Gamalgróin Sunni og Shia múslimadeila

Þegar öllu er á botnin hvolft er þetta deila milli Sunni og Shia múslima.

Iranir eru Shiar. Assad forseti Sýrlands er Aaviti (tegund Shia múslima). Þessvegna styðja Íranir Sýrland.

En Íranir segja : 

„Það sem er að gerast í Sýrlandi er ekki innanríkismál, heldur eigast þar við stjórnvöld annars vegar og innlendir og alþjóðlegir óvinir þeirra hins vegar."

Þeir mega koma með hvaða rugl tilkynningu sem er. Annars eru "óvinir" nú oftast Sunni múslimar í þeirra augum þannig það er sannleikskorn í þessu.

 

Að þetta sé einhver lýðræðisbylting, arabískt vor er sagt, er bull.

kv

Sleggjan


mbl.is Íranar styðja Assad heilshugar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleymdu því ekki Sleggja, að allt sem þessar einræðisstjórnir i þessum

arabalöndum hafa notfært sér sl. áratugi, sér til að handa, til að halda

völdum, er stanslaus áróður gegn vestrænni menningu og öllu því

sem vestrænt er. Þar hefur ekkert breyst fyrir almenning í  hundruð ára

vegna trúarbragðaofstækis og voru nú þessi lönd einu sinni vagga

menningar áður en "Islamisitin" náði völdum.

Nú er þessi stefna "Islamista" búin að ná gjaldþroti og erfitt fyrir þá að bera

fyrir sig annað en  þeirri röksemd, að  þetta sé allt okkur að kenna.

Við lifðum af kommúnistan, sem kostaði  hundruð milljón manns lífið.

Við  lifðum af nasistan sem kostaði annað eins og nú erum við að upplifa

islamistan, sem er í raun verri en hinir tveir óþverrarnir vegna þess að

trúarbrögðum er blandað í kokteilinn.

Þúsundir manns eru að láta lífið vegna kenningar einhvers sem vissi

ekki að jörðin var hnöttur en ekki flöt.

Vegna upplýsinga og tækni, er almenningur í þessum löndum, loksin að sjá

hvernig þessir stjórnarherrar þeirra, velta sér eins og svín í hveiti á

þeirra örbyrgð og þá er allt reynt til að halda áfram svínaríinu.

Fólk vill lifa við árið 2012, en  ekki fimmtánhundruð og súrkál eins og þessir

einræðisherrar  bera fyrir sig  að Alla hafi sagt.

Múgsefjun af verstu gerð og þá er sjálfsagt að fórna  almenning fyrir

völdin.

 M.b.kv.

Sigurður Kristjan Hjaltested (IP-tala skráð) 7.8.2012 kl. 17:02

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er rétt.

Assad er einræðisherra. En þróunin hefur verið aukin velmegun (þó ekki frelsi, málfrelsi osfrv)

Hvað er að gerast í Egyptalandi eftir að Mubarak var hrakinn? Nú hefur friðarsamkomulag við Ísraela verið sagt upp, róttækir múslimar kosnir. Sharia lög á næstu grösum?

kv

sll

Sleggjan og Hvellurinn, 7.8.2012 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband