Við fögnum þessu.

Það er hollt að hjóla. Og umhverfisvænt. Þessvegna ber að fagna öllum samböngubótum þegar kemur að hjólum eða gangandi. Vinstvæn Reykjavík ætti að vera öllum landsmönnum til hagsbóta. 2milljarar í svona fjárfestingu er einsdæmi og þetta eru frábær tímamót. Það er miklu betra að eyða peningunum í eitthvað gáfulegt í staðinn fyrir að ráðast í Sundarbrautina eða eitthvað álíka sem bara færir umferðina á næstu ljósum á undan.

 

hvells


mbl.is Tveir milljarðar í hjóla- og göngustíga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eftir að Dagur eyddi milljörðum og milljörðum í gjörsamlega misheppnaða nýja Hringbraut þá ættu 2 milljarðar í hjólastigi að vera skiptimynt.

Kalli (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 11:19

2 identicon

Væri ekki nær að eyða peningunum í eitthvað betra.

Hjólastígar um alla borg og ekkert notaðir.

Horfum á Lönguhlíð LOL..

Nær væri að borgin notaði þessa peninga í bílastæði fatlaðra og betra aðgengri þeirra í Reykjavík.

afb (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 11:35

3 identicon

Þótt Samfylkingin myndi prumpa, þá myndi S&L líka það.

Svo vitlaust er þetta.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 11:49

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ég er sammála að Hringbrautinn er gjörsamlega misheppnuð. Umferðarteppan hefur færst á Miklubraut í staðinn.

Þessvegna er fínt að eyða peningum í hjóla og göngusamgöngur.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 31.7.2012 kl. 12:48

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

http://www.ruv.is/sarpurinn/spegillinn/30072012-1

hlustið á fyrstu mínúturnar... .prófessor við HÍ segir að einkabílinn kosta 200milljarða á ári og er ekki sjálfbær.

en það er líklega bull í eyrum ykkar kverúlanta.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 31.7.2012 kl. 13:15

6 identicon

Borgin er ekki sjálfbær með svona lið við stjórnvölinn. Nær væri að þeir næðu niður skuldum borgarinnar og byggju sig undir hallarekstur Hörpunnar en að eyða hverri krónu sem kemur í kassann.

Það er mánuður síðan hinn sami Dagur "lýsti áhyggjum" af rekstri Hörpunnar:

http://www.ruv.is/frett/oska-eftir-uttekt-a-rekstri-horpu

Nær minnið ekki lengra en mánuð aftur í tímann?

Njáll (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 13:50

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Lýðræðið er sérstakt.

Sérstaklega þegar kemur að langtímaáætlum. Þessi hjólastígaplan er framyfir næsta kjörtímabil, og ætlar XD að halda áfram með það plan þegar þeir komast til valda? Soldið erfitt að vera með langtimahugsun þegar skipta á um 4 ára fresti.

sll

Sleggjan og Hvellurinn, 31.7.2012 kl. 14:56

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þegar fólk hefur ekki efni á eldsneyti og heilsuleysi af völdum koltvísýrings, þá er nauðsynlegt að hafa hættulausa hjólastíga fyrir þá sem hafa heilsu til að koma sér um allt á hjóli.

Það er mikilvægt að öfgarnar fái ekki að stjórna á einn né annan veg.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.7.2012 kl. 16:00

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

sammála Anna.

ekki oft sem það gerist.

hvells

Sleggjan og Hvellurinn, 31.7.2012 kl. 16:21

10 identicon

Er ekki einmitt óumhverfisvænt að reyna á sig ?

Með þvíað slappa af þá leysir þú minna CO2 magn frá þér og því ættu hjólreiðar að skaða umhverfið meira en nauðsyn þykir.

Þessar upplýsingar fékk ég frá fólkinu í C2C á háskólaárum mínum.

(Flettið upp cradle to cradle ef þið viljið vita hvað C2C stendur fyrir.)

Reyndar fékk ég góða einkun fyrir mína ritgerð þótt ég hafi aldrei haft mikla trú á umhverfisfasistum allra landa...þessa fasista skildi ég þó örlítið þótt erfitt væri að kyngja þeirra útgáfu af sannleikanum...

runar (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 18:08

11 identicon

Hlakka til að sjá borgarfulltrúana hjóla í vetur. (Hjóla mikið sjálfur í miðbænum og hef aldrei séð einn einasta Bestaflokksmann eða Samfylkingarsvein fyrir utan hann Mörð hjólandi.)

Hjólin eru fyrir pupulinn.

Kalli (IP-tala skráð) 31.7.2012 kl. 18:42

12 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Rétt Kalli, borgarfulltrúarnir þurfa að sýna gott fordæmi.

Gísli Marteinn hjólar og tekur oft strætó (hef séð hann á hjólinu og í gula leigubílnum).

Sleggjan og Hvellurinn, 31.7.2012 kl. 22:13

13 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

runar

hvernig er oumhverfisvænt að reyna á sig?, nú fer ég í ræktina oft og reyni á mig, er ég að skaða umhverfið?

sll

Sleggjan og Hvellurinn, 31.7.2012 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband