Sunnudagur, 29. júlí 2012
Prófessorinn þarf að taka sig til og reikna
http://visir.is/umfjollun-fjolmidla-um-tekjur-naer-marklaus/article/2012120729025
Stefán Ólafsson segir:
Það sem helst vantar [í umfjöllunina] eru fjármagnstekjur," segir Stefán og minnir á að langmestar tekjur hátekjufólks eru fjármagnstekjur, þ.e. vaxtatekjur, arður, söluhagnaður og leigutekjur sem fólk hefur af eignum sínum.
Hjá lágtekjufólki og millitekjufólki er hlutur fjármagnstekna lítill. Hjá hátekjufólki hefur hlutur fjármagnstekna verið milli 18-61% síðustu árin. Hjá hinum ofurríku hafa þær farið upp í 86% af heildartekjum."
Nú er Stefán Ólafsson Prófessor við HÍ. Hans hlutverk sem prófessors er að skrifa greinar, stunda rannsóknir og gera ritgerðir. Það er alveg kjörið fyrir hann Stefán að uppfylla hluta vinnuskyldu sína og reikna út heildardæmið. Svona í ljósi þess að hann er í 3 mánaða sumarfríi sínu.
Blaðamenn eru undirmannaðir, þeir hafa ekki tök á þessu.
Auðvelt er að gagnrýna, en Stefán þarf að spíta í lófanna og reikna í staðinn.
kv
Sleggjan
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Á félagsfræðingurinn núna að fara að reikna?
Það hefur ekki verið hans sterkasta hlið. Dæminn sanna það. Þessi maður er í bullandi pólitik og það kæmi mér ekki á óvart að hann reynir að næla sér í sæti í næsta prófkjöri XS.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 29.7.2012 kl. 19:38
Hann hefur reiknað undanfarin ár. Hann hefur verið í áralöngu reiknideilu (ritdeilu) við Hannes Hólmstein (stjórmálafræðingur) í sambandi við skattbyrði einstaklinga.
Hann hefur staðið sig alveg ágætlega svosem. Maður þarf ekki að vera Viðskipta/Hagfræðingur til að fá að reikna.
Svo ég nefni til viðbótar að DV-blaðamenn eru ekki allir Hagfræðinga samt flytja þeir svona tekjufréttir.
- Aðalpunkturinn er samt sá að hann á að leggja eitthvað af mörkum ef hann telurblaðamenn vera að klikka á einhverju, og reikna sjálfur og segja okku rhinum hans hlið á sannleikanum.
kv
sll
Sleggjan og Hvellurinn, 29.7.2012 kl. 20:03
Sæll Sleggjumaður!
Ég er löngu búinn að reikna þetta allt - og miklu meira til, í félagi við samstarfsmann minn sem er hagfræðingur.
Sjáðu til dæmis hérna, eina stóra skýrslu og eina ítarlega fræðilega grein:
1. http://www.stjornmalogstjornsysla.is/?p=1034
2. http://thjodmalastofnun.hi.is/sites/default/files/skrar/skyrsla_i-umfang_kreppunnar_og-afkoma_olikra_tekjuhopa--lokautgafa.pdf
Kveðja, Stefán
Stefán Ólafsson (IP-tala skráð) 29.7.2012 kl. 21:04
Takk fyrir innlitið Stefán.
Ég mun skoða þessar skýrslur til fróðleiks.
hvells
Sleggjan og Hvellurinn, 29.7.2012 kl. 23:15
Sæll.
Tekur undir með nr. 1, þessi ágæti prófessor er búinn að gera svo margar bommertur að mér dettur ekki í hug að hlusta á hann.
http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Hannes/hvers-vegna-er-stefan-olafsson-med-mig-a-heilanum
Menn sem eru að reka pólitíska stefnu og þykjast gera það á forsendum fræða eru í besta falli broslegir.
Helgi (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.