Miðvikudagur, 8. ágúst 2012
Eina vitið.
Að sjálfsögðu eiga allir að stija við rétt borð.
Við almenningur eium ekki extra 600milljarða til að halda uppi opinbera ruglinu. Hvar á að skera niður til að ná í þann pening?
þetta er það eina gáfulega sem ég hef heyrt frá þessari stjórn í langan tíma.
en stjónin mun aldrei koma þessu í gegn.. .hún er of veik og með of marga líðskrumara um borð.
hvells
![]() |
Talaði um eitt lífeyrissjóðakerfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það hefur verið notað sem rök hjá þeim sem semja kjör fyrir ríkisstarfsmenn að þeir sætta sig við lægri laun (sem er staðreynd) vegna betri lífeyrisréttinda.
Ef ríkisstarfsmenn detta niður í sama lífeyrispakka og einkageirinn er spurning hvort ekki sé sanngjarnt að hækka þá launin upp í einkageiralaun .Og þá hvar á að skera niður í velferðarkerfinu til að brúa það bil.
Annars finnst mér einn lífeyrissjóður goður kostur.Eða ákveðin skyldusparnaður sem fer í Seðlabankann í geymslu. Núll áhætta.
Svo er líka hægt að leggja þetta apparat niður (of hár rekstrarkostnaður) og leggja "skyldusparnaðinn" í ríkiskassann einsog í flestum löndum.
kv
sll
Sleggjan og Hvellurinn, 8.8.2012 kl. 02:23
Eg hef ekki tru a neinu sen Rikid a ad stjorna,nu veit eg ekki hvad obinber starfsmadur a lægsta taksta hefur,en eg veit ad verkamadur a lægsta taksta er med innan vid 200,000 i manadarlaun,sem er mun minna en atvinnuleisistryggingar upphæd i DK,enda Island laglaunaland,en tad er ekki adalmalid tad er ad i privat kerfinu er folk a tessum launum ad fa 70-100,000 a manudi brutto ut ur tessum sjodum,og vegna aukina tekjuteinginga eru ca 8000 kr eftir netto,ætli sa sem er med verdtrigdan lifeyri og sambærileg laun se ekki ad fa talsvert meira ut ur sinum sjod,og tad hlitur ta ad vera hlutverk samninganefndar ad sja til ad rikid hækki laun ef svo mikill hluti teirra er bygdur upp a lifeyrisrettindum.
Annad er ad tad er verid ad eta tessa sjodi upp med ofurlaunum og kostnadi,6,5 -10 miljonir eru medal arslaun ca 10,5 miljarda kostar ad reka kerfid a ari,auk tess sem teir gefa ekki upp erlendan kostnad vid umsyslu og ymislegt annad sem hleipir kostnadinum upp um ca 2 miljarda meira,tad er ekki spurning ad tad tarf ad fækka i tessu kerfi og sameina sjodi i kanski 2-3 ætli væri ta ekki hægt ad hætta ad skera nydur,en nei tad ma ekki tala um tad tvi ta er farid ad hrofla vid smakongunum sem tar sytja i stjornum
Þorsteinn J Þorsteinsson, 8.8.2012 kl. 07:40
Sæll.
Gallinn við þessa sameiningu er auðvitað sá að lífeyrissjóðirnir standa misvel. Við sameiningu niðurgreiða þeir betur stæðu klúður hjá hinum. Hversu sanngjarnt er það? Hvað ef þeir sem stjórna þessum eina lífeyrirssjóði klúðra einhverju? Þá eru öll eggin í einni körfu?! Er það skynsamlegt?
Alltof fáir þora að ræða stöðu lífeyrissjóðs opinberra starfsmanna og því lengur sem dregst að taka almennilega á því máli þeim mun erfiðara verður að leysa vandann. Ég held að stjórnmálamenn þori ekki að tækla vandann ef þeir þá skilja hann.
Það er til lausn, lausn sem komin er 30 ára reynsla á. Í Síle komu menn á því sem kallað var "Personal retirement accounts", ef ég man heitið rétt, sem gengur út á að hver og einn leggur til hliðar fyrir sig og sér um eigin lífeyrissjóð. Þá þarf ekki einhverja aðila á háum launum við að skipuleggja fjárfestingastefnu sem stjórnmálamenn eru svo líka að skipta sér að. Með þessu myndi skapast samkeppni um lífeyrisfé landsmanna og allir græða á því. Ávöxtun þessara sjóða í Síle er mjög góð, mun betri en hér.
Þeir sem stjórna og stýra lífeyrissjóðunum hér eru heldur ekki að sýsla með eigið fé, öfugt við síleska kerfið, og menn fara alltaf verr með annarra manna fé en eigið. Ábyrgð stjórnenda lífeyrissjóðanna hér er einnig afskaplega lítil ef einhver. Hefur einhver/einhverjir sem stýra lífeyrissjóðunum verið látnir taka pokann sinn? Geta eigendur lífeyrissjóðanna rekið stjórnendur? Hefur það gerst? Er stjórn lífeyrissjóðanna að stýra eigin fé sínu? Nei, og m.a. þess vegna er þetta kerfi ekki nógu gott.
Tökum upp það sem gert er í Síle. Þá fá menn það sem þeir greiða inn auk fjármagnstekna og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að greiða stjórnmálamönnum sem skammta sjálfum sér lífeyri sem algerlega er úr takti við það sem þeir greiddu. Ég vil ekki borga undir elítuna, ég á nóg með mig.
Helgi (IP-tala skráð) 8.8.2012 kl. 20:42
Mér líst vel á Chile kerfið.
kv
sll
Sleggjan og Hvellurinn, 9.8.2012 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.