá Rítalín og sem betur fer hefur verið tekið á þeim málum.

Það sem mér leiðist eru svona alhæfingar: Börn OFT ranglega greind, ÖLL eru á lyfjum og ALLIR foreldrarnir latir. Þetta eru undantekningarnar!

Ég þekki barn sem líður mun betur á lyfjum. Ég þekki líka marga með ADHD sem fengu ekki aðstoð sem börn og enduðu sem fíklar, sumir lifðu það ekki af. ADHD eitt og sér er áhættuþáttur, sama hvort barnið fær lyf eða ekki.

Hvað líka með þá staðreynd að ADHD erfist? Ég þekki ekkert barn með ADHD sem ekki á náinn ættingja með ADHD.

Rakel (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 11:23

17 identicon

Conserta er sama og rítalín (methylfenidat) þannig að ekki vera að rugla því og strattera saman sem er ekki með þessu dópi í ef að barnið þitt er ekki að nota hörð eitur lyf þá flott en ég var ekki að segja að ADHD væri ekki til eða að þú værir að drepa þitt barn heldur þeir sem eru að dæla dópi í börn og að það væri mýta að þetta harða fíkniefni væri ekki VERULEGA skemmandi fyrir "ADHD greinda" og það sem ég er að segja er að mér er skít sama hver ástæðan er rítalín er ALDREY lausn saman ber ef að þú ert með óstöðvandi kláða í stóru tá á vinstri fæti þá er ekki góð lausn að skera fótinn af við mjöðm þó vissulega fer kláðinn með því!!!!

óvirkur fíkill (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 11:45

18 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Rakel. Þetta er góður pistill hjá þér, og lýsir vel hvernig sleggjudómarnir eru í raun hér á landi. Það hefur ekki verið skortur á fordómum og mýtum um adhd. Þessar alhæfingar og fordómar er viðbótar-álag á adhd-fólk. Því miður eru til óvandaðir einstaklingar sem eyðileggja fyrir heildinni. Þannig er það alltaf.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.8.2012 kl. 11:56

19 identicon

og ég er ekki að dæma það að barn með Tourette þurfi lyf við kippunum sem því fylgir og oft líka við þráhygguni sem því fylgir ..... og ef börn eru "ílla haldin af ADHD" endileg gefið þeim lyf bara allt annað en þennan viðbjóð td spítt mdma eða grass þessi lyf eru öll betri fyrir líkaman og virka líka á ADHD og eru því "skárri kostur" ekki satt?

óvirkur fíkill (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 11:57

20 identicon

Já, Anna fordómarnir eru nefnilega svakalegir og svo algengt að fólk kynni sér ekki hlutina áður en það dæmir. Mér fannst viðhorfið í kringum mig skána þegar dóttir mín fór að sýna Tourette einkenni líka. Þá var eins og sumir áttuðu sig loksins á því að barnið er með óheilbrigt taugakerfi, ekki bara lélegt uppeldi.

Ég rugla lyfjunum ekki saman, er búin að lesa mér ansi vel til ;) Ég er algerlega sammála að Strattera sé skársti kosturinn og í raun og veru eini kosturinn fyrir fullorðna með ADHD sem eru í áhættuhóp, t.d. vegna sögu um fíkn. En því miður virkar Strattera ekki á alla, virkni og aukaverkanir lyfja eru svo persónubundin. Þegar dóttir mín átti slæmt tímabil, átti enga vini og okkur bárust stanslausar kvartanir, ákvað ég að prufa lyf. Strattera virkaði ekkert, Concerta virkaði vel en hafði of miklar aukaverkanir til þess að það væri þess virði að taka það. Ég vona svo sannalega að foreldrar láti börn sín ekki taka þessi lyf ef þau fá slæmar aukaverkanir. Þetta er auðvitað alltaf matsatriði.

Ég þekki tvo stráka sem taka Rítalín Uno og fá engar aukaverkanir, eiga núna vini og gengur betur í skóla.

Ertu viss um að Rítalín/Concerta sé svona slæmt fyrir alla? Er það ekki bara persónubundið eins og flest lyf?

Einn sem ég þekki er með ADHD en fékk aldrei aðstoð. Strax á unglignsaldri leitaði hann í Amfetamín sem slógu á einkennin, hann er búin að vera fíkill síðan. Svo hefur rannsókn sýnt að meiri hluti fanga á Litla Hrauni sýndu ADHD einkenni sem börn.

Mig grunar að þetta sé einfaldlega matsatriði, hvað hentar hverjum. Lyfin hjálpa sumum og öðrum ekki, foreldrar og fagfólk verður að fylgjast vel með þessu. Sumir hafa greinilega brugðist, en mín reynsla af þessu sviði heilbrigðisgeirans er mjög góð. Gæti samt trúað að t.d. fólk útá landi hafi ekki aðgengi að jafn góðri þjónustu og þurfi að treysta á heimilislækna með mismikla þekkingu.

Rakel (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 12:31

21 identicon

Baldur,

Ég get lofað þér því að mataræði er ekki höfuðástæðan, þó að hún geti hjálpað sumum. Óþarfi að koma með einhvern "heilsufasisma" inn í umræðuna.

Rakel,

Ég held að þú sért að misskilja hlutina soldið. Það er ekki endilega verið að gagnrýna foreldrana, heldur verið að benda á það að samfélagið, og "kerfið" hefur gagnrýnislaust treyst á lyf til að leysa vanda. Þetta er stóra myndin.

Engin hefur þorað að gagnrýna neitt, vegna hættu á að styggja fólk, og að fólk leggur nánast samasem merki milli lyfja, og að meðferðin hljóti "að vera rétt". Síðan náttúrulega rúsínan í pylsuendanum, að taka ábyrgðina frá fólki, sem er náttúrulega stef í nútíma samfélagi. Það er þessi svart hvítt hugsunarháttur sem er svo algengur hérna og líka skyndilausnir.

Að halda því fram að þetta sé síðan "ástæðan" fyrir því að fólk gerist amfetamín-fíklar. Hvernig ætlastu til að þú sért tekin alvarlega?

Geir Arnar Jónsson (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 12:55

22 identicon

Rakel aukaverkanir Realy???? það að skemma heilan er ekki aukaverkun.... og þó að þeir sýni ekki mikið þá þýðir það ekki að það sé í lagi.... Amfetamín er 40% minna ávanabyndani og 80% minna vímuvaldandi en rítalín þannig að ef að Amfetamín hefur þessi áhrif sem þú lístir hvað með rítalín?

ég Td fúnkeraði betur undiráhrifum heldur en ekki en það er ekki útaf ADHD heldur þegar maður venst því að vera dópaður þá verður það normið ... tek fram að margir læknar tala um að Börn "þurfi að venjast því að taka rítalín" hver myndi ekki verða hneikslaður að sjá foreldri gefa 8ára barni jónu og seigja "þú þarft að verða skökk núna því að annars líður þér illa" eða "jæja jón ertu að verða vel popaður af xtc töfluni? það er betra að hafa þig poppaðan heldur en reiðan"

svona í alvöru þarna er ég að taka súr dæmi sem eru samt skárri heldur en að gefa börnum þennan viðbjóð sem rítalín og rítalín skild lyf eru!!!!

óvirkur fíkill (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 13:08

23 identicon

rítalín er ekki lyf gegn adhd ! það veit engin nákfæmlega hvernig það virkar ! og afhverju það virkar gegn adhd . hvað segir það um þekkingu þessara lyfja !
það er 1000 sinnum öruggara að keyra undir áhrifum amfetamín heldur en að drekka , samt er harðara viðurlög gagnvart því að keyra á amfetamíni en að drekka , allir vita þetta nema fáfróðir foreldrar og einstaklingar sem hlusta bara á áróður, en ekki sanleika,

rakel ertu viss að eiturlyf"canabis og fleirri, sé slæmt fyrir alla ? sumt fólk þola þau, sumir segja hvernig þau hafa hjálpað þeim ,

það er verulega slæmt fyrir allt i kring um vassból þegar farvegurinn er færður til , en afleiðingarnar koma ekki strax , nema að veikleikinn sé mikið t.d að vasbólið væri i eyðimörk, ,

raggi (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 13:21

24 identicon

í þessu bloggi er jú algerlega verið að gagnrýna foreldrana.

Í greininni á mbl er verið að gagnrýna kerfið, en stórlega verið að ýkja. Trúir þú því að uppelidsfræðingur hafi aldrei á 7 árum hitt barn sem er í raun og veru með ADHD? Það er alveg vitað að rétt mataræði getur dregið úr einkennum ADHD, það þýðir samt ekki að fólk sé bara með fæðuóþol. Sama mataræði dregur líka úr einkennum Tourette, ætlar einhver að halda því fram að fólk sé ranglega greint með Tourette og sé í raun með fæðuóþol?

ADHD erfist, eru foreldri og barn og jafnvel amma eða afi bara öll með fæðuóþol eða áfallastreitu? Ég tek samt áfallastreituröskun grafalvarlega, geri ekki lítið úr því.

Fjölmargar heilsgæslur bjóða uppá uppeldisnámskeið fyrir foreldra. Heilsuverndarstöð barna og Bugl bjóða uppá námskeið sérstaklega fyrir foreldra barna með ADHD, reiðistjórnunarnámskeið fyrir börnin, sálfræðimeðferðir o.fl. Á báðum þessum stöðum var ég spurð spjörunum úr um fjölskyldusögu og möguleg áföll í lífi barnsins. Það er svo mikið af frábæru starfsfólki sem leggur sig allt fram til að hjálpa þessum börnum, greina þau rétt og veita þeim viðeigandi meðferð. Það er verið að niðurlægja þetta starfsfólk með þessari grein. Auðvitað eru til svartir sauðir í öllum starfsstéttum, en fólk virðist vera meira tilbúið að hlusta á hrakfarasögurnar heldur en farsælu sögurnar.

Í þessu dæmi sem ég nefndi er ADHD alls ekki eina ástæðan fyrir að manneskjan leitaði í fíkniefni. Hins vegar sýna rannsóknir að fólk með ADHD á í meiri hættu en annað á að leita í fíkniefni, þá sérstaklega ef það hefur ekki fengið viðeigandi meðferð (hvort sem það eru lyf eða annað). Það er líka rétt að Amfetamín hefur svipuð áhrif á ADHD einkenni og Rítalín og Concerta, enda eru allir að tala um að þessi lyf séu skyld. Þess vegna er það algengt að það fólk með ADHD sem fer útí fíkniefni, leiti í Amfetamín.

Þú þarft alls ekki að taka mig alvarlega frekar en þú vilt, en endilega taktu rannsóknir alvarlega.

Þú segir þetta rólega grein og skilur ekki hörð viðbrögðin. Það segir mér að þú sést ekki foreldri barns með ADHD. Hafir ekki þurft að hlusta á kvartanir frá dagmömmu, leikskóla- og skólastarfsfólki og síðan fólki í samfélaginu sem þykjist vita betur. Þú hefur ekki þurft að hlusta á barnið þitt segja 4 ára að það vilji ekki lifa afþví að það á ekki vini og vill ekki vera eins og það er. Ekki séð barnið þitt gráta 8 ára gamalt vegna eineltis afþví að það er ekki eins og allir hinir. Þú hefur þá væntanlega heldur ekki reynsluna af því frábæra starfi og starfsfólki sem heilbrigðiskerfið okkar hefur að geyma og hefur hjálpað mörgum af þessum börnum að eiga eðlilegt líf. Eða hvað? Endilega segðu mér frá þinni reynslu!

Rakel (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 13:34

25 identicon

skoðaðu gagnagrunn barnana og i gegnum hvað þau hafa gengið . foreldri mun aldrey segja alla söguna , til að fríja sig ábyrgð . en barna upeldi er mikil ábyrgð .

raggi (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 13:41

26 identicon

"Óvirkur Fíkill"

Þetta er bara það sem ég hef lesið. Það getur vel verið að þú hafir rétt fyrir þér, endilega bentu mér á rannsóknir sem styðja það svo ég geti vitað betur.

Raggi

Afhverju að blanda eiturlyfjum í umræðuna???

Nei, ég er ekki viss um að canabis sé slæmt fyrir alla og hef heyrt að þau hjálpi fólki t.d. að gera krabbameinsmeðferðir þolanlegri. Ég hef hins vegar ekkert kynnt mér þau mál og er heldur ekkert að ræða þau á opnum vef eða segja mína skoðun á þeim.

Ég hef samt horft á eftir besta vini mínum útí Cannabis neyslu með mjög leiðinlegum afleiðingum. Þekki einn sem er út og inn af Litla Hrauni og meðferðum og þekkti annan sem dó. Þetta er það eina sem ég þekki til af fíkniefnum, en annars sneri þessi umræða ekki um þau og ég hef ekki áhuga á að ræða þau neitt frekar.

Rakel (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 13:45

27 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sem foreldri þriggja duglegra og orkumikilla barna hef ég þurft að berjast gegn uppeldis- og menntakerfi sem hefur ítrekað reynt að klína á þau formlegri greiningu á að þau séu ofvirk, einhverf, með athyglisbrest o.fl. Við foreldrarnir veltum því lengi fyrir okkur af hverju þessi árátta stafaði, þar til okkur var bent á að hverri greiningu fylgja auka fjárveitingar til skólans vegna meintra "sérþarfa" viðkomandi barna. Það er raunverulega búið að skera svo mikið niður í skólakerfinu að í "eðlilegum" tilfellum er það vanhæft um að sinna uppeldishlutverki sínu, öðruvísi en að setja það undir hatt sjúkdómsgreiningar til að fjármagna skyldustörfin. 

Við höfum svo horft upp á þessu aukafjármagni vera ráðstafað eftir geðþótta og jafnvel alls ekki alltaf til þeirra barna sem hafa hlotið greininguna í hverju tilviki, heldur er aukamannsskapur sem hægt er að ráða til að sinna þessu einfaldlega settur á vakt yfir þeim einstaklingum sem eiga við mestan hegðunarvanda að stríða og sem starfsfólki þykir valda "truflun" á skólastarfinu. Ef ég væri á mínum vinnustað alltaf með manneskju á eftir mér allan daginn sem myndi fylgjast með og vakta hverja einustu hreyfingu hjá mér, þá er ég handviss um að ég myndi líka mjög fljótt byrja að sýna þess einkenni, bæði sálræn og líkamleg. Þetta er ekki fyrirkomulag sem er til þess fallið að leysa nein vandamál, heldur þvert á móti býr þau beinlínis til.

Þó ég vilji alls ekki með þessu gera lítið úr vanda þeirra sem raunverulega eiga erfitt, þá vil ég meina að það sé fyrst og fremst uppeldiskerfið sem er á villigötum. Í sumum tilvikum er það ekki eingöngu skólanum og öðru fagfólki að kenna, heldur einfaldlega foreldrunum sjálfum sem eru í bullandi afneitun um sinn eigin hlut í vandamálinu. Taka svo fagnandi þeirri ábyrgðarfirringu þegar einhver "greiningarsérfræðingur" segir að það sé ekkert að þeim heldur hljóti eitthvað að vera að barninu. Þá geta þau haldið áfram að blekkja sig frá vandamálinu í stað þess að leysa það.

P.S. @ Raggi:

Kannabis er ekki eiturlyf og hefur aldrei neinn dáið af völdum þess.

Rítalín er það hinsvegar, og ofskammtur er ekkert gríðarlega stór...

Guðmundur Ásgeirsson, 9.8.2012 kl. 13:53

28 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Rakel. Hverju svo sem vinur þinn dó úr, þá var það allavega ekki neysla kannabisefna. Vegna þess að það er ekki hægt að deyja af völdum þeirra og um slíkt eru engin staðfest dæmi í gervalli mannkynssögunni. Ef vinur þinn hefur brotið blað í þessum efnum, þá væri það sérstakt rannsóknarefni

Hinsvegar hafa fjölmargir dáið úr ýmisskonar ólifnaði. Fólk deyr líka á hverjum degi úr því sem er í raun ekkert annað en vestrænir nútímalifnaðarhættir. Fjöldi fólks lifir þannig óábyrgt og deyr hvort sem er með eða án tiltekinna vímuefna.

Með fyllstu samúð og virðingu fyrir hinum látnu.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.8.2012 kl. 14:06

29 identicon

Guðmundur, ég sé að það vantar inní hjá mér að þessir tveir síðarnefndu voru í harðari fíkniefnum. Annars ætlaði ég nú ekkert að vara að tjá mig um fíkniefni hérna, hef sem betur fer lítið þurft að pæla í þeim málum :) Einhvernveginn fór umræðan útí þau mál.

En það er alveg rétt sem þú segir Guðmundur með skólakerfið, því miður. Börn fá enga aðstoð nema þau séu greind og jafnvel þá fer fjármagnið ekki til þeirra. Svo er foreldrum (allavega vinafólki mínu) sagt að ekki sé til fjármagn til að aðstoða barnið. Þetta er ástæðan fyrir því að ég setti barnið mitt í lítinn einkarekinn skóla þar sem fjármagnið fer 100% í að aðstoða hana (Hún þarf virkilega þessa aðstoð).

Ég vona að það sé ekki rétt hjá þér að börn með stuðning í skóla þurfi að hafa manneskju alltaf utan í sér, það getur allavega ekki verið þægilegt fyrir þau.

Í tilfelli dóttur minnar er stuðningsaðilinn bara eins og aukakennari inní bekknum. Hann er til staðar fyrir öll börnin, en er þarna samt sérstaklega fyrir mitt barn og því gengur hún fyrir, en bara þegar hún þarf á því að halda. Ef hún er farin að missa einbeitinguna, trufla kennslu eða lendir uppá kant við aðra hefur hún alltaf þann kosta að fara með honum í sérkennslustofu og lært þar eða róað sig niður.

Börn með ADHD einkenni sem fúnkera ágætlega þurfa auðvitað ekkert að fara í greiningarferli, en talandi um ábyrgðarfirringu foreldra eftir að börn hafa verið greind langar mig samt að benda á að margir fara í greiningarferlið á fullorðinsaldri og líður betur sálarlega eftir að hafa fengið greiningu. Þá er fólk komið með skýringu á vandanum og staðfestingu á því að það er ekki vitlaust, en það eru oft skilaboðin sem fólk hefur fengið frá samfélaginu. Tala nú ekki um alla þá sem voru hreinlega sendir á heimili fyrir vandræðabörn. Svo halda sumir að ADHD sé nýtt á nálinni :)

Rakel (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 14:26

30 identicon

hvað meinaru rakel með harðari efnum ertu þá að tala um rítalín eða spítt því að spítt er ekki jafn mikið eiitur og rítalín eða ertu að tala um ópíum efni eins og allt of margir nota á þess að vita af því (parkodín) eða hvað ertu að tala um?

óvirkur fíkill (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 16:46

31 identicon

hörðustu og verstu fíkniefnin, með verstu afleiðingarnar, á "markaðnum",

hafa alltaf verið "læknadópið".

fólk yfirleitt lendir ekki í vandræðum með neyslu sína, nema það leiti í pillurnar.

(talandi með reynslu manns sem var í undirheimum í ansi mörg ár, hátt í 20.)

sveinn sigurður ólafsson (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 19:27

32 identicon

ó já, oft blandað saman við áfengið, þegar fer í vandræði.

en áfengið eitt og sér er sennilega versta fíkniefnið.

versti parturinn við flest ólöglegt dóp, er sennilega þjóðfélagið sjálft með sína viðbjóðslegu og geðveiku fordóma. :)

sveinn sigurður ólafsson (IP-tala skráð) 9.8.2012 kl. 19:31

33 identicon

Takk fyrir svörin þín Rakel. Mikið finnst mér gott að lesa svona svör frá svona vönduðu fólki sem talar af reynslu. Það er þreytandi að lesa svona neikvæða umfjöllun um Adhd alltaf hreint, ekki gaman að upplifa fordóma fyrir fólki eins og mér sem er með Adhd. Mamma mín var alltaf á móti lyfjum og ég fór sjálf á lyf á fullorðinsaldri þegar ég var komin í háskóla. Ég hef alltaf lifað reglusömu lífi og borða hollt og hreyfi mig og upplifði ekki mikla streitu eða áföll sem barn, þetta eru erfðir í mínu tilfelli en lyfin hjálpa mér að einbeita mér lengur en það er ekki auðvelda leiðin út því ég þarf að vera í miklu jafnvægi og hreyfa mig mikið o.fl. Ég er heppin að ég er ekki með neinar skyldar raskanir eins og kvíða, þunglyndi eða tourette en í greiningunni er að sjálfsögðu kannað það allt líka til að koma í veg fyrir að fólk sé ranglega greint. Ég skil ekki fordómana hjá fólki sem kemur þetta ekki við. Þetta særir mann og lætur mann líða eins og maður sé ekki að gera rétt að vera á lyfjum þrátt fyrir að það hjálpi manni. o.fl.

Kolbrun (IP-tala skráð) 10.8.2012 kl. 02:07

34 identicon

kolbrún . þú getur fundið fyrir því hvað er gott fyrir þig . foreldri getur ekki fundið né séð hvort þetta sé gott fyrir barnið . ..
það er ekki tekið tillid til krakkana heldur bara spurt móður hvort þetta gagnast . en nú getur hun loksins horft á uppáhalds þáttin sinn í ró og næði jibby , þetta virkar ,
en krakkin er þægur því hann er i bullandi vímu og veit ekki af hverju og tjáir sig þar með ekki um það, í minu tilviki var aldrey spurt mig hvernig mér liði , og aðeins farið i skoðun á ársfresti ,

raggi (IP-tala skráð) 10.8.2012 kl. 05:27

35 identicon

Kolbrún ég er mikið sammála þér, það fólk sem ekki hefur reynslu af ADHD veit ekki hvað það er að tala um. Eg er sjálf 2 barna móðir með ADHD. ég fékk seint greiningu, en lifi allt öðru lífi eftir það. Greiningin og lyfin gera það að verkum að ég get menntað mig. En fyrir greiningu reyndi ég marg of að komast í gegnum menntaskólan, en tókst það aldrei. í dag er ég að taka nám innan líf og læknavísinda. Lyfin gera það að verkum að ég get á sama tíma haft 100% stjórn á heimilinu og uppeldi barna minna. Börnin mín þrífast vel og eru með fasta ramma og reglur, og ég get mikið betur gefið mér tíma til að vera með börnunum mínum þegar ég er á lyfunum, en án lyfjana er ég allt önnur. Þessi tilfining að maður er alltaf einu skrefi á undan sér, getur ekki lifað í "núinu" af því maður þarf að gera svo margt annað á sama tíma, maður er alltaf að drífa sig áfram til að geta klárað allt sem maður ætlar sér, og þegar uppi er staðið þá afrekaði maður ekkert þennan dag.

Ég get ekki sagt að ég sé upp dópuð alla daga eins og margir vilja meina með einstaklinga sem taka rítalín. Ég vil frekar meina að ég er rólegri, hef betri stjórn á hlutunum og allt gegngur betur og þar af leiðandi líður mér betur.

Það er ekki hægt að líkja saman eiturlyfja neytanda og einstakling með ADHD sem taka sama lyfið. þar sem einstaklingur með ADHD tekur lyfin sín eftir samræmi við læknir og fær því þann skammt sem hann þarf á að halda, en eiturlyfjaneitandi misnotar lyfin, og i fylgiseðlinum stendur að " ef rítalín er ekki notað rétt getur það valdið óeðlilegri hegðun. Slíkt getur líka þýtt að þú sért að verða háð/háður lyfinu."  Og við vitum jú að ofnotkun lyfsins er stórhætturlegt.

En að mínu mati ættu allir foreldrar sem eiga börn með greiningu uppá ADHD að afla sér allar upplýsingar um sjúkdóminn og hvað er hægt að gera fyrir barnið, og þá er ég ekki bara að tala um einkenni ADHD heldur líka lífræðilega hlutan. Það er jú foreldrinn sem þekkir barnið sitt best og því meira sem foreldrarnir vita um sjúkdóminn, því auðveldara er að sjá hvort um rang greiningu er að ræða. Eða það er allavega mín meining.

Ein með ADHD (IP-tala skráð) 10.8.2012 kl. 10:06

36 identicon

kolbrún og ein með ADHD mér fanst ég ekki útúr dópaður þegar ég var að sprauta mig með spítti heldur bara rólegur með stjórn á hlutunum .... það er nákvæmlega það sem þetta mjög svo harða og hættulega dóp gerir nú mæli ég með því að þið lesið hverjar afleiðingar af rítalín hefur á heilan og öllu gríni slept reykið frekar grass eða notið MDMA það er hollara og virkar betur fyrir ykkur ef þið eruð með ADHD .....fyrir utan það að vera minna ávanabindandi en þessi óþverri ég er ekki að gera lítið úr ADHD en aftur á móti er rítalín eins og að reyna að drepa húsflugu með því að nota tnt það virkar en er slæm hugmynd ALLTAF!!!!

óvirkur fíkill (IP-tala skráð) 10.8.2012 kl. 17:21

37 identicon

Þætti gaman ef þú gætir fundið fyrir mig rannsóknir sem sýna hvaða afleiðingar lyfið hefur á heilann. Ef þetta lyf er svona rosalega hætturlegt þá held ég að það væri ekki á markaðnum í dag, og þar sem lyfin hafa verið á markaðnum í þetta langan tíma þá ætti að vera komin reynsla á þetta lyf. Þú verður að gera þér grein fyrir því að þú hefur verið fíkill og sprautað þig með lyfinu, og þar af leyðandi hefur þú ekki reynslu á lyfinu einsog einstakklingur með ADHD. Hvað varðar kanabis, þá hef ég þekkt marga einstaklinga sem hafa notað það efni og þeir sem hafa notað efnið dags daglega hafa ekki getað lifað eðlilegu lífi, og þá er ég að tala um að haldast í vinnu eða skóla, og flestir af þessum einstaklingum hafa síðan leyðst út í harðari neyslu. Eins og ég sagði hér að ofan að ef einstaklinur notar rítalín rétt verður sá sami ekki háður lyfinu, en hvað varðar kanabis þá er það ávanabindandi. Eg held að þú þurfir að afla þér betri upplysingar um málið áður en þú ferða að gagngrýna það, þar sem þín reynsla af lyfinu er misnotkun.

Ein með ADHD (IP-tala skráð) 10.8.2012 kl. 21:36

38 identicon

ég var aldrey að sprauta mig með rítalíni en fyndið að þú skulir nefna það og svo er annað elskan mín að ef þú skoðar listan eftir Dr David Nutt um skaðsemi lyfja þá er Methylfenidat talið vera álíka skaðlegt og cocainn og um 30% meira ávanabindandi heldur en heroin og þessi mýta um að það virki öðruvísi á ADHD einstaklinga er tekin útúr rassgatinu á einum Mjög lyfjaglöðum kjána sem hefur verið kærður nokkurusinnum í starfi sínu sem læknir hér á landi þetta efni er alltaf að koma betur og betur í ljós hvað það er skaðlegt og mikill óþarfi en svo er það að ræða við þig um þetta er eins og að reyna benda Snorra í betel á það að biblína sé skáldsaga og í besta falli í hrópandi mótsögn við sjálfansig!!!!!

óvirkur fíkill (IP-tala skráð) 10.8.2012 kl. 21:58

39 identicon

Sorglegt að lesa sumar færslurnar hér fyrir ofan. Hvernig í ósköpunum haldið þið að ég, sonur minn og barnabarn höfum fengið ADHD greiningu? Greiningin hafi bara fallið af himnum ofan. Það var eftir margra ára þrautagöngu, þriggja ára biðlista hjá BUGL og mjög mikla erfiðleika. Endurteknar sjálfsvígstilraunir hjá barninu mínu og mikið ofbeldi. Hann var margrekinn úr skóla og var skóla laus af því ENGINN skóli vildi taka við honum. Í öllu greiningarferlinu þá gleymdist bara ,,smáatriði" í öllu spurningalista fárinu. Hafði sonur minn lent í einhverju slæmu sem barn, slysum, veikindum, ofbeldi og svo framvegis. Sama með mig sjálfa, eftir margra ára erfið veikindi þá var greiningin mjög mikill léttir en svo þegar á leið var þetta enginn léttir af því vandamálin voru enn til staðar. Vandamálin mín, sem var geðvonska, pirringur, þreyta, ofvirkni, einbeitingarerfiðleikar, þunglyndi, kvíði, eirðarleysi og margt fleira hurfu að mestu eftir PICT meðferð við áfallastreitu sem ég lærði í Englandi. Ef ég hefði ekki farið í þetta nám í meðferð við áföllum í æsku, og komist að því að ungabarn sem yfirgefið er af móður og skilið eftir á sjúkrahúsi fær ,,aðskilnaðarkvíða og oftast áfallstreitu í framhaldinu", þá væri ég enn að kljást við Áfallastreitu eða ADHD einkenni á háu stigi og á gagnslausum og hættulegum lyfjum fyrir ADHD. Og ef ég hefði ekki farið í þetta nám til Englands þá væri sonur minn sennilega enn að taka lyf við ADHD og í slæmum málum í jaðarhópum sem hann var í bæjarfélaginu sem við búum í. Þegar hann var 11 ára var hann meira í aftursætinu á lögreglubíl en á götunni. Í dag gengur honum ágætlega. EN hvað gerðist í raun? Hann gat ekki verið í skóla í 8, 9 og 10 bekk. Var því í úrræði í bæjarfélaginu okkar 2 -3 svar í viku og 2 tíma í senn. Hann fór að vinna á Dekkjaverkstæði (Sjá grein: Sem blóm í eggi... http://www.mbl.is/greinasafn/innskraning/?redirect=%2Fgreinasafn%2Fgrein%2F1373924%2F%3Ft%3D542580059&page_name=article&grein_id=1373924)og er bara í þokkalegum málum í dag. Og mamma hans breytti því hvernig hún kom fram við hann, fór að nota Hjartanærandi uppeldi www.difficultchild.com sem getur gert algjört kraftaverk á börnum, foreldrum og kennurum. Sonur minn stendur sig mjög vel og er í meðferð við áföllum. Ég sjálf lýk 4rðu háskólagráðunni í apríl nk, sem vonandi verður ,,master í traumatology (áfallafræðum) og meðferð við PTSD". Ritgerðin fjallar um ,,Hvernig mörg smá áföll hjá ungum börnum geta orðið að PTSD."

Gréta Jónsdóttir (IP-tala skráð) 12.8.2012 kl. 15:48

40 identicon

Ég á 3 börn mið barnið mitt skar sig illa út ür hópnum og var greindur með ADHD 10 ára gamall gekk með hann milli lækna sem allir voru sammála um að þetta væri greiniginn þeir vildu setja hann á rítalín en ég ekki ,hann var settur á amilín sem virkaði vel um tíma,þegar hann var 12 ára fannst mér nóg komið hann varð svo dapur af lyffjunum svo ég tók þau af honum aftur sem eg hefdi aldrei átt að gera í kjölfarið greindist hann með sykursýki ,ég var viss um að það hefði verið að hrjá hann allan þennan tíma,en hafði svo rangt fyrir mér, í dag er hann 26 ára og á við eitlyfjafýkn að glíma, er svo vissum að þessi strákur er og hefur alla tíð verið rett greindur ,finnst svo miklir fordómar í gangi varðandi börn með ADHD og foreldra þeirra ,við sem eigum börn með ADHD reynum allt sem í boð er áður en börnin eru sett a lyf !

Anna (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 05:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband